Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 76
Ár unga fólksins 76 Sport 30. desember 2011 Áramótablað Ólafur Andrés Guðmundsson 21 árs handboltamaður Ó lafur var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í handbolta eftir 19 ára eyðimerkurgöngu. Hann var þá hjá FH sem lánsmaður frá danska stórliðinu AGK en hann spilar nú með danska liðinu Nor- dsjælland, einnig sem lánsmaður frá AGK sem er með samning við Ólaf. Hann hefur farið ágætlega af stað á Sjálandi en á árinu fór hann einnig að fá meiri spiltíma með íslenska lands- liðinu og hefur þar nýtt tækifæri sín mæta vel. Ísland er ríkt af ungu íþróttafólki sem stendur sig vel bæði hér heima og erlendis. Hér má lesa um nokkur íslensk ungmenni sem tóku árið 2011 með trompi. Anníe Mist Þórisdóttir 22 ára heimsmeistari í crossfit Sara Björk Gunnarsdóttir 21 árs knattspyrnukona Þ rátt fyrir ungan aldur hefur Karen Knútsdóttir verið ein albesta handboltakona landsins undanfarin ár. Hún varð bikarmeistari með Fram í byrjun árs en þurfti að sætta sig við enn eitt silfrið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir leiki Fram við þýska liðið HSG Blomberg-Lippe hrifust þær þýsku svo af Karen að hún var fengin til Þýskalands og spilar hún nú í atvinnumennskunni. Hún var einn besti leikmaður landsliðsins á árinu og stýrði þar sókninni af mynd- arskap. Hún hefur á sínum ferli skorað 110 mörk í 41 landsleik. K olbeinn fór á kostum með AZ Alkma- ar á síðasta tímabili og skoraði í janúar fimm mörk í einum og sama leiknum gegn VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni. Eftir tímabilið samdi hann svo við stórlið Ajax þar sem hann er undir handleiðslu manna eins og Frank de Boer og Dennis Bergkamp. Kolbeinn var á meðal fárra leikmanna íslenska U21 árs lands- liðsins á EM í Danmörku í sumar og var þar besti leikmaður liðsins. Hann fór frábær- lega af stað með Ajax og skoraði 6 mörk í átta leikjum áður en hann meiddist illa á fæti og verður hann frá fram yfir áramótin. Hann er fjórði markahæsti leikmaður hol- lensku úrvalsdeildarinnar á árinu 2011. Kolbeinn Sigþórsson 21 árs knattspyrnumaður C rossfit-drottningin Anníe Mist Þórisdóttir setti sér eitt takmark í fyrra eftir að hún varð í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í crossfit. Hún ætlaði sér að vinna heimsmeistaratitilinn 2011 og fengu Íslendingar og aðrir að fylgjast með undirbúningi hennar. Anníe æfði eins og skepna og stóð við stóru orðin en í sumar stóð hún uppi sem heimsmeistari í crossfit og ber nú titilinn „Hraustasta kona heims“. B reiðablik varð fyrir mikilli blóðtöku fyrir tímabilið í sumar þegar sænsku meistararnir í LdB Malmö keyptu efnilegustu knattspyrnukonu landsins, Söru Björk Gunnarsdóttur. Það reyndust vera draumakaup hjá Svíunum því þessi mikla bar- áttustúlka fór á kostum í sænsku úrvalsdeildinni og skoraði þar 10 mörk í 21 leik sem miðjumaður. Þá er Malmö komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara átti einnig frábært ár með landsliðinu og var í byrjunarliðinu í öllum níu landsleikjum ársins. Hún skoraði að auki eitt landsliðsmark. Karen Knútsdóttir 21 árs handboltakona Eygló Ósk Gústafsdóttir 16 ára sundkona Á rið 2011 var gott fyrir sundkon- una ungu, Eygló Ósk Gústafs- dóttur. Hún endaði sem stiga- hæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún setti Íslandsmet í öllum sínum greinum á árinu og hefur náð góðum árangri á sund- mótum innanlands sem og erlendis. Á Smáþjóðaleikunum vann Eygló til gullverðlauna í 100 og 200 metra baksundi og til bronsverðlauna í 200 og 800 metra skriðsundi. Hún var nú undir lok árs kjörin sundkona ársins, aðeins 16 ára að aldri. Björn Bergmann Sigurðarson 21 árs knattspyrnumaður S kagamaðurinn ungi blómstr- aði með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Hann skoraði ekki mik- ið en norskir miðlar héldu ekki vatni yfir framlagi kappans, sérstaklega í byrjun tímabilsins. Styrkur hans og hraði hefur vakið mikla athygli, ekki síst þegar hann skoraði tvö mörk gegn Belgíu í U21 árs landsleik í haust. Hann lék einnig sinn fyrsta A- landsleik þegar hann kom inn á gegn Kýpur í haust og fylgdi þar í kjölfar bræðra sinna, Bjarna, Þórðar og Jó- hannesar Karls Guðjónssona. Jón Margeir Sverrisson 19 ára sundmaður J ón Margeir er ungur, fatlaður sundmað- ur úr Ösp/Fjölni sem stefnir á að kom- ast á Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Lundúnum á næsta ári. Árið 2011 tók hann með trompi og vann hvert mótið á fætur öðru í sínum flokki, bæði hérlendis og erlendis. Jón Margeir setti fjögur heimsmet og hvorki fleiri né færri en fjörutíu og eitt Íslandsmet.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.