Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 32
32 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað Geimferju‑ áætluninni lýkur 21. júlí n Geimferjan Atlantis kom til jarðar úr sinni síðustu ferð og var þar með lokið 30 ára geimferjuáætlun Banda- ríkjanna. Á þessum 30 árum voru farnar yfir 130 ferðir út í geim og í þeim var meðal annars unnið að smíði Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 77 myrtir í Noregi 22. júlí n Gríðarleg sorg ríkti í Noregi í sum- ar þegar Anders Behring Breivik varð 77 einstaklingum, aðallega ung- mennum, að bana í Osló og Útey. Breivik vildi berjast gegn „menning- arlegum marxistum“ og hafði andúð á fjölmenningarstefnu. Hann hefur þó aldrei útskýrt nákvæmlega hvað varð til þess að hann framdi ódæðin. Mál Breiviks er nú til meðferðar hjá dómstólum en hann var nýlega úr- skurðaður ósakhæfur af geðlæknum. Búist er við að dómur í málinu falli á fyrstu mánuðum nýs árs. Ágúst Lánshæfi Banda‑ ríkjanna lækkar 6. ágúst n Lánshæfismatsfyrirtækið Stand- ard & Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr AAA í AA+. Þetta var í fyrsta skiptið í sögu Banda- ríkjanna sem lánshæfismat Banda- ríkjanna fór niður fyrir AAA. Þetta gerðist aðeins nokkrum dögum eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti fékk þingið til að hækka skuldaþak Bandaríkjanna. Óeirðir á Englandi 8. ágúst n Miklar óeirðir geisuðu á Eng- landi síðsumars og höfðu þær víð- tæk áhrif í landinu. Kveikjan að þeim var dráp lögreglu á Mark Duggan, 29 ára fjögurra barna föður sem bjó í Tot- tenham-hverfinu í Lundúnum, sem var til rannsóknar vegna meintrar vopnasölu. Óeirðaseggir gengu um götur borgarinnar, brutust inn í versl- anir, kveiktu í bílum og beittu ofbeldi. Uppreisnarmenn ná til Trípólí 21. ágúst n Uppreisnarmenn í Líbíu náðu að berja öryggissveitir Gaddafis Líbíu- leiðtoga á bak aftur og komast inn í höfuðborgina Trípólí. Mikill fögnuður braust út á Græna torginu í borginni. Bresk yfirvöld sögðu í kjölfarið að að- eins væri tímaspursmál hvenær Gad- dafi færi frá völdum. September Íshokkílið ferst í flugslysi 7. september n Alvarlegt flugslys varð í Rússlandi þegar farþegaflugvél með rússneskt íshokkílið innanborðs fórst. 43 létust í slysinu þar á meðal landsliðsmar- körður Svía. Vélin var á leið til Hvíta- Rússlands en hún hrapaði skömmu eftir flugtak á Tunuoshna-flugvelli, 250 kílómetra norðaustur af höfuð- borginni Moskvu. Pútín snýr aftur 24. september n Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, til- kynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram sem næsti forseti Rússlands. For- setakosningar fara fram í mars næstkomandi. Pútín var forseti Rússlands árin 2000 til 2008 en samkvæmt lögum mátti hann ekki bjóða sig fram í þriðja sinn. Því lítur út fyrir að Pútín snúi aftur til æðstu met- orða í Rússlandi. Október Foxy Knoxy sýknuð 3. október n Hin bandaríska Amanda Knox, eða Foxy Knoxy eins og hún var gjarnan kölluð, var sýknuð af morð- inu á Meredith Kercher. Áður hafði Knox verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að myrða Kercher árið 2007, en Kercher var meðleigjandi hennar meðan þær stunduðu skiptinám á Ítalíu. Þrjár konur fá friðarverðlaun Nóbels 7. október n Sá einstæði atburður átti sér stað að þrjár konur fengu friðarverðlaun Nóbels. Þetta voru þær Ellen Jo- hnson Sirleaf, forseti Líberíu, líber- íski friðarsinninn Leymah Gbowee og hin jemenska Tawakkul Karman sem fer fyrir samtökunum Blaða- konur án hlekkja í heimalandi sínu. Gaddafi drepinn 20. október n Muammar Gaddafi, einræðis- herra Líbíu, var felldur af uppreisn- armönnum í Sirte í Líbíu. Þar með var endi bundinn á 42 ára valdatíð hans en hann tók við embætti árið 1969. Íbúar í Trípólí fögnuðu dauða Gaddafis ákaft enda stjórnaði hann með harðri hendi í landinu. Áður en Gaddafi var felldur hafði stríðs- glæpadómstóllinn gefið út hand- 23. mars Stórleikkonan Elizabeth Taylor fædd 27. febrúar 1932 Taylor lék meðal annars í stórmyndunum Cleopatra og Who’s Afraid of Virgina Wolf. Hún vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Taylor var góð vin- kona Michael Jackson sem lést árið 2009. 9. apríl Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet fæddur 25. júní 1924 Lumet leikstýrði fjölmörgum stórmyndum á ferli sínum, til að mynda Serpico, Dog Day Afternoon og 12 Angry Men sem af mörgum er talin ein besta kvikmynd allra tíma. Á ferli sínum leikstýrði hann yfir 40 kvikmyndum og hlaut fyrir þær alls sex Óskarsverðlaun. 2. maí Hryðjuverkaleið- toginn Osama bin Laden fæddur 10. mars 1957 Bin Laden var leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasam- takanna og hafði verið á flótta í rúman áratug. Bandarískir sérsveitarmenn drápu hann í Pakistan. 20. júní Bandaríski leikarinn Ryan Dunn fæddur 11. júní 1977 Dunn var einn af meðlimum Jackass-hópsins sem gert hefur fjölda kvikmynda og sjónvarps- þátta. Dunn lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni í Penn- sylvaníu-ríki. 23. júní Bandaríski leikarinn Peter Falk fæddur 16. september 1927 Falk var einna þekktastur fyrir túlkun sína á lögreglumanninum Colombo. Hann var 83 ára gamall og hafði þjáðst af Alzheimer um nokkurt skeið. Falk var eineygður en annað auga hans var fjarlægt þegar hann fékk krabbamein í það þriggja ára að aldri. 8. júlí Betty Ford, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, fædd 8. apríl 1918 Ford, sem var 93 ára þegar hún lést, var eiginkona Geralds Ford sem gegndi embætti Bandaríkjaforseta frá 1974 til 1976. Gerald Ford lést árið 2006. 23. júlí Breska tónlistarkonan Amy Winehouse fædd 14. september 1983 Hún var einn vinsælasti tónlistar- maður Bretlands og seldust plötur hennar í milljónum eintaka. Krufning leiddi í ljós að hún hafði látist vegna ofneyslu áfengis. 5. október Steve Jobs fæddur 24. febrúar 1955. Jobs var einn stofnenda hugbúnaðarrisans Apple. Jobs lést eftir baráttu við krabbamein sem hann greindist með í brisi árið 2004. Jobs hefur oft verið nefndur faðir heimilistölvunnar. Jobs stofnaði Apple á áttunda áratug liðinnar aldar en hrökklaðist svo frá því nokkru síðar. Hann kom þó aftur til fyrirtækisins og tók þátt í að gera það að einu stærsta fyrirtæki heims. 20. október Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, fæddur 7. júní 1942 Gaddafi var einræðisherra Líbíu í 42 ár en var drepinn í kjölfar uppreisnar í landinu. 4. nóvember Bandaríski fjölmiðla- maðurinn Andy Rooney fæddur 14. janúar 1919 Rooney var einna þekktastur fyrir pistla sína í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem hann flutti í fjöldamörg ár. Rooney hafði ákveðið að setjast í helgan stein mán- uði fyrir andlát sitt. 7. nóvember Hnefaleikakapp- inn Joe Frazier fæddur 12. janúar 1944. Frazier er af mörgum talinn einn besti hnefa- leikakappi sögunnar og var hann til að mynda sá fyrsti til að sigra Muhammed Ali. Frazier og Ali mættust í hringnum þrisvar en Frazier tapaði næstu tveimur viðureignum. Hann greindist með krabbamein í lifur sem dró hann að lokum til dauða. 27. nóvember Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales í knatt- spyrnu, fæddur 8. september 1969 Speed var einn leikjahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvals- deildarinnar og mjög virtur fyrir störf sín í þágu knattspyrnunnar. Speed fannst látinn á heimili sínu en hann svipti sig lífi. 15. desember Breski rithöfundurinn, gagn- rýnandinn og blaðamaðurinn Christopher Hitchens fæddur 13. apríl 1949 Hitchens var þekktur fyrir trúleysi sitt og gaf út bókina Guð er ekki góður árið 2007. Hitchens lést úr lungnabólgu en hann hafði glímt við krabbamein. 17. desember Kim Jong-il, einræðisherra Norður- Kóreu, fæddur 16. febrúar 1941 Kim tók við embætti af föður sínum árið 1994 en talið er að hann hafi látist af völdum hjartaáfalls. 17. desember Tónlistarkonan Cesária Évora fædd 27. ágúst 1941 Cesaria var frá Grænhöfðaeyjum og var mikilsvirt fyrir tónlist sína. Hún hélt tónleika á Íslandi árið 2000 og aftur árið 2002. 18. desember Václav Havel, fyrrverandi forseti Tékklands, fæddur 5. október 1936 Havel var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékklands og var hann einn af skipuleggj- endum flauelsbyltingarinnar svokölluðu. Byltingin markaði meðal annars upphafið að falli Sovétríkjanna. Havel var mikilsvirt leikskáld á árum áður og beitti óspart pólitískum áróðri í verkum sínum. Þau kvöddu á árinu 2011
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.