Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 16
16 Valsblaðið 2013
lögu um kórstjóra, Gylfa Gunnarsson,
tónlistarkennara og liðsmann Þokkabót-
ar. Dýri fékk annan ráðsliða, Stefán Hall-
dórsson, í lið með sér við undirbúning-
inn. Þeir birtu klausu í Valsfréttum, sem
félagsmálaráðið gaf út nokkrum sinnum
á ári og sendi félögum í Val og íbúum á
Hlíðasvæðinu og þar var boðað til stofn-
fundar og fyrstu æfingar. Gylfi var til í
slaginn og tók fagnandi við nokkrum
Völsurum og Hlíðabúum sem drifu með
sér vini og vandamenn, þannig að á ann-
an tug vonglaðra radda mætti til leiks.
Stefán tók að sér formennsku í kórnum
og keppst var við að fjölga þátttakendum
í fjórraddaðan kór sem gæti sungið fjöl-
breytt kórverk. Kvennaraddirnar voru
fljótlega vel skipaðar, en karlaraddirnar
of fáliðaðar. Þegar leit út fyrir að ekki
myndi úr rætast og kórinn kynni að gef-
ast upp, tóku Dýri og Stefán það til
bragðs að „skylda“ Valsbandið til að
ganga í kórinn – a.m.k. tímabundið – og
þá varð bassaröddin fullskipuð. Raunar
var trommuleikara hljómsveitarinnar
leyft að sleppa þessu, því að hann var
KR-ingur. Þess má geta að í hópi stofn-
félaga kórsins voru ýmsir sem voru ekki
Valsarar og sumir þeirra jafnvel dyggir í
stuðningi við önnur félög. Kórinn hefur
frá upphafi verið opinn öllum þeim sem
hafa rödd sem hæfir kórnum – og eru
reiðubúnir að syngja Valssönginn.
Nokkrar venjur hafa mótast um opin-
beran söng kórsins. Fjórir liðir eru fastir
Þrjá viðburði ber hæst á 20 ára af-
mæli Valskórsins á árinu 2013: Söng-
ferð til Belfast á Norður-Írlandi í
apríl, glæsilega vortónleika í Háteigs-
kirkju í maí og þátttöku í afmælistón-
leikum Landssambands blandaðra
kóra í Hörpu í október. Kórinn hefur
aldrei verið öflugri og þrotlausar æf-
ingar skiluðu sér í flutningi sem hlaut
afbragðs viðtökur hjá áheyrendum.
Tildrögin að stofnun Valskórsins má
rekja til vígslu Friðrikskapellunnar að
Hlíðarenda á afmælisdegi séra Friðriks
25. maí 1993. Dýri Guðmundsson, knatt-
spyrnumaður og gítarleikari, fékk í kjöl-
farið þá hugmynd að stofna kór til að æfa
og syngja í kapellunni. Hann bar hana
síðsumars upp í félagsmálaráði Vals þar
sem hann var formaður og fékk hún góð-
ar undirtektir. Að auki kom hann með til-
eftir Stefán Halldórsson
Valskórinn 20 ára
Valskórinn fremstur á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu á afmælistónleikum Landssambands blandaðra kóra 20. október 2013.
Guðjón Steinar Þorláksson kórstjóri flytur ávarp og færir Knattspyrnufélaginu Val
kórútsetningu sína á Valsmönnum léttum í lund að gjöf á 90 ára afmæli félagsins.