Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 96

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 96
Hjálparsveit blaðbera! Kynnti sér keppinautinn n Á meðan Ásdís Rán undirbýr nýársmegrun ákvað eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson að sletta úr klaufunum í góðra vina hópi á miðvikudagskvöld. Skellti knatt- spyrnukappinn sér í Bjórskólann þar sem Úlfar Linnet leiddi Garðar og föngulegan hóp Skagamanna í gegnum lystisemdir bjórsins. Garð- ar þekkir góðan mjöð vel enda bjór hans Krummi nýkominn á markað hér á landi og hefur verið vel tekið. Mætti því segja að hann hafi verið að kynna sér keppinautinn á markaði með því að smakka nýjar og framandi bjórtegund- ir hjá Ölgerðinni. Léttist fyrir Ásdísi n „Ég hef áhyggjur af Ásdísi Rán, vinkonu minni, og ákvað því að létta mig henni til samlætis,“ segir athafnakonan Jónína Benedikts- dóttir glettin á Facebook. Vísar hún þarna til þess að Ásdís Rán upplýsti Facebook-vini sína um það á dög- unum að hún hefði þyngst um þrjú kíló yfir jólin. „Þetta át á þér Ásdís mín gengur ekki,“ heldur Jónína áfram og biðlar til móður fyrirsæt- unnar að hafa hemil á dótturinni. Jónína er sleip í markaðsfræðum og laumar að lokum inn auglýsingu fyrir detox sem hún segir leiðina til losna við auka- kílóin á nýju ári. Nokkuð sem Ís- lendingar þurfi að fara að átta sig á. Mikael skrifar útvarpsleikrit n Rithöfundurinn og ritstjórinn fyrrverandi Mikael Torfason vinnur nú að því að skrifa útvarpsleikrit sem flutt verður á næstu misserum. Leikstjóri verður Símon Birgisson en leiðir þeirra félaga lágu saman á DV á sínum tíma þar sem Mikael var ritstjóri og Símon blaðamaður af lífi og sál. Símon hefur síðan haslað sér völl í heimi leiklistarinnar en Mikael hefur snúið sér að skrifum og unir sér vel. Verkinu verður að líkindum útvarp- að næsta haust. E f meðalhjálp blaðbera er tekin saman á morgni sem þessum þá er ég nokkuð viss um að blað- berar fari langt með að slá björg- unarsveitunum við,“ segir Sólver Sól- versson, blaðberi í Grafarvogi. Hann stóð í ströngu á fimmtu- dagsmorguninn, þegar snjóþunginn var sem mestur. „Ég heyrði á RÚV að björgunarsveitir hefðu hjálpað 25 til 30 bílstjórum um morguninn vegna snjóþunga en ég einn hjálpaði fimm eða sex. Ég sá einnig þann sem ber út Fréttablaðið vera að hjálpa fólki í vanda og ég hugsa að við tveir höfum aðstoðað meira en tíu manns sem voru með fasta bíla,“ segir hann en þess má geta að björgunarsveitar- menn voru á þönum um allt höfuð- borgarsvæðið, og raunar víðar um land, aðfaranótt fimmtudags og langt fram efitr fimmtudegi, við að aðstoða ökumenn í vanda. Sólver þykir blaðburðarfólk, sem margoft aðstoði fólk í vanda, ekki fá þá viðurkenningu sem það á skilið. Blaðberar troði göngustíga og moki frá anddyrum heimila áður en flestir fari á fætur. Það geti verið hörkuvinna. Fimmtudagsmorgunn byrjaði klukkan 05.30 hjá Sólver þegar hann hóf útburð en hálftíma síðar hjálp- aði hann fyrsta ökumanninum sem var pikkfastur í bíl. Hann tróð um 150 gönguslóða að anddyrum einbýlis-, fjölbýlis- og raðhúsa en einungis fimm höfðu mokað gönguslóða að útidyr- um sínum. Hann bendir á að snjó- bræðslukerfi dugi ekki til í fannfergi eins og á fimmtudaginn. Tveir öku- menn til viðbótar fengu aðstoð hans á meðan hann bar út blöðin en á heim- leiðinni fór rúmur hálftími í að hjálpa nágranna eftir að aldreifingu var lokið. Hann segist alltaf hjálpa fólki í vanda, ef hann geti, jafnvel þó hann sé veikur í baki. „Það er samt erfitt að vorkenna fólki sem mokar ekki undan bílum sínum áður en það leggur af stað. Sér- staklega þegar það er á sjálfskiptum bílum,“ segir þessi hjálpsami blaðberi Morgunblaðsins. gunnhildur@dv.is Hjálpsamir blaðberar n Ýta bílum og moka frá anddyrum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80Áramótablað 30. deSeMBeR 2011 – 3. JanÚaR 2012149. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Hjálpsamur Sólver hefur aðstoðað marga. Gleðilegt ár! Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? www.rarik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.