Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 34
34 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað
tökuskipun á hendur honum. Þá
höfðu uppreisnarmenn í Líbíu lagt
sem nemur 186 milljónum króna til
höfuðs Gaddafi.
Íslamistar
vinna í Túnis
27. október
n Fyrstu frjálsu kosningarnar eftir
að Zine El Abidine Ben Ali, fyrrver-
andi forseti Túnis, hrökklaðist frá
völdum voru haldnar í lok október.
Endurreisnarflokkurinn, flokkur
hófsamra íslamista, fór með sigur
af hólmi í kosningunum. Formaður
flokksins, Rashid Ghannouchi, hafði
setið í fangelsi áður fyrir andóf sitt
gegn stjórnvöldum.
Nóvember
Conrad Murray
sakfelldur
7. nóvember
n Conrad Murray, læknir tónlistar-
mannsins Michael Jackson, var sak-
felldur fyrir að hafa átt þátt í dauða
poppstjörnunnar í júní 2009. Síðar
í mánuðinum var Murray dæmd-
ur í fjögurra ára óskilorðsbundið
fangelsi. Sannað þótti að hann hefði
verið örlagavaldur Jacksons þegar
hann gaf honum stóran skammt af
deyfilyfi árið 2009.
Papandreou
segir af sér
10. nóvember
n George Pap-
andreou, for-
sætisráðherra
Grikklands,
sagði af sér í
kjölfar skulda-
vanda landsins.
Samsteypustjórn
var mynduð í kjölfarið
og mun hún starfa þar til í vor þegar
kosningar í landinu fara fram.
Berlusconi
tilkynnir afsögn
12. nóvember
n Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, tilkynnti að hann ætlaði að
segja af sér embætti sem forsætisráð-
herra. Hann hafði verið undir mikl-
um þrýstingi áður en hann tilkynnti
ákvörðun sína eftir að hann missti
meirihlutann á ítalska þinginu þegar
greidd voru atkvæði um fjárlög. Hann
tók við sem forsætisráðherra árið
2008 en þar áður hafði hann í tvígang
gegnt embættinu.
Fjöldahandtökur
á Occupy-mót-
mælum
17. nóvember
n Occupy-mótmælin fóru að dreif-
ast um Bandaríkin um miðjan
nóvember eftir að þau hófust í New
York. Fólk vildi mótmæla óréttlæti
fjármálakerfisins og stjórnvöldum
sem það sagði viðhalda óbreyttu
ástandi. Mótmælin bárust meðal
annars til Íslands þar sem tjaldbúð-
ir voru settar upp á Austurvelli. 250
manns voru handteknir í Brooklyn
þann 17. nóvember. Mótmælendur
létu sér ekki segjast og héldu áfram
mótmælum.
Desember
Cain dregur
framboð til baka
3. desember
n Herman Cain, sem sóttist eftir
útnefningu Repúblikanaflokksins
fyrir forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum, dró framboð sitt til baka.
Cain þótti í meira lagi umdeildur
en hann var sakaður um kynferð-
islega áreitni gegn fjölda kvenna
skömmu áður. Þá var hann sakaður
um að halda framhjá eiginkonu
sinni með bandarískri kaupsýslu-
konu.
Bretar
einangrast í ESB
9. desember
n Leiðtogar Evrópusambandsríkj-
anna, að Bretlandi undanskildu,
samþykktu að herða reglur um fjár-
lög aðildarríkjanna. Þetta var gert til
að létta á skuldakreppunni sem ein-
kennt hefur fjölmörg ríki ESB. Tals-
verð umræða skapaðist í kjölfarið
um framtíð Breta innan Evrópusam-
bandsins.
Kim Jong-il allur
17. desember
n Kim Jong-il,
einræðisherra
Norður-Kóreu,
lést 69 ára. Andlát
hans var tilkynnt
í norðurkóreska
ríkissjónvarpinu
aðfaranótt mánudags
að íslenskum tíma. Talið
er að hann hafi fengið hjartaáfall. Kim
Jong-il tók við embætti æðsta leiðtoga
alþýðulýðveldisins af föður sínum
árið 1994. Mikil hungursneyð ríkti
í landinu í valdatíð hans og þá hafa
samskipti landsins við aðrar þjóðir, til
dæmis Suður-Kóreu og Bandaríkin,
verið afar stirð. Kim Jong-un, sonur
hins fallna leiðtoga, mun væntanlega
taka við stjórnartaumunum í landinu.
Fyrsta tíst páfans
Í júní tísti Benedict XVI páfi í
fyrsta skipti (notaði Twitter)
og tilkynnti þar með nýja fréttasíðu
Vatíkansins. Í tístskilaboðunum
sagði hann: „Kæru vinir, ég var að
opna síðuna News.va. Lof sé drottni
vorum, Jesú Kristi. Með blessun og
bæn, Benedictus XVI.“ Studdist páfinn
við iPad-spjaldtölvu við verkið en til-
gangurinn var að breiða út boðskapinn
til yngri kynslóða.
Sá sjö milljarðasti
Mánudaginn
31. október
voru margir vongóðir
foreldrar sem óskuðu
þess að nýfætt
barn þeirra væri
sjö milljarðasti ein-
staklingurinn. Börn
sem komu til greina
voru til dæmis Danica Camacho frá
Maníla og Nargis frá ríkinu Pradesh í
Indlandi. Erfitt var að staðfesta hvaða
barn fengi titilinn en til dæmis fæðist 51
barn á hverri einustu mínútu í Indlandi.
Þar af leiðandi ákváðu Sameinuðu
þjóðirnar að hópur barna fengi titilinn
eftirsóknarverða.
Vill verða feitasta
kona í heimi
Í ágúst tilkynnti Bandaríkjakon-
an Susanne Eman að hún ynni
að því að verða feitasta kona í heimi
en þá var hún rúmlega 330 kílógrömm.
Þessi tveggja barna móðir sagði að
markmiðið væri að ná 730 kílógramma
markinu með því að borða á hverri viku
það magn af mat sem gæti fyllt sex
verslunarkerrur.
Fullur elgur
festist í tré
Elgur sem var ölvaður eftir að
hafa étið gerjuð epli festi sig
uppi í tré í húsagarði í Saro, úthverfi
Gautaborgar í Svíþjóð, í september. Elg-
urinn hefur líklega ekki verið búinn að
fá nóg af eplunum því hann klöngraðist
upp í eplatré og sat þar fastur þegar
Per Johansson bar að garði. Hann hafði
heyrt óhljóðin og ákveðið að kanna
málið. Johansson hringdi í neyðarlínuna
og tókst síðan með aðstoð lögreglu og
slökkviliðs að losa dýrið, meðal annars
með því að saga greinar af trénu.
Ítali hnerraði
byssukúlu
Ítalinn Darco Sangermano var
skotinn í höfuðið þegar hann var
á gangi með kærustu sinni um Napólí í
janúar. Kúlan fór inn á hægri hlið höfuðs
hans, aftur fyrir augntóftina og festist
í nefgöngunum. Þótt ótrúlegt megi
virðast þá olli kúlan engum alvarlegum
skemmdum á leið sinni á áfangastaðinn.
Honum blæddi þó mikið og var fluttur á
spítala en á meðan læknarnir skoðuðu
sjúklinginn hnerraði hann og kúlan
skaust út um hægri nös hans.
1
2
3
4
5
Undarlegar
fréttir ársins