Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 34
34 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað tökuskipun á hendur honum. Þá höfðu uppreisnarmenn í Líbíu lagt sem nemur 186 milljónum króna til höfuðs Gaddafi. Íslamistar vinna í Túnis 27. október n Fyrstu frjálsu kosningarnar eftir að Zine El Abidine Ben Ali, fyrrver- andi forseti Túnis, hrökklaðist frá völdum voru haldnar í lok október. Endurreisnarflokkurinn, flokkur hófsamra íslamista, fór með sigur af hólmi í kosningunum. Formaður flokksins, Rashid Ghannouchi, hafði setið í fangelsi áður fyrir andóf sitt gegn stjórnvöldum. Nóvember Conrad Murray sakfelldur 7. nóvember n Conrad Murray, læknir tónlistar- mannsins Michael Jackson, var sak- felldur fyrir að hafa átt þátt í dauða poppstjörnunnar í júní 2009. Síðar í mánuðinum var Murray dæmd- ur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi. Sannað þótti að hann hefði verið örlagavaldur Jacksons þegar hann gaf honum stóran skammt af deyfilyfi árið 2009. Papandreou segir af sér 10. nóvember n George Pap- andreou, for- sætisráðherra Grikklands, sagði af sér í kjölfar skulda- vanda landsins. Samsteypustjórn var mynduð í kjölfarið og mun hún starfa þar til í vor þegar kosningar í landinu fara fram. Berlusconi tilkynnir afsögn 12. nóvember n Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér embætti sem forsætisráð- herra. Hann hafði verið undir mikl- um þrýstingi áður en hann tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann missti meirihlutann á ítalska þinginu þegar greidd voru atkvæði um fjárlög. Hann tók við sem forsætisráðherra árið 2008 en þar áður hafði hann í tvígang gegnt embættinu. Fjöldahandtökur á Occupy-mót- mælum 17. nóvember n Occupy-mótmælin fóru að dreif- ast um Bandaríkin um miðjan nóvember eftir að þau hófust í New York. Fólk vildi mótmæla óréttlæti fjármálakerfisins og stjórnvöldum sem það sagði viðhalda óbreyttu ástandi. Mótmælin bárust meðal annars til Íslands þar sem tjaldbúð- ir voru settar upp á Austurvelli. 250 manns voru handteknir í Brooklyn þann 17. nóvember. Mótmælendur létu sér ekki segjast og héldu áfram mótmælum. Desember Cain dregur framboð til baka 3. desember n Herman Cain, sem sóttist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum, dró framboð sitt til baka. Cain þótti í meira lagi umdeildur en hann var sakaður um kynferð- islega áreitni gegn fjölda kvenna skömmu áður. Þá var hann sakaður um að halda framhjá eiginkonu sinni með bandarískri kaupsýslu- konu. Bretar einangrast í ESB 9. desember n Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna, að Bretlandi undanskildu, samþykktu að herða reglur um fjár- lög aðildarríkjanna. Þetta var gert til að létta á skuldakreppunni sem ein- kennt hefur fjölmörg ríki ESB. Tals- verð umræða skapaðist í kjölfarið um framtíð Breta innan Evrópusam- bandsins. Kim Jong-il allur 17. desember n Kim Jong-il, einræðisherra Norður-Kóreu, lést 69 ára. Andlát hans var tilkynnt í norðurkóreska ríkissjónvarpinu aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. Kim Jong-il tók við embætti æðsta leiðtoga alþýðulýðveldisins af föður sínum árið 1994. Mikil hungursneyð ríkti í landinu í valdatíð hans og þá hafa samskipti landsins við aðrar þjóðir, til dæmis Suður-Kóreu og Bandaríkin, verið afar stirð. Kim Jong-un, sonur hins fallna leiðtoga, mun væntanlega taka við stjórnartaumunum í landinu. Fyrsta tíst páfans Í júní tísti Benedict XVI páfi í fyrsta skipti (notaði Twitter) og tilkynnti þar með nýja fréttasíðu Vatíkansins. Í tístskilaboðunum sagði hann: „Kæru vinir, ég var að opna síðuna News.va. Lof sé drottni vorum, Jesú Kristi. Með blessun og bæn, Benedictus XVI.“ Studdist páfinn við iPad-spjaldtölvu við verkið en til- gangurinn var að breiða út boðskapinn til yngri kynslóða. Sá sjö milljarðasti Mánudaginn 31. október voru margir vongóðir foreldrar sem óskuðu þess að nýfætt barn þeirra væri sjö milljarðasti ein- staklingurinn. Börn sem komu til greina voru til dæmis Danica Camacho frá Maníla og Nargis frá ríkinu Pradesh í Indlandi. Erfitt var að staðfesta hvaða barn fengi titilinn en til dæmis fæðist 51 barn á hverri einustu mínútu í Indlandi. Þar af leiðandi ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hópur barna fengi titilinn eftirsóknarverða. Vill verða feitasta kona í heimi Í ágúst tilkynnti Bandaríkjakon- an Susanne Eman að hún ynni að því að verða feitasta kona í heimi en þá var hún rúmlega 330 kílógrömm. Þessi tveggja barna móðir sagði að markmiðið væri að ná 730 kílógramma markinu með því að borða á hverri viku það magn af mat sem gæti fyllt sex verslunarkerrur. Fullur elgur festist í tré Elgur sem var ölvaður eftir að hafa étið gerjuð epli festi sig uppi í tré í húsagarði í Saro, úthverfi Gautaborgar í Svíþjóð, í september. Elg- urinn hefur líklega ekki verið búinn að fá nóg af eplunum því hann klöngraðist upp í eplatré og sat þar fastur þegar Per Johansson bar að garði. Hann hafði heyrt óhljóðin og ákveðið að kanna málið. Johansson hringdi í neyðarlínuna og tókst síðan með aðstoð lögreglu og slökkviliðs að losa dýrið, meðal annars með því að saga greinar af trénu. Ítali hnerraði byssukúlu Ítalinn Darco Sangermano var skotinn í höfuðið þegar hann var á gangi með kærustu sinni um Napólí í janúar. Kúlan fór inn á hægri hlið höfuðs hans, aftur fyrir augntóftina og festist í nefgöngunum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá olli kúlan engum alvarlegum skemmdum á leið sinni á áfangastaðinn. Honum blæddi þó mikið og var fluttur á spítala en á meðan læknarnir skoðuðu sjúklinginn hnerraði hann og kúlan skaust út um hægri nös hans. 1 2 3 4 5 Undarlegar fréttir ársins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.