Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 42
42 Kvikmyndir 30. desember 2011 Áramótablað Þessar verða í bíó 2012 The Avengers Leikstjóri: Joss Whedon  Leikarar: Robert Downey Jr., Chris Evans, Chris Hemsworth, Tom Hiddleston, Samuel L. Jackson, Scarlett Johanson, Jeremy Renner  Frumsýnd í BNA: 4. maí n Byggð á samnefndum teiknimynd- um þar sem ofurhetjurnar Thor, Iron Man, Hulk og Captain America ásamt þeim Black Widow og Hawkeye sam- einast gegn ásnum Loka í risastórri ofurhetjumynd sem nördahetjan Joss Whedon leikstýrir. Verður vafalaust ein af vinsælli myndum ársins. The Amazing Spider-Man Leikstjóri: Marc Webb  Leikarar: Andrew Garfield, Emma Stone, Rhys Ifans, Denis Leary, Sally Field, Martin Sheen  Frumsýnd: 6. júlí n Eftir að hætt var við að gera fjórðu Spider-Man myndina með Sam Raimi var ákveðið að byrja upp á nýtt í staðinn. Þessi fjallar um uppruna og unglingsár Peter Parker og skartar hinum unga og efnilega Andrew Garfield (The Social Network, Never Let Me Go) í aðalhlutverkinu. Lincoln Leikstjóri: Steven Spielberg  Leikarar: Daniel Day-Lewis, Joseph Gordon-Levitt, Tommy Lee Jones, Jackie Earle Haley, Sally Field, Jared Harris  Frumsýnd í BNA: Desember 2012 n Daniel Day-Lewis og Steven Spielberg sameinast hér í mynd um Lincoln Bandaríkjaforseta og sigur norðurríkjanna í þrælastríðinu. The Hunger Games Leikstjóri: Gary Ross  Leikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth  Frumsýnd: 23. mars n Byggð á vinsælum unglingabókum eftir Suzanne Collins sem gerast dystóp íska framtíðarríkinu Panem. Segir frá 16 ára stúlku sem tekur þátt í „hungurleikunum“ svokölluðu, þar sem keppendur berjast upp á líf og dauða í beinni sjónvarpsútsendingu. Tinker Tailor Soldier Spy Leikstjóri: Tomas Alfredson  Leikarar: Gary Oldman, Colin Firth, Tom Hardy, John Hurt, Toby Jones, Mark Strong, Ciarán Hinds  Frumsýnd: 6. janúar n Segir frá reyndum njósnara í Kalda stríðinu sem reynir að hafa upp á sovéskum gagnnjósnara innan vébanda MI6. Byggð á samnefndri sögu John Le Carré, en það er hinn sænski Tomas Alfredson (Låt den rätte komma in) sem leikstýrir. Skyfall Leikstjóri: Sam Mendes  Leikarar: Daniel Craig, Helen McCrory, Javier Bardem  Frumsýnd: 26. okt. n 23. myndin um njósnara hennar hátignar og Daniel Craig stefnir hrað- byri að því að verða einn vinsælasti Bondinn frá upphafi. Nú bætist Javier Bardem í hópinn og ekki er leikstjórinn heldur af verri endanum. The Dictator Leikstjóri: Larry Charles  Leikarar: Sacha Baron Cohen, Anna Faris, John C. Reilly  Frumsýnd: 18. maí n Sacha Baron Cohen leikur skraut- legan einræðisherra frá miðaustur- löndum sem heimsækir New York. Hann hættir lífi sínu til að tryggja það að lýðræði nái ekki fótfestu í heimalandi sínu. The Hobbit Leikstjóri: Peter Jackson  Leikarar: Martin Freeman, Ian McKellen, Richard Armitage, Benedict Cumberbatch, Christopher Lee, Hugo Weaving, Cate Blanchett  Frumsýnd: 26. desember n Peter Jackson snýr aftur til Mið- garðs og kvikmyndar Hobbitann, sem segir frá ævintýrum Bilbós Bagga, 60 árum á undan atburðum Hringadróttinssögu. Total Recall Leikstjóri: Len Wiseman  Leikarar: Colin Farrell, Bryan Cranston, Bokeem Woodbine  Frumsýnd í BNA: 3. ágúst n Gerð eftir sögu Philips K. Dick og segir frá verkamanni (Farrell) sem uppgötvar að hann er í raun njósnari. Árið 1990 lék Arnold Schwarzenegger aðalhlutverkið í mynd byggðri á sömu sögu. The Iron Lady Leikstjóri: Phyllida Lloyd  Leikarar: Meryl Streep, Jim Broadbent and Richard E. Grant  Frumsýnd: 13. janúar n Segir frá lífi eins áhrifa- mesta stjórnmálamanns 20. aldarinnar. Margaret Thatcher var forsætisráðherra Bret- lands á 9. áratugnum og var fyrsta konan til að gegna því embætti. Meryl Streep hefur nú þegar verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir túlkun sína á Thatcher og er sterklega orðuð við Óskars- verðlaunin. Contraband Leikstjóri: Baltasar Kormákur  Leikarar: Mark Wahlberg, Giovanni Ribisi, Kate Beckinsale, Ben Foster  Frumsýnd: 20. janúar n Stærsta mynd Baltasars Kormáks í Hollywood til þessa. Byggir á mynd Óskars Jónassonar, Reykjavík- Rotterdam. Mark Wahlberg leikur fyrrverandi smyglara sem neyðist til að bjarga mági sínum og fjölskyldu frá glæpahring með því að taka að sér eitt verkefni í viðbót.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.