Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 99

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 99
n Hetja ársins 2012 verður Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari. Fljót- lega eftir áramótin birtast fyrstu kærurnar og má segja að embætti Ólafs og verk þess verði sífellt í frétt- um á nýju ári. Fjöldi athafna- manna úr fjármálaheiminum, út- rásarvíkingar og bankastarfsmenn háttsettir og lágt verða dregnir fyrir dóm. Kærurnar mæta harðri and- spyrnu lögfræðinga hinna ákærðu en Ólafur Þór þumbast áfram eins og hann er vanur. Þegar líður á árið verður þessi hálsstutti lögfræðing- ur orðinn eftirlæti og átrúnaðargoð allrar þjóðarinnar. n Völvan sér mjög undarlegt saka- mál í fréttum á nýju ári. Inn í fréttir af því dragast þekktir aðilar sem áður fóru mikinn í viðskiptalíf- inu. Það sem við fyrstu sýn virðist vera þjófnað- ur og skjalafals reynist vera flókinn vefur yfir- hylmingar, fjárkúgun- ar og nokkurra annarra afbrota. Grunaðir að- ilar málsins bera sakir hver á annan og málið tekur engan enda á árinu heldur verður ann- að slagið í fréttum allt árið. Þetta mál er sveipað dularhjúpi í kristalskúlunni en nafnið Sigurjón sést gegnum þokuna. n Völvan sér Har- ald Johannessen taka hatt sinn og staf og yfirgefa emb- ætti ríkislögreglustjóra. Þetta gerist þegar gerðar verða breytingar á valdsviði embættis- ins sem Haraldi eru ekki að skapi. Deilur tengdar fjárreiðum og við- skiptum embættisins vofa í bak- grunninum. n Völvan sér Bubba Morthens eiga gott ár í vændum. Bubbi er tengdur við þjóðarsálina með ein- stökum hætti. Hann stígur fram snemma á árinu og segir hrein- skilnislega frá samskiptum sínum við nokkra háttsetta menn í sam- félaginu sem taldir eru útrásarvík- ingar. Þetta þykir djarft tiltæki því það sýnir Bubba í óhagstæðu ljósi en hann stendur upp sem sigur- vegari vinsælli en fyrr því þjóðin fagnar sannleikan- um. n Opin- skátt við- tal við Ásgeir Friðgeirsson, fyrrverandi aðstoðarmann Björgólfanna, vek- ur gríðarlega athygli snemma á árinu. Þar segir Ásgeir umbúða- laust frá ýmsu sem gerðist bak við tjöldin á starfstíma sínum. Ásgeir fær uppreist æru í vitund þjóðar- innar í kjölfarið og fer á ný að taka þátt í opinberri umræðu. n Nýtt ár ein- kennist af því að margir sem áður þögðu þora nú að tala. Fleiri en Bubbi Morthens og Ásgeir Frið- geirsson vekja þjóðarathygli fyrir opinskáar frásagnir því það gerir líka Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins. Á nýja árinu sér völvan frásagnir Agnesar í bókar- formi valda gríðarlegri hneykslun og reiði í sumum hópum en að- dáun í öðrum. 2 Völvuspá 2012 30. desember 2011 Áramótablað n Þótt margir hafi orðið til þess að spá ríkisstjórn Jóhönnu og Stein- gríms dauða þá lifir hún áfram. Jón Bjarnason hverfur úr ráðherrastól en Árni Páll Árnason mun víkja sem ráðherra um stundarsakir. Þessi kapall verður rakinn með þeim hætti að Jón Bjarnason fer út og ráðuneyti hans verður lagt undir iðnaðarráðuneyti og þannig verður til margboðað atvinnuvegaráðuneyti. Ráðuneyti Árna Páls verður sameinað fjármála- ráðuneyti eins og Steingrímur hefur viljað. Eftir áramót stendur Katrín Júlíusdóttir upp úr stól sínum og hefur töku fæðingarorlofs. Árni Páll Árnason tekur við hennar ráðuneyti. Katrín hefur boðað fæð- ingu tvíbura í febrúar og fæðingarorlof stendur nálægt ári að jafnaði svo með þessu er Árna Páli tryggð seta í ríkis- stjórn út árið hið minnsta. n Völvan sér Árna Pál þó í nokkrum ólgusjó seint á árinu þegar Katrín snýr aftur. Þar sýnist völvunni stefna í prófkjör þar sem Árni Páll ber skarðan hlut frá borði. n Brotthvarf Jóns veld- ur úlfúð og illdeilum innan stjórnarinnar en í einstökum málum sjá Guðmundur Steingrímsson og þing- menn Hreyfingarinnar til þess að hún verst stóráföllum. Siv Friðleifs- dóttir mun einnig stíga fram sem eindregnari stuðnings- maður stjórnarinnar en áður. Sömuleiðis sér völvan Ragnheiði Ríkharðsdóttur styðja ríkisstjórnina í ein- hverju deilumáli. n Á nýju ári verður Steingrímur J. Sigfús- son skýrari leiðtogi ríkis- stjórnarinnar en áður hefur verið og Jóhanna heldur sig enn meira til hlés á nýju ári en því sem er að líða. Völvan heyrir óminn af umræðu um heilsufar hennar og hugsanlegan arftaka en engar breytingar verða í þeim efnum á nýju ári. n Sem fyrr er það tvennt sem heldur ríkisstjórninni við völd í raun og veru. Annars vegar tregða og ótti stjórnarandstöðu við kosningar og hugsanlega upplausn í kjölfar þeirra. Hins vegar er það djúpstæð þrá vinstrimanna til þess að stjórnin lifi út kjörtímabilið. Enginn vinstrimað- ur með vott af samvisku vill fá þann dóm sögunnar að hafa orðið til þess að fella einu alvöru vinstristjórnina á lýðveldistímanum. Samfylkingin n Samfylkingin á ekki gott ár í vændum sem stjórnmálaflokkur. Ósamlyndis gætir nokkuð í þinglið- inu og sérstaklega er það Sigmundur Ernir Rúnarsson sem ásamt Kristjáni Möller á það til að stíga á tær forystu flokksins. Völvan sér Sigmund lenda í vandræðalegri en kunnuglegri stöðu á árinu. Sigmundur tekur sig á í framhaldinu og lætur lítið fyrir sér fara. n Hnútukast vegna uppgjörsmála við hrunið heldur áfram að ergja samfylkingarmenn og völvan sér bæði Ingibjörgu Sólrúnu og Stein- unni Valdísi Óskarsdóttur fjarlægjast flokkinn með afgerandi hætti og yfir- lýsingum. Völvan sér Björgvin G. Sig- urðsson í mjög vandræðalegri stöðu vegna vitnisburðar sem kemur fram í málflutn- ingi fyrir landsdómi. n Samfylkingin heldur áfram að stríða við forystukreppu því skýr arftaki Jóhönnu er enginn í sjónmáli. Dagur B. Eggertsson hverfur úr kastljósinu og tekst á við verkefni á nýjum vettvangi erlendis. n Völvan sér Jóhönnu Sigurðardótt- ur hverfa úr stóli formanns seint á árinu og Össur Skarphéðinsson láta undan þrábeiðni flokksmanna um að taka að sér embættið um stund- arsakir. Allt kann sá sem bíða kann. Sjálfstæðisflokkurinn n Sjálfstæðismenn eiga ákaflega erf- itt ár í vændum. Völvan sér hjaðn- ingavíg innan flokksins í kjölfar átaka í kringum formannskjör. Þar á Bjarni Benediktsson svolítið erfitt upp- dráttar vegna þess hve stuðningur við hann er takmarkaður. Fram- burður fyrrverandi viðskiptafélaga Bjarna fyrir dómi gerir stöðu hans enn verri. n Flokkurinn og liðsmenn hans og stuðningsmenn er nær samfellt í sviðsljósinu á nýju ári vegna upp- gjörsmála sem tengjast hruninu. Völvan sér Illuga Gunnarsson í ólgusjó vegna Sjóðs 9 sem fylgir honum eins og draugur. Illugi stendur þó af sér áhlaupið sem að hluta til verður rakið til flokkssystkina hans. Deilurnar um afstöðuna til ESB skekja flokkinn á nýju ári og völvan sér fjölmiðla fjalla um klofn- ing flokksins þótt ekki verði hann að veruleika. Völvan sér Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hverfa úr stjórnmál- um á árinu og taka að sér önnur og ólík verkefni. n Völvan sér valinkunnan forystu- mann flokksins og áhrifamann til langs tíma hverfa af sjónarsviðinu og þá hljóðna allar deilur um stund. n Í eftirmál- um formannskjörs í Sjálfstæðisflokknum verður nokkurs konar uppgjör í þingflokknum. Þar sér völvan Ragnheiði Elínu Árnadóttur missa sæti sitt og völvunni sýnist Ill- ugi Gunnarsson setjast í það í hennar stað. Framsóknarflokkurinn n Framsóknarflokkurinn heldur áfram að minnka á árinu. Einstak- ir liðsmenn hans á þingi halla sér í ríkari mæli frá flokksforystunni og nær ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þrjóskast við og tekur harða afstöðu gegn stjórninni hve- nær sem færi gefst. Vigdís Hauks- dóttir mun vekja gríðarlega athygli og deilur þar sem sitt sýnist hverjum um túlkun ummæla hennar. Völvan sér útsendingu frá Alþingi þar sem Vigdís er í aðalhlutverki. n Á miðjum vetri segir þungavigtar- maður utan þings sig úr flokknum og það dregur enn úr trúverðugleika hans. Völvan sér flokkinn í hring- iðu umræðu um fyrir- greiðslu og frændhygli. Halldór Ásgrímsson er þar í afar neikvæðu ljósi. n Gunnlaugur Sigmunds- son og mál hans gegn Teiti Atlasyni bloggara fær nýtt líf á árinu. Nýjar upplýsingar um tengsl Gunnlaugs og Framsóknarflokksins koma fram í dagsljósið með mið- ur geðfelldum blæ og verða enn til þess að auka á vandræði flokks- ins. n Fréttir af skuldaniðurfellingum Finns Ingólfssonar verða enn til þess að auka óþol almennings gagn- vart Framsóknarflokknum. Völvan sér nýjar upplýsingar um vélabrögð Finns í þágu Framsóknar koma fram á árinu. Vinstri-grænir n Vinstri-grænir halda áfram að stríða við innanflokksófrið og róstur út af ýmsum undarlegum málum. Sífellt betur sést að ákveðinn armur flokksins er svartasta afturhald sem völ er á í stjórnmálum dagsins. Veg- ur óánægðra innan flokks- ins vex ekki á nýju ári. Þráinn Bertelsson reynist flokknum betri en eng- inn í erfiðu deilumáli snemma árs þeg- ar málið um kaup Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum kemst aftur á dagskrá. n Völvan sér Svandísi Svavarsdóttur í hvössum stormi sem hún stendur af sér með reisn og staða hennar innan flokks og utan styrkist í kjölfarið. Þau átök snúast um stækkun grið- lands í Þjórsárverum og við Hofs- jökul. Fljótlega kemur í ljós að víð- tækur stuðningur er við málið þvert á flokka og þá koðnar andstaðan mikið til niður. n Völvan sér Steingrím J. styrkja sig í sessi á nýju ári sem leiðtogi ríkis- stjórnarinnar eftir því sem Jóhanna verður umsvifaminni. n Völvan sér Katrínu Jakobsdótt- ur skipta um ráðherrastól á nýja árinu. Hún verður eftir þau umskipti og snöfurlega afgreiðslu einhvers undarlegs deilumáls almennt álitin óskoraður arftaki Steingríms í stól formanns Vinstri-grænna. Hreyfingin n Hreyfingarmenn á Alþingi stríða áfram við sundurlyndisfjandann. Mar- grét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir eru hallari undir stuðning við ríkis- stjórnina en Þór Saari og þetta veldur togstreitu innan hins smáa flokks. Völvan sér Þór Saari í miklum átökum við menn utan þings vegna þátttöku Þórs í einhvers konar atvinnurekstri. Völvan sér Birgittu öðlast tímabund- ið frægð á alþjóðavettvangi vegna mála sem tengjast Wikileaks. Hún fær Stjórnmálin OpinberanirUppgjör Breytingar í nánd? Enginn vinstrimaður með vott af samvisku vill fá þann dóm sögunnar að hafa orðið til þess að fella einu alvöru vinstri- stjórnina á lýðveldistímanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.