Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 53
53Áramótablað 30. desember 2011 Skemmtileg og fræðandi en bætir litlu við söguna „Helgi hittir í mark“ Á rauðum sokkum Baráttukonur segja frá Það besta við áramótin? S ólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAka­ demíunnar, er sagn­ fræðingur að mennt með meistaragráðu í menn­ ingarstjórnun frá Háskól­ anum á Bifröst. Hún telur menningarneyslu Íslendinga á liðnu ári hafa tekið mark­ verðum breytingum og segist halda að eftir sjálfsmyndar­ hrun séu þeir smátt og smátt að heimta aftur sjálfsvirð­ ingu sína á nýjum og sterkari grunni. „Við förum á hnén á næsta ári,“ segir Sólveig og skellir upp úr. „Það er vegna þess að við höfum séð og fundið fyrir auðmýkt. Mugison sýndi það og sannaði fyrir þjóðinni að við eigum hana til. Þetta voru þakkartónleikar og ein­ faldur gjörningur en ég held að áhrifin séu víðtækari en okkur grunar. Árið hjá Hörpu hefur verið brösótt, hvert klúðrið rak annað og þeir virtust aldrei ætla að ná takt­ inum. Með tónleikum Mugi­ son náðist ákveðin sátt og friður um þetta menningar­ hús. Og Mugison er táknrænn fyrir fleira sem er á auknu skriði í menningunni, sem er handverkið. Hann föndrar hvert umslag og fær við það aðstoð. Handverkið og auð­ mýktin fara saman því þegar við hlýddum á þessa tónleika þá fannst okkur við eignast hlutdeild í Hörpu. Rétt eins og þeim sem aðstoða Mugi­ son finnst þeir eiga hlutdeild í verkum hans.“ Krefjumst innihalds Sólveig heldur að fyrstu skrefin verði erfið. „Við erum svo óskaplega vön því að geta gengið að ákveðnum hlutum.“ Lífsstílsbækur seljast ekki jafn vel og áður, af hverju tel­ ur þú að það sé? „Hrunið var miklu frekar hrun sjálfsmyndar en nokk­ urn tímann efnahagshrun,“ segir Sólveig. „Þegar sjálfs­ myndin brotnar viljum við í fyrstu fá veröldina aftur í þeirri mynd sem hún var. Þá sækjum við í einfaldar lausn­ ir. Þetta sást vel eftir hrun í því að við snerum okkur að sláturgerð og þjóðarróman­ tík og lífsstílsbækur seldust grimmt. En nú erum við búin að læra ný orð og hugtök og ekki síst hvernig við eigum að nota þau. Spilling er eitt þeirra orða sem við erum að læra að nota. Við gátum það aldrei áður, það var fjar­ stæðukennt fyrir hrun. Þetta á líka við um menninguna. Þar erum við farin að krefjast innihalds og kjarna sem við tengjum okkur við.“ Hvað gerist næst? „Ég er ansi hrædd um að sýningin hans Kjartans Ragnarssonar floppi,“ segir hún. „Við erum miklu kröfu­ harðari en áður og gamlar aðferðir nýtast okkur ekki lengur. Þetta er auðvitað bara tilfinning mín að fólk hafni þessu verki. Ég held líka og vona að við látum af andlausri orðfimi og kald­ hæðni. Sif Sigmarsdóttir skrifaði um það ágætan pistil í Fréttablaðið nýverið. Mað­ ur kallar mann vitleysing hét sá pistill og fjallaði vel um þetta innihaldsleysi sem ein­ kennir orðræðuna. Í þessu ljósi er augljóst hversu mikil­ væg auðmýktin er.“ Hún segir valdakerfi menningar einnig vera að flosna upp. „Þróunin er í þá átt að við losum okkur við þarflaus kerfi sem eru hjartalaus. Sú þróun leið­ ir beint af því að við gerum kröfur. Við viljum ekki að list og menning verði til á skrif­ stofu frá 9–5 undir einhverri miðstýringu. Menning er og verður vera samofin öllu því sem við tökum okkur fyr­ ir hendur. Menning er að leggja hug við hönd og gera hlutina vel.“ Hvert stefnum við? Sólveig Ólafsdóttir Við förum á hnén þess kerfis sem hér hefur þróast. Kannski er þetta allt saman jákvætt, að keppa í því hver á stærsta „jáið“. Það þarf þó að horfast í augu við þenn­ an veruleika, nema menn séu almennt orðnir blindir og heyrnarlausir af jákvæðni. Það er ekkert öflugra þöggunar­ tæki til en jákvæðniþulur, fyrst þagga menn niður í öðrum og síðan sjálfum sér. Í þessari hugmyndafræði virðist lista­ eða sköpunarspriklið gegna lykilhlutverki.“ Nauðsynlegt að vakna Hannes segir að einnar skýr­ ingar á þessari ríkjandi logn­ mollu sé að finna í hvítri lygi sem Íslendingar vilji svamla í. „Þetta er hluti af gömlu ís­ lensku þjóðarlyginni að við séum einhvers konar heims­ veldi. Þetta er blekking sem við viljum halda uppi og er hluti af eilífri sjálfstæðisbar­ áttu okkar og þjóðernispoppi. Íslendingar eiga að telja sér trú um að þeir séu á einhvern hátt ósigrandi, engir menn séu jafn þrautseigir og úrræðagóðir, æðruleysi þjóðarinnar slær út allt sem annars staðar þekk­ ist.“ Hann segir Íslendinga hafast við á bleiku skýi sem sé samofið sjálfsvitund þeirra. „Er ekki kallað að menn séu á bleiku skýi? Ég tel svo vera og ég held það sé nauðsynlegt að vakna, línan milli draums, jafnvel þótt hann virðist bleik­ ur, og martraðar er oft afar mjó.“ Ætlar þú að leggja eitthvað af mörkum í þessari vakningu? Kannski var sýningin Koddu einmitt lóð á þá vogar­ skál, en sköpunargeirinn vill trúlega ekki láta vekja sig að minnsta kosti ekki með lát­ um. Umræða og greining er nauðsynlegt framhald. Það er áhugavert að sjá hvern­ ig alþjóðleg hugmyndafræði kristallast í tiltölulega ýktum myndum í íslensku samhengi, þessari vasaútgáfu vestrænna samfélaga. Við sem stóðum að Koddudæminu erum nú að reyna að efna til alþjóð­ legrar ráðstefnu um innviði sköpunarmaskínunnar og framtíðarhorfur og hlutverk listsköpunar í því samhengi. Hugmyndafræði sköpunar­ bransans nær út í öll horn sam­ félagsins í senn ósýnileg og alltumlykjandi hluti af stjórn­ og valdakerfinu. Mig minnir að 50 þúsund hafi verið fram­ lag hins opinbera til Koddu­ sýningarinnar, sem þó var ein stærsta sýning síðasta árs og fjallaði reyndar um birtingar­ myndir umgangsins og hruns­ ins, tengsl myndmáls og valds. Það mætti kalla þessa litlu fjár­ veitingu þöggun í vissu sam­ hengi. En það má ekki gleyma því að við lifum á öld jákvæðn­ innar, menn gætu hafa fengið þá flugu í höfuðið að eitthvað „neikvætt“ væri í uppsiglingu. Allir ærlegir menn hljóta að velja draumlíf fram yfir mar­ tröð. Að vísu var Koddusýning­ in bæði jákvæð og uppbyggileg þegar á reyndi, þannig að við búumst við jákvæðni í fram­ haldinu, við sjáum hvað setur.“ Lífsstíll lákanna Spurður um fall lífsstílsbóka árið 2011, segir hann markað­ inn einfaldlega mettan í bili. „Ég held að inntak þessara bóka hafi flætt út í samfélagið og mettað markaðinn. Þessar lífsstílsbækur endurspegla vissa leit að einhverju og með­ an menn hafa einhvern áhuga á því þá er einhver von. Leitin er mikilvæg. Það er svo margt í uppnámi í þessu samfélagi. Það eru kynjahlut­ verkin. Menn vita ekki einu sinni hvort menn eru karlar eða konur lengur. Hvernig stendur á því. Karlar orðnir kvenlægir og konur karllægar. Eru einhver kyn lengur til? Þetta eru erfiðar spurningar sem menn standa frammi fyr­ ir.“ Hann segir listir horfnar í gamla skilningnum og það sé hreint offlæði af listamönnum. „Listamenn nútímans eru í leit. Þeir vita ekki sjálf­ ir hvort þeir eru tónlistar­ menn, ljóðskáld, myndlistar­ menn, skemmtikraftar; flestir vita ekki lengur hvort þeir eru skrifstofumenn og heið­ virðir borgar eða bara lista­ menn. Menn eru orðnir eigin­ lega allt. Öll mörk eru í móðu og um leið sjáum við umbun­ ar­ og framgangskerfin riðlast. Það eru dæmi um það að mið­ aldra ríkisstarfsmenn taki sig til, setjist niður og skrifi fag­ urbókmenntir sem síðan eru sagðar fara sigurför um heim­ inn eins og ekkert sé sjálfsagð­ ara. Þetta gerist á sama tíma og listin og sköpunariðjan er iðnvædd. Það er vert að hafa í huga að „list“ í gamla skiln­ ingnum er aðeins lítið brot af nútímasköpunariðnaði eða nýsköpun. Þú talaðir áðan um sjálfshjálparbækur, ég er nokk­ uð sannfærður um að flestar berja þær sköpunar­ og ný­ sköpunarbumburnar. Í þessu samhengi læðist að mönnum sá grunur að „list“ og „lista­ menn“ séu eins konar svartálf­ ar eða lákar sem ekkert erindi eigi upp á dekk í nútímasköp­ un.“ Hvað sérðu framundan, nýja möguleika? „Ég held það sem almennt er framundan sé að menn eru að leita að einhverjum trú­ verðugum lífsstíl miðað við núverandi aðstæður í heim­ inum, til dæmis í ljósi þverr­ andi auðlinda, firringu og og vaxandi tómhyggju neyslu­ samfélagsins. Kannski er það hlutverk listamanna að benda á nýja möguleika til að lifa af í framtíðinni, bæði í efnislegum og andlegum skilningi. Þeir sem vilja ekki lengur vera hirðfífl heldur breyta einhverju í gangi sam­ félagsins eða heimsins. Það eru vísar um þessar breyt­ ingar hér og þar, þarna eru sóknarfærin eða leiðin sem hreinlega blasir við. Þarna má sjá örla á trú listamanns­ ins á eitthvað annað og betra og fyllra en hjakkið í hinu fullkomna sköpunarsam­ félagi þar sem menn æra hverjir aðra í taugaveiklaðri jákvæðni og frjálshyggju.“ Verst á árinu 2011 Kexvexsmiðjan Laugardagar eru grábölvaðir á Ríkissjónvarpinu og þeir grínþættir sem hafa verið settir á dagskrá þann daginn hafa allir fallið. Umtöluð var Hringekjan á síðasta ári en enn verra umtal fékk grínþáttur Gísla Rúnars Jóns- sonar, Kexvex- smiðjan, og netið logaði í skítkasti. Þættirnir þóttu hótfyndnir, grófir og óskiljan- legir. Bras í Hörpu Smíði Hörpu þótti íslenskum málmiðn- aðarmönnum hrákasmíð. Made in China vildu þeir láta grafa í skilti og festa upp við húsið. Meira var þó deilt á starf hússins. Tónlistarmenn deildu á hversu dýrt væri að halda þar tónleika: „Ekki fyrir venjulega tónlistar- menn,“ sögðu einhverjir þeirra. Hljóðkerfið þótti gallað og starfið þótti illa hugsað. Engin eining ríkti um þetta nýja menn- ingarhús okkar Íslendinga sem var dýru verði keypt og hæðst að ljósaskrauti bygg- ingarinnar sem var fagnað með flugeldasýningu í haust. Í lok ársins náði þó tón- listarmaðurinn Mugison að breiða út auðmýkt og hjarta- hlýju með ókeypis þakk- artón- leikum sem markar vonandi nýtt upphaf hússins. Tónleikar þessir voru í fullkominni and- stöðu við opnunartónleika sem stjórnendur hússins héldu þar sem stór hluti gesta var á leynilegum gestalista. Fall lífsstílsbóka Síðustu þrjú ár hafa lífsstíls- bækur selst í bílförmum. Svo var ekki í ár. Hannes Lárusson segir fall vinsælda þessara bóka ekki endilega merki um að við stefnum hærra. Markaðurinn er einfaldlega mettur. Efni lífsstílsbókanna hefur lekið út í samfélagið. Blendið ár í kvikmynda- gerð Hrafnhildur Gunnars- dóttir, formaður félags kvikmynda- gerðar- manna, segir mörg verkefni ekki hafa farið í gegn vegna fjár- skorts. „Það voru ekki mörg verk- efni sem voru sett í gang á árinu og mörg dóu vegna fjárskorts. En árið í ár var gott uppskeruár fyrir ís- lenska kvikmyndagerð, fólk verður hins vegar að átta sig á því að það voru verkefni sem voru sett í gang fyrir þremur til fimm árum og ég held að kvikmyndagerðarmenn og Íslendingar geti verið ánægðir með þá upp- skeru.Við gerðum svo fjögurra ára samkomu- lag við ríkið. Botninum er náð og við sjáum fram á magurt ár á næsta ári.“ Stjórnarskráin í sjónvarpinu Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var flutt sem tón- listar- og myndlist- argjörn- ingur í útsendingu í Ríkis- sjónvarpinu og féll misvel í landann sem reyndist ekki nógu læs á menningu til að meta verkið. Höfundar verksins eru Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Árið 2007 fengu þau til liðs við sig Karólínu Eiríksdóttur tónskáld sem samdi tónverk við 81. grein stjórnarskrár Íslands. Þau voru síðan fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum þar sem verkið féll gestum í geð og eiga þau því heima bæði á lista yfir það sem vel tókst og þess sem illa tókst á árinu. Listamönn- um úthýst úr listasögunni Á árinu kom út ný bókaröð í fimm bindum, Íslensk listasaga. Ólafur Kvaran safnstjóri ritstýrði 14 höfundum sem hver fyrir sig tók fyrir ákveðið skeið í listasögu landsins. Markmiðið var að þeirra sögn, að gera grein fyrir sögu íslenskrar myndlistar og styrkja og móta hugmyndir þeirra sem lesa um myndlist þjóðarinnar, sameiginlega arfleifð hennar og sjálfsmynd. Athygli hefur vakið að hvergi í þessum fimm ritum er minnst á eina helstu listakonu landsins, Karólínu Lárusdóttur. Þá gekk listi með nöfnum lista- manna manna á milli sem ræddu efnistök bókarinnar og ljósmynd- urum voru ekki gerð skil. Þessi voru á meðal þeirra sem ekki var getið: Ingibjörg Jónsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Ilmur Stefáns- dóttir, Páll á Húsafelli, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Jón Laxdal, Harpa Björnsdóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Didda og Þórunn Hjartardætur, Anna Hallin, og Birta Guðjónsdóttir. Helgi Björns syngur íslenskar dægurperlur ásamt gestum „Maturinn, klárlega! Eina skiptið á árinu sem ég fæ fondú og ég myndi fyrr sleppa rjúpunum á aðfangadag en fondúinu.“ Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.