Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 50
50 Fólk 30. desember 2011 Áramótablað M æðgurnar Jussanam Da Silva og dóttir hennar Jaqueline da Silva Luquez hafa mætt miklu mótlæti þau ár sem þær hafa dvalið hér á landi. Í kjölfar skilnaðar Jussanam var henni vísað úr landi og beið hún lengi upp á von og óvon eftir því að fá úr því skorið hvort hún fengi varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Innanríkisráðuneytið veitti henni langþráð dvalarleyfi í sumar og byggði ákvörðun sína á sterkum tengslum hennar við land og þjóð. Hvað bar hæst á árinu hjá þér og dóttur þinni? „Án alls vafa bar það hæst að ég og dóttir mín erum nú íslenskir ríkis- borgarar.“ Voru einhverjar hindranir í veginum á árinu? „Helsta hindrunin var sú að missa bæði dvalar- og atvinnuleyfi um þó- nokkuert skeið og þurfa að þrauka án tekna hér á landi.“ Náðuð þið að sigrast á þeim? „Ég sigrast á mínum hindrunum með því að syngja eins mikið og ég get og með hjálp íslenskra verndar- engla. Marga þeirra þekkti ég ekki fyrr en ég lenti í þessum erfiðleikum. Það var þeirra stuðningur í reynd. Stuðningur Íslendinga, bæði vina og þeirra sem urðu á vegi mínum, sem gerði mér kleift að sigrast á öllum hindrunum.“ Af hverju eruð þið stoltastar? „Við erum sterkari eftir glímu okkar og sameinuðumst í baráttunni. Ég er mjög stolt af því að við unnum eins og við gátum til þess að halda í mannvirðingu okkar. Ég með því að syngja og dóttir mín með því að gæta barna. Ég verð að nefna að ég er líka stolt af því að ákvörðun ráðherra er byggð á hæfileikum mínum og fram- lagi til menningarlífs auk sterkra tengsla við land og þjóð. Sem lista- maður gæti ég ekki verið stoltari.“ Hvernig hefur árið liðið hjá þér og fjölskyldunni? „Ég sneri aftur til vinnu í Hlíða- skjóli í ágúst eftir að hafa beðið í eitt ár eftir svörum og það var tilfinn- ingaþrungin stund. Nú vinn ég á leikskóla, dóttir mín vinnur í skóla og aðstoðar við umönnun fatlaðra barna. Ég hef eignast mikið af nýj- um og frábærum vinum og ég hef líka fundið ástina. En tíminn verður að leiða í ljós hvort hún blómstrar.“ Hvað ber árið 2012 í skauti sér? „Ég vona að þetta verði gott ár fyrir okkur Íslendinga eftir áföllin sem hafa dunið á okkur frá árinu 2008. Ég vonast til þess að taka upp plötu á næsta ári með frumsömdum lög- um eftir mig og í samstarfi við fjöl- marga aðra. Ég vona að ég finni mér góðan útgefanda og að tónlist mín haldi áfram að vaxa og þrosk- ast.“ kristjana@dv.is Árið okkar Barneignir, útskriftir, majónesbrauðtertur og sigur á skuldum eða kerfinu. Svona má draga saman líf venjulegra íslenskra fjölskyldna í örfáum orðum. DV náði tali af þremur fjölskyldum sem gerðu upp árið og deila því með lesendum. Sigldu upp úr kreppudalnum B jörn Þorláksson og Arndís Bergsdóttir eiga stóra fjöl- skyldu. Útskriftarbrauðtert- urnar verða margar á næst- unni því margir fjölskyldumeðlimir sinna námi og uppskera senn árang- ur erfiðisins. Þau glíma við að tvinna saman fjölskyldulíf, nám og vinnu og eru ánægð með að sigla loks úr kreppudalnum. Hvað hefur á dagana drifið hjá fjölskyldunni þetta árið? „Að búa til blað,“ svarar Björn en hann gerðist ritstjóri nýs fjölmiðils, Akureyrar vikublaðs, á árinu. Þau hjónakornin, hann og Arndís, sóttu einnig gull í greipar menntagyðj- unnar á árinu. Arndís útskrifast senn með meistaragráðu í safnafræði en Björn lýkur BA-gráðu í þjóðfélags- fræðum. „Við munum varla hafa undan að framleiða og háma í okkur útskriftarbrauðtertur því hún Karítas okkar verður líka stúdent í vor,“ segir Björn sem hræðist ekki majónesið. Arndís og Björn eru af þeirri gerðinni að eignast börn á 20 ára fresti. Þótt bæði hafi orð á hve gef- andi hafi verið að fylgjast með litlu börnunum tveimur, Sól og Starkaði, þroskast og dafna á árinu, hafi eldri afkvæmin þeirra ekki síður blómstr- að. Þorlákur, eldri sonur Björns, út- skrifaðist sem stúdent frá Kvennó sl. vor og Vigdís, frumburður Arndís- ar, lauk kennaranámi á árinu 2011. „Svo fór menntaskólapían Karítas fjórum sinnum til útlanda á árinu og geri önnur átján ára ungmenni betur!“ Hvað af þessu bar hæst hjá ykkur? „Ég held að glíman við að sinna vinnunni, náminu, heimilinu og fjölskyldunni og láta þetta allt koma heim og saman með yngsta barnið á handleggnum, hafi verið áskor- un ársins,“ segir Arndís. „Úti í sam- félaginu hefur verið mikil áskorun að fylgjast með pólitíkinni, hvern- ig höfundar hrunsins þvælast iðr- unarlaust fyrir en eru samt alveg hissa á að ekki séu allir í stuði,“ segir Björn. Var við einhverjar hindranir eða erfiðleika að glíma á árinu? „Árið 2011 var okkur einstaklega gott í flestu tilliti. Heilsan góð og fjöl- skyldan sigldi upp úr kreppudalnum. Maður man engar hindranir aðrar en þær sem maður glímir við þá stund- ina og ég bara man ekki eftir neinni núna,“ segir Arndís og hlær. Af hverju eruð þið stoltust þetta árið? „Ég er stoltur yfir að bók mín, Heim- koman, hafi verið kennd í kynjafræð- um við háskóla hér á landi, meðal annars við Háskóla Íslands. Svo er ég alltaf stoltur af Arndísi minni,“ svarar Björn. „Ég er stolt af rannsókn sem við Andrea Hjálmsdóttir unnum á árinu, rannsókn sem gefur konum sem unnu í verksmiðjunum á Akur- eyri rödd. Svo er ég stolt af því starfi sem ég hef unnið á Iðnaðarsafninu og ég er líka stolt af mínum maka og börnum,“ segir Arndís. Hvað haldið þið að árið 2012 beri í skauti sér? „Ef pólitíkusar og glæpamenn – og oft fer það tvennt í seinni tíð saman – fá makleg málagjöld getur það lapp- að upp á móralinn hjá hnípinni þjóð sem hefur ekki séð nema skuggann af réttlætinu síðan Sjálfstæðisflokk- urinn reif landið í sundur. Það er orð- ið tímabært að sauma það aftur sam- an.“ indiana@dv.is Fyrsta barnið væntanlegt í maí Ó lína Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir búa í Svíþjóð þar sem þær spila fótbolta. Ólína hefur einnig starfað þar í landi sem sálfræðingur og Edda hóf nám með boltanum. Þær glímdu við veikindi og meiðsli og eru stoltar af gangi landsliðs kvenna í fótbolta. Þær eiga spennandi ár í vændum því þær eiga von á barni í vor. Hvað hefur á dagana drifið hjá fjölskyldunni þetta árið? „Við höfum verið mjög uppteknar þetta árið í fótbolta og vinnu. Meiri- hluta ársins höfum við dvalið í Sví- þjóð en einnig höfum við ferðast með landsliðinu til Portúgal, Ung- verjalands, Norður Írlands og til Ís- lands. Við fengum tveggja vikna frí í sumar og fórum til Ítalíu í algjöra afslöppun á Sikiley. Ólína hefur notið sín í starfi sem sálfræðingur á sjúkrahúsinu í Örebro en það hefur bæði verið krefjandi og spennandi að byrja þann starfsferil. Edda byrj- aði í einkaþjálfaranámi ÍAK með- fram vinnu og boltanum og klárar það í vor ef allt gengur eftir.“ Hvað af þessu bar hæst hjá ykkur? „Ætli hápunktur ársins hjá okkur sé ekki glæsilegur sigur landsliðsins og Ólínu á móti Noregi á Laugardals- velli. Tímamótaár hjá landsliðinu.“ Var við einhverjar hindranir eða erfiðleika að glíma á árinu? „Ólína var veik fyrstu þrjá mánuði ársins, fékk sýkingu í öndunarfærin og ýmsir fylgikvillar ollu því að hún var fjarverandi og átti í basli lengi vel, en eftir margar rannsóknir og miklar pælingar fékk hún rétt lyf og komst af stað aftur. Edda meidd- ist svo í haust og er enn að berjast við að koma sér í boltann aftur með hjálp góðra manna og kvenna.“ Af hverju eruð þið stoltastar þetta árið? „Við erum stoltastar af því að hafa komist í úrslitaleik á Algarve og það var gaman að koma aftur til Sví- þjóðar eftir það mót. Það var í fyrsta sinn sem stórþjóðirnar tóku eftir því hversu góðar við getum verið.“ Hvað haldið þið að árið 2012 beri í skauti sér? „Við spáum því að 2012 verði stórt ár í sögu kvennalandsliðsins og að framfarirnar haldi áfram. Við eigum von á okkar fyrsta barni í lok maí og það verður okkar stærsta og mikil- vægasta verkefni.“ indiana@dv.is Íslenskir verndarenglar veittu hjálp n Björn Þorláksson og Arndís Bergsdóttir og fjölskylda n Jussanam da Silva og dóttir hennar Jaqueline da Silva Luquez n Ólína Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir Sterkar mæðgur Mæðgurnar Jussanam da Silva og Jaqueline da Silva Luquez. Ólína og Edda Ólína Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir búa í Svíþjóð og eiga von á sínu fyrsta barni í lok maí. Fjölskyldan samankomin Brauðtertur munu koma við sögu árið 2012.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.