Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 72
72 Lífsstíll 30. desember 2011 Áramótablað
Bregðið á leik Biddu alla gestina
um að fara með nýársheit og segja
frá hvað þeir vonist til að árið færi
þeim. Skrifið það niður á blað eða
takið upp á upptökuvél. Haldið
svo annað boð að ári og farið yfir
heitin!
Nýársárbítur
n Hugmyndir að girnilegu morgunverðarhlaðborði sem kemur þér af stað inn í nýja árið með stæl
M
argir vakna frek-
ar ryðgaðir á fyrsta
degi ársins eft-
ir fjörugt síðasta
kvöld hins gamla
árs. Þá er tilvalið að ná úr sér
ryðinu með því að bjóða góð-
um vinum í girnilegan árbít og
byrja árið með stæl. Notið hug-
myndaflugið og bjóðið upp á
skemmtilegan en afslappað-
an fyrsta árbít ársins. Hér eru
nokkrar hugmyndir:
Safahlaðborð Bjóddu upp á
margar mismunandi tegundir af
ávaxta- og grænmetissöfum.
Appelsínu-, epla-, gulrótar- og sítr-
ónusafar og blandaðir ávextir. Það
er fátt meira frískandi en ískaldur
safi með klaka og gaman að geta
boðið upp á margar tegundir. Það
er líka skemmtilegt hugmynd að
bjóða upp á safana í aðeins fínni
glösum, til dæmis kampavíns-
glösum og skreyta með því að setja
ávexti ofan í glasið.
Afgangseggjakaka Það
sniðuga við eggjakökur er að
það er hægt að bæta nánast
hverju sem er út í þær. Það get-
ur til dæmis verið sniðugt að
nota afganga frá hátíðarmat
síðustu daga. Kalkúnn hentar
vel í eggjakökur ásamt alls
kyns grænmeti og kartöflur
eru líka góðar út í. Bara krydda
vel eftir smekk og hræra
saman. Svo má gera mis-
munandi útgáfur þannig að
allir fá eitthvað við sitt hæfi.
Ristað brauð með laxi Ristaðu
snittubrauð og hafðu reyktan og
grafinn lax með. Kóngafæða sem nánast
allir elska, þægilegt og krefst ekki mikils
undirbúnings. Það getur líka verið sniðugt
að hafa geitaost með, það ku gefa lax-
inum gott bragð.
Klassíkin
klikkar ekki
Það er nánast
ómissandi að
hafa beikon og
egg ef bjóða á
til árbíts. Steikið
egg og beikon
og jafnvel
smátt skornar
kartöflur með.
Unaðslegur rækjuréttur Steiktu
saman rækjur, beikon, lauk, niðurskorna
tómata með sósu og smá chilisósu með.
Leyfðu þessu að malla í dágóða stund og
kryddaðu eftir smekk. Gott er að borða
setja þetta ofan á ristað brauð.
Girnilegir eftirréttir Skerðu
niður ávexti, til dæmis jarðarber,
epli og banana. Bræddu súkkulaði
og leyfðu gestunum að dýfa ofan
í. Hægt er að kaupa skrautpinna
sem stinga má í ávextina til þess að
þeir detti ekki ofan í súkkulaðið og
skreyta ávextina um leið.
Talið niður
til 2012
Vantar þig sniðuga hugmynd
til að skapa skemmtilega
stemningu í partíinu á gaml-
árskvöld? Prófaðu að merkja
öll glös með tölustöfum
frá einum upp í tíu. Þegar
klukkan á svo tíu sekúndur
eftir í miðnætti kalla allir sitt
númer í takt við sekúndurnar
og skála um leið í kampa-
víni eða því sem er fyrir val-
inu. Afar einfalt en skapar
skemmtilega eftirvæntingu.
Þú færð límmiða með núm-
erum í bókabúðum. Skafðu
þá svo af og notaðu aftur um
næstu áramót.
Skemmtilegt
og ferskt
áramótapartí
Fyrir þá sem vantar
skemmtilega hugmynd
fyrir áramótapartíið er hægt
að fylla skál með öðru-
vísi og fyndnum áramóta-
heitum. Láttu svo alla gesti
draga einn miða og lesa
upp við matarboðið. Það
ætti að skapa umræður og
hlátur. Skreyttu svo borð-
ið með mintum eða láttu
sterka mola í skálar á víð og
dreif svo allir séu með sem
ferskastan andardrátt þegar
klukkan slær tólf á miðnætti
og kossaflensið hefst.
Gleðilegt nýtt ár
Þökkum viðskiptin á liðnum árum
Hlökkum til að vinna með ykkur á nýju ári
Heilsuverndarstöðin (norður endi) n Barónsstíg 47 n 101 Reykjavík n Sími 533- 3100
Snyrtisetrið