Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 31
Annáll 31Áramótablað 30. desember 2011 Gbagbo handtekinn 11. apríl n Laurent Gbagbo, for- seti Fílabeins- strandarinnar, var hand- tekinn. Hann hafði neitað að láta af völdum eftir forsetakosningar sem fram fóru í landinu í nóvember 2010. Í kjölfarið tók Alassane Ouattara, sem var rétt- kjörinn forseti, við völdum í landinu. Stríðsglæpadómstóllinn fjallar nú um mál Gbagbos en hann er grunaður um þjóðarmorð í borgarastyrjöldinni sem hófst í landinu árið 2002. Obama birtir fæðingarvottorð 27. apríl n Barack Obama, for- seti Banda- ríkjanna, blés á efasemdir þess efnis að hann hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Hvíta húsið birti á heimasíðu sinni fæðingarvottorð forsetans. Obama var ekki skemmt yfir orðróminum og sagðist hann ekki hafa tíma fyrir slík látalæti. Á fæðingarvottorðinu kom fram að hann hefði fæðst á Hawaii á Kapiolani-spítalanum þann 4. ágúst 1961. Hjónaband í skugga lögu- legs afturenda 29. apríl n Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn og tóku tugþús- undir Breta á móti þeim við Buck- ingham-höll í kjölfarið. Senuþjófur- inn var þó Pippa Middleton, systir Kate, sem vakti mikla athygli bresku pressunnar fyrir lögulegan aftur- enda sinn. Maí Osama bin Laden drepinn 1. maí n Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Kaída, var drepinn af úrvalsliði bandarískra sjóliða, svokallaðra Navy Seals, sem réðust að felustað bin Ladens. Bin Laden hafðist við í afgirtu risa- húsnæði í bænum Abbottobad í Pakistan, í um 60 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Islamabad. Eftir að hann var drepinn var ösku hans hent á haf út en hann var óvopnaður þegar bandarísku sjóliðarnir fundu hann. Barack Obama Bandaríkjafor- seti segir að „heimurinn sé örugg- ari“ eftir dauða bin Ladens. Strauss-Kahn handtekinn 14. maí n Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Al- þjóðagjald- eyrissjóðsins, var handtekinn á JFK-flugvellin- um í New York eftir að hótelþerna sakaði hann um kynferðislega árás. Fjórum dögum síðar sagði Strauss-Kahn af sér embætti vegna málsins. Í ágúst síðastliðnum var málið gegn honum fellt niður og var honum frjálst að yfirgefa Bandaríkin í kjölfarið. Mladic loksins gómaður 26. maí n Ratko Mla- dic, fyrrverandi yfirmaður ser- bneska hersins, var handtekinn í heimalandi sínu eftir að hafa verið mörg ár á flótta. Mladic var eftirlýst- ur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníustríðinu. Hann var til dæmis sagður hafa fyrirskipað fjöldamorðin á 7.500 múslimum, meðal annars börn- um, í bænum Srebrenica árið 1995. Grænmetisótti í Þýskalandi 30. maí n 21 lést í Þýskalandi eftir að hafa veikst heiftarlega af völdum ekólísýk- ingar sem kom upp síðastliðið haust. Í fyrstu var talið að sýkinguna mætti rekja til spænskra agúrkna. Svo var þó ekki og beindist grunurinn þá að baunaspírum sem ræktaðar voru í Neðra-Saxlandi. Júní Arabíska vorið 1.–30. júní n Átök í Líbíu, Jemen og Sýrlandi héldu áfram í júnímánuði. Ráðist var á forsetahöll Ali Abdullah Saleh, forseta Jemen, 3. júní og slasaðist forsetinn lítillega í árásinni.Öryggissveitir Gad- dafis börðust áfram gegn uppreisnar- mönnum í Misrata. Þeir svöruðu í sömu mynt og færðust nær Trípólí. Öskuský hefur áhrif á flug 21. júní n Eldgos í eldfjallinu Puyehue-Cor- don Caull sem hófst í Chile þann 4. júní hafði talsverð áhrif á millilanda- flug. Ekkert var flogið til eða frá stór- borgunum Sydney og Melbourne í Ástralíu þennan dag og þá þurfti að aflýsa flugi til og frá Nýja-Sjálandi. Grikkir skera niður 30. júní n Gríska þingið samþykkti mikinn niðurskurð á fjárlögum til að komast hjá þjóðargjaldþroti. Samþykkt var að hækka skatta og minnka fjárveit- ingar til opinberra stofnana. Júlí Hneyksli News of the World 7. júlí n Tilkynnt var að útgáfu News of the World, eins elsta og vinsælasta dag- blaðs Bretlands, yrði hætt. Þetta var gert eftir að upp komst að blaðið hefði stundað víðtækar símahleranir í byrjun aldarinnar. Blaðið hafði kom- ið samfellt út í 168 ár og seldust að meðaltali 2,8 milljónir eintaka af því í hverri viku síðustu ár útgáfunnar. Suður-Súdan verður sjálf- stætt ríki 8. júlí n Suður-Súdanar fögnuðu ákaft í sumar þegar ríkið varð sjálfstætt. Blóðug borgarastyrjöld hafði geisað á milli norður- og suðurhluta lands- ins og er talið að um 500 þúsund manns hafi fallið í þeim átökum. Árið 2005 var skrifað undir friðar- samning sem batt enda á þau átök. Konungleg ást Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton giftu sig við hátíðlega athöfn síðastliðið vor. Þúsundir manna hylltu brúðhjónin við Buckingham-höll og fylgdust með ástríkum kossi nýbökuðu hjónanna. 2011: ÁR ILLMENNA Hosni Mubarak Harðstjórinn sagði af sér embætti daginn eftir að hann hafði lýst því yfir að það myndi hann ekki gera. Þar með lauk 30 ára valdatíð hans. Muammar Gaddafi Gaddafi var eltur um Líbíu áður en mót- mælendur fundu hann og myrtu. Ófagrar myndir náðust af síðustu andartökum einræðisherrans. Anders Behring Breivik Fjöldamorðinginn iðrast einskis eftir ódæðin sem hann framdi. Dómur fellur í máli hans á nýju ári. Ólíklegt verður að teljast að hann gangi laus framar. Kim Jong-Il Einræðisherrann lést eftir hjartaáfall vegna of mikillar vinnu, segja ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu. Á valdatíma hans glímdi þjóðin við hungursneyð og bág kjör. Osama bin Laden Leit Bandaríkjamanna að hryðjuverka- leiðtoganum lauk þegar hann fannst í Pakistan. Barack Obama hefur sagt að heimurinn sé öruggari eftir fall hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.