Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 36
36 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað 1. Ágúst – DV„Ég hef þá bara misskilið mig.“ Vitnisburður Hildar Lífar Hreinsdóttur við aðalmeðferð í máli yfir Black Pistons- mönnum vakti sérstaka athygli þar sem hún hafði gefið önnur svör í skýrslutöku hjá lög- reglu. Saksóknari benti henni á misræmið en Hildur þrætti fyrir það og sagði: „Ég hef þá bara misskilið mig.“ 2. Desember – DV„Við Jóna erum búin að vera í sorgarferli alla helgina.“ Hjónin Kristján Jóhannsson og Sigurjóna Sverrisdóttir ræddu við blaðamann DV skömmu fyrir jól. Þar barst meðal annars í tal tilkynning þess efnis að fyrirhuguðum tónleikum Kristjáns Jóhanns- sonar og Elenu Mosuc væri aflýst. Kristján sagði að hann hefði verið með flottustu dívu heims í dag og hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands með honum í þessu og þau hefðu unnið að þessum tón- leikum frá því í febrúar. „Ástandið í landinu er þannig og við fengum ekki neinn stuðning til að fjármagna þetta. Það kom í ljós að innkoma af seldum miðum hrökk ekki til,“ sagði Kristján. 3. Desember – DV„Ég er á móti óþarfa ofbeldi.“ Í viðtali við DV sagði Einar „Boom“ Mar- teinsson, forseti Hells Angels, að lífssýn hans samræmdist ekki hefðbundnum hugmyndum fólks um hvernig haga ætti sínu lífi. Hann lifði eftir eigin reglum. 4. Ágúst – DV„Núna nota ég trikkið sko, þeir eru að fara að blása þetta upp, að það hafi verið eitthvað elítu- boð á Hafsúl- unni.“ Stjórnendur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu leigðu skipið Hafsúluna fyrir einkaveislu á Menningarnótt. Tónlistarstjórinn Steinunn Birna Ragnarsdóttir lét þessi orð falla þegar hún hélt að hún hefði slitið símtali við blaðamann en hún var innt eftir því hvort einkaveisla hefði verið um borð. 5. Maí – RÚV„Jáááá, ég trúi þessu ekki. Ég er að fara að gráta.“ Nýi Eurovision-þulurinn, Hrafnhildur Hall- dórsdóttir, gersamlega trylltist eftir að tíunda umslagið var opnað á fyrra undan- úrslitakvöldi keppninnar en þar var Ísland. Óhætt er að segja að íslenska þjóðin hafi verið látin bíða í ofvæni eftir úrslitunum og margir orðnir svartsýnir þegar búið var að lesa upp nöfn níu landa og Íslendingar voru ekki þar á meðal. 6.Apríl – jonas.is „Heimsk þjóð fær það ástand, sem hún á skilið.“ Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, um það ástand sem hann taldi að myndi skapast hér í kjölfar þess að Íslendingar höfnuðu Icesave-samningunum. 7. Október – DV„Eggjakast er ekki meinlaus iðja.“ Svanur Sigurbjörnsson læknir sagði að mjög illa hefði getað farið þegar Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, fékk egg í höfuðið og féll í götuna þegar þing kom saman. 8. Febrúar – Mbl.is„Ég myndi segja bara að fólk með sínar grúppur geti halt sín eigin partí.“ Stöllurnar og glamúrmódelin Hildur Líf og Lilja Ingibjargar urðu ansi umdeildar þegar þær sögðu frá VIP-partíi sem þær voru að skipuleggja. Teitið var lokað almenningi vegna þess að þær töldu skorta alla VIP-menningu í íslensku skemmtanalífi og „alvöru atburð þar sem aðeins þetta fólk kemur og hinir fá ekki aðgang“. 9. Október – DV „Mig langar ekki aftur í þetta líf.“ Jón Ásgeir Jóhannes- son athafnamaður í opinskáu viðtali í DV þar sem hann sagði að það hefðu verið mistök að eiga banka og halda áfram að fjárfesta á Íslandi. Hann játaði að hafa misst sjónar á góðum gildum, teygt sig of langt og að hann hefði átt að segja stopp árið 2005. 10.September – DV„Fær fólkið ekki örugglega lýsi?“ Dorrit Moussaieff forsetafrú spurði Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjöl- skylduhjálpar Íslands, þegar hún heimsótti Fjölskylduhjálpina. 11. September – btb.is „Aðspurður svara ég því m.a. að mér er vel ljóst að margir eru reiðir útí mig á Íslandi vegna aðild- ar minnar að bankakennslunni og hruninu en þó er enginn reiðari Björgólfi Thor en ég sjálfur.“ Björgólfur Thor Björgólfsson skrifaði á bloggsíðu sína að hann hefði sagt í viðtali við danskt blað að hann gerði sér grein fyrir að margir væru honum reiðir. 12. Októ-ber – blog.eyjan. is/baldurkr/ „Ég fylltist óhug yfir sjónvarpinu í gær og sit hér morgun- inn eftir sem lamaður. Hvílík skepna hefur þessi biskup verið.“ Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi og fyrrverandi aðstoðarmaður Ólafs Skúlasonar biskups, skrifaði þetta á blogg sitt. 13. September – Morgunútvarpið„Ég er nú bara ráðherraræfill á plani … Mér fannst þetta ósann- gjarnt gagnvart Steingrími.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um ummæli forseta Íslands um fjármálaráð- herra en Össur sagði ummælin stórskota- árásir á Steingrím. 14. September – DV„Ég mun vera vinur ykkar að eilífu.“ Auðkýfingurinn og ævintýramaðurinn Huang Nubo vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum og byggja þar lúxushótel en fékk synjun. Í viðtali við DV sagðist hann ekki vera hættulegur. 15. Ágúst – sigmundurdavid.is„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megr- unarkúr sem ég hlýt að kalla ís- lenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var orðinn 108 kíló þegar hann ræddi við meltingarlækni, sem fullvissaði hann um að íslensk matvæli væru þau hollustu sem fyrirfinnast. 16. Júlí – stjornlagarad.is„Já.“ Stjórnlagaþingsmenn þegar þeir sam- þykktu einróma tillögu að nýrri stjórnarskrá. 17. Ágúst – DV „Ég er bú- inn að vera að díla við streit, hvíta karlmenn frá blautu barnsbeini og er ég með fordóma ef ég loksins fer að setja þeim mörk?“ Páll Óskar lét þau ummæli falla að það væri engu líkara en að það eina sem fengi að vera í friði í þessum heimi væri hvítur gagnkynhneigður karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður og ætti peninga. Ummælin vöktu mikil viðbrögð í netheimum. Flestir fögnuðu þeim en sumir vildu þó túlka orð Páls Óskars þannig að hann væri sjálfur fordómafullur. 18. Nóvem- ber – DV „Ég varð pirraður og hrækti á gólfið.“ Jón stóri var sagður hafa hrækt framan í þjónustustúlku á T.G.I. Friday’s í Smáralindinni þegar hún bað hann og félaga hans að færa sig. Hann sagðist hafa orðið pirraður út í þjónustustúlkuna og sagði hana vera hrokafulla. Fleyg ummæli ársins 2011 n Fleygustu ummæli ársins koma úr ýmsum áttum og féllu við ýmis tækifæri. Þau spanna allt frá orðum sem sögð voru í dómsal til ræðu á Alþingi og eru jafn mismunandi og þau eru mörg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.