Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 70
70 Lífsstíll 30. desember 2011 Áramótablað Von á tvíburum Leikarap- arið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson eiga von á sínum fyrstu börnum á nýju ári en Tinna er ófrísk að tvíburum. Fjölgun í fjölskyldu forsetans Tinna Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Karl Pétur, eiga von á tvíburum á nýju ári en þau eiga tvær dætur fyrir. Tvíburar á leiðinni Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á von á tvíburum ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Bjarnasyni. Fyrsta barn á leiðinni Sigmundur Davíð og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni. Hamingja Fyrirsætan og fegurðar- drottningin Ingibjörg Egilsdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærast- anum, Þorsteini Jónssyni, oftast kenndum við Kók. Boltabarn Knattspyrnukon- urnar Ólína G. Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir eiga von á barni á næsta ári. Það er Ólína sem gengur með barnið sem varð til í glasa- frjóvgunarmeðferð. Stórfjölskylda Söng- og leik- konan Íris Kristinsdóttir á von á tvíburum. Íris og unnusti hennar, Grettir Adolf Haraldsson bygginga- tæknifræðingur, eiga von á fimmta og sjötta barninu í apríl. Lítill herramaður Glamúr- fyrirsætan Kristrún Ösp á von á sínu fyrsta barni á næsta ári en lítill herramaður er á leiðinni í heiminn. Tónlistarbarn Söngkonan Ragnheiður Gröndal og unnusti hennar, gítarleikarinn Guðmundur Pétursson, eiga von á sínu fyrsta barni í vor. Sjötta barnið á leiðinni Söng- konan Erna Hrönn Ólafsdóttir á tvö börn og kærasti hennar þrjú. Erna á að eiga í febrúar og því er sjötta barn þeirra á leiðinni. Nýgift og ófrísk Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir á von á sínu fyrsta barni á næsta ári með eiginmanni sínum, Pétri Árna Jóns- syni útgefanda. Hjónakornin gengu í það heilaga í sumar. Leikarabarn Leikaraparið Esther Talía Casey og Ólafur Egill Ólafsson eiga von á barni í janúar en þau eiga fyrir eina dóttur, Ragnheiði Eyju, fjögurra ára. ÓFRÍSKAR Á ÁRINU Fjögur börn Bjarni Benediktsson og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eignuðust sitt fjórða barn í september. Hamingja Hinn færeyski Jógvan Hansen og kærasta hans, Hrafn- hildur Jóhannesdóttir, eignuðust son í byrjun desember. Leikarabarn Leikaraparið Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir eignuðust son í lok nóvember. Fyrir áttu Gísli og Nína dótturina Rakel Maríu sem er fimm ára. Bæjarstjóraafabarn Söngkonan Védís Hervör eignaðist sitt annað barn þann 21. desember. Védís og unnusti hennar, Þórhallur Berg- mann, áttu fyrir soninn Árna. Hárprúð eins og pabbi Tón- listarmaðurinn Eyþór Ingi Gunn- laugsson eignaðist sitt fyrsta barn þann 9. nóvember ásamt kærustu sinni, Soffíu Ósk. Í viðtali við DV stuttu eftir að frumburðurinn kom í heiminn sagði Eyþór Ingi að dóttirin væri hárprúð líkt og pabbinn. Blaðamannastrákar Blaða- mennirnir og hjónin Andrés Magnús- son og Auðna Hödd Jónatansdóttir eignuðust tvíburastráka um miðjan desember. Íþróttabarn Afreksíþróttakonan Silja Úlfarsdóttir eignaðist sinn annan son í september. Silja og maður hennar, júdókappinn Vignir Grétar Stefánsson, áttu fyrir soninn Sindra Dan. Sá stutti hefur fengið nafnið Snævar Dan. Þriðji strákurinn Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra og eiginmaður hennar, Gunnar Sig- valdason, eignuðust þriðja soninn í sumar. Strákarnir heita Ármann Áki, Illugi og Jakob. Dugnaður Blaðamaðurinn og rit- stjórinn fyrrverandi Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir eignaðist sitt þriðja barn á rúmum þremur árum þegar Arndís Tinna kom í heiminn í febrúar. Fyrir áttu Gunnhildur og eiginmaður hennar, Björn Friðrik, soninn Björn Gunnar, tveggja ára, og dótturina Margréti Örnu sem verður fjögurra ára í janúar. Þriðja barn Fréttakonan Karen Kjartansdóttir eignaðist sitt þriðja barn á árinu. Karen og eiginmaður hennar, Hannes Geirsson, eignuðust son sem hefur hlotið nafnið Kjartan. Fyrir áttu þau dótturina Unu Krist- jönu og soninn Ask Hrafn. Jaki og Dreki Fjölmiðlakonan Andrea Róbertsdóttir eignaðist soninn Jaka á árinu en hún og maður hennar áttu fyrir soninn Dreka. Stuðmanna afa- og ömmu- barn Tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir eignaðist soninn Magnús í febrúar. Unnusti Dísu er danski tónlistarmaðurinn Mads Mouritz. Bókaormur Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. Bertram Skuggi Landsliðs- kokkurinn og veitingastaðaeigand- inn Hrefna Rósa Sætran eignaðist soninn Bertram Skugga í haust en strákurinn er hennar fyrsta barn. Barnabarn biskups Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson og Ingibjörg kona hans eignuðust dóttur á haustdögum. Töff mamma Ágústa Eva Erlends- dóttir og kærasti hennar, Jón Viðar Arnþórsson, eignuðust barn í sumar en um fyrsta barn þeirra er að ræða. Annað barnið Leikarinn helmass- aði Jóhannes Haukur og Rósa konan hans eignuðust strák í sumar en fyrir áttu þau þriggja ára stúlku. Brúðkaup og barn Árið 2011 var stórt fyrir tónlistarmanninn Svavar Knút sem bæði giftist Líneyju Úlfars- dóttur í sumar og eignaðist erfingja í nóvember. Drottningarbarn Alheimsfegurð- ardrottningin Unnur Birna eignaðist sitt fyrsta barn með kærasta sínum, Pétri Rúnari Heimissyni, í sumar. EIGNUÐUST BARN Á ÁRINU Líf mitt í hnotskurn: Ælt af stressi fyrir deit Ég kom frekar seint inn á deitmarkaðinn af einhverri alvöru. Enda sat ég bara trúlofuð heima í barneign- arhugleiðingum fram á þrí- tugsaldur. Á meðan veltust jafnaldrar mínir um í Buffalo- skóm á menntaskólaböllum á Hótel Íslandi í þeirri von um að detta í korter í þrjú sleik. Og hófu að deita í kjölfarið. Mér fannst ég heppin. Taldi mig hafa afgreitt og innsiglað við- skipti mín á þessum umrædda markaði með nokkrum bíltúr- um og bíóferðum, og það á barnsaldri. Eitthvað misreiknaði ég mig þar og skyndilega var ég stödd ein í frumskóginum. Talaði ekki tungumálið og vantaði tæknina. Ekki við öðru að búast þar sem ég missti af öllum æfingatímunum á Hót- el Íslandi þegar þeir buðust. Ég hef aldrei náð almenni- legum tökum á þessari tækni og tungumál eru ekki mitt sér- svið. Viðskipti á deitmarkaðn- um hafa því í sumum tilfellum valdið mér vandkvæðum. Að plata áhugaverða menn til að fara með mér á deit er ekki endilega vandamálið, heldur deitin sjálf. Ég fríka þegar á hólminn er komið og bölva sjálfri mér fyrir að koma mér í þessar hörmulegu að- stæður. Finnst ég vera stödd í sömu sporum og víkingarnir sem gengu í opinn dauðann á hólminum á sínum tíma. Ég geri mér grein fyrir því hve undarlega það kann að hljóma að líkja deiti við af- töku. Slæm deit eru þó hálf- gerðar aftökur og tilhugsunin um að lenda á einu slíku getur borið mig ofurliði. Hvað ef ég segi eitthvað vitlaust og hvað ef við verðum uppiskroppa með umræðuefni? Það væri hræðilegt! Hvorugt þessara áhyggjuefna hefur þó nokk- urn tíma orðið að raunveru- legu vandamáli. Fyrir einhverjum árum náði ég stressa mig svo vel upp fyrir deit að ég bókstaf- lega ældi. Það var ákveðinn lágpunktur í lífi mínu. Deitið heppnaðist ágætlega og í kjöl- farið ákvað ég að taka mér tak. Með litlum árangri þó. Áhyggjur mínar eru ekki aðeins bundnar við að ég kunni að klúðra deiti illilega og þurfi að ganga með veggj- um í kjölfarið. Nei. Ég er al- veg jafnhrædd um að maður- inn sem ég er að fara að hitta klúðri málunum eða stand- ist engan veginn gæðakröfur. Slík uppákoma er jafnmikil aftaka í mínum huga og ef ég sjálf klúðraði málunum. Það er vandlifað í þessum heimi. Ég er alltaf með neyðar- planið: „sms-a vinkonu og biðja hana um að hringja með váleg tíðindi.“ Þetta er klassík sem ég hef sem betur fer bara einu sinni þurft að nýta mér. Hefði eflaust komist inn í góð- an leiklistarskóla fyrir þá senu. Laug að vesalings manninum að vinkonunni hefði skyndi- lega verið dömpað eftir ára- langt samband. Hann skildi neyðarástandið og keyrði mig til hennar, í partí. Sama vinkona benti mér nýlega á að þetta stress væri eflaust bara mitt innra sjálf að vara mig við röngum mönn- um. Um leið og það hyrfi þá væri ég komin á slóðina. Ég ætla að trúa því.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.