Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 24
24 Valsblaðið 2013 alveg vaknaður og er einhvern veginn fljótandi ennþá. Hvaða setningu notarðu oftast: „Mamma, hvað er í matinn?“ Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig: Ég elska þig. Fullkomið laugardagskvöld: Gott kvöld í góðra vina hópi. Fyrirmynd þín í handbolta: Mér finnst Duvnjak skemmtilegur leikmaður og svo er Bartlomiej Jaszka líka í smá upp- áhaldi. Draumur um atvinnumennsku í hand- bolta: Það hefur náttúrulega verið draum- urinn að komast í atvinnumennsku frá því að maður byrjaði. Er það ekki draumur allra að vinna við það sem þeir elska? Landsliðsdraumar þínir: Það er svo annar draumur að spila með landsliðinu sem maður er búinn að horfa á með aðdáunaraugum í sjónvarpinu. Það væri frábært að ná þeim árangri og mikill heiður. Besti söngvari: Bubbi. Besta hljómsveit: Band of horses er ágæt. Besta bíómynd: Lion King er svona nostalgíu myndin en annars er það örugglega The Perks of being a Wallflo- wer og svo er Drive líka fín. Besta bók: To kill a mockingbird. Besta lag: The Prayer – Kid Cudi. Uppáhaldsvefsíðan: mbl.is Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Manchester United. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Ástríðufullur og í þessu af fullum huga. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Fyrsta flokks, ekkert ábótavant þar. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Verða meira en stórt á landsvísu. Áfram hærra. Fæðingardagur og ár: 3. mars 1993. Nám: Ég er í lyfjafræði í HÍ. Kærasta: Hildur Björnsdóttir. Hvað ætlar þú að verða: Halda áfram að vera handboltamaður og námsmaður og hugsanlega enda sem lyfjafræðingur. Af hverju Valur? Upphaflega byrjaði ég í Val í fótbolta því það var í nágrenninu en hætti svo fljótlega. Svo byrjaði ég í handbolta í Val því Fúsi kom í skólann og var að kynna handboltann og ég gat ekki annað en prufað. Uppeldisfélag í handbolta: Valur. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í handboltanum: Þau hafa verið frábær og alltaf stutt mig þó árangurinn hafi stundum staðið á sér. Þau mæta á alla leiki og það þarf að vera eitthvað mikið að gerast svo það klikki. Af hverju handbolti: Ég var nú í fót- bolta líka en ég valdi handboltann. Besta skýring sem ég hef heyrt fyrir því að velja handbolta yfir fótbolta er sennilega það sem Heimir Ríkharðsson segir alltaf: „Þegar lítið barn sér bolta hvað gerir það við hann? Það sparkar í hann. Svo þegar barnið eldist hvað gerir það þá við bolt- ann? Það tekur boltann upp“. Eftirminnilegast úr boltanum: Senni- lega að spila á EM. Það var líka gaman að spila í bikarúrslitum. Ein setning eftir síðasta tímabil: Það olli vonbrigðum. Koma titlar í hús á tímabilinu: Já ég er sannfærður um það. Besti stuðningsmaðurinn: Það er svo erfitt að pikka einn úr hópnum en stuðn- ingurinn er búinn að vera frábær í vetur. Mulningsvélin er svaka vítamínsprauta og bekkjarfélagarnir standa alltaf fyrir sínu og svo er það náttúrulega Konni kóngur. Erfiðustu samherjarnir: Gummi er hel- víti öflugur og erfiður viðureignar. Erfiðustu mótherjarnir: Ætli það sé ekki bara maður sjálfur, er maður ekki alltaf sjálfum sér verstur? Eftirminnilegasti þjálfarinn: Heimir Rík harðs enda búinn að þjálfa mig næst- um hálfan „ferilinn“. Mun nú reyndar seint gleyma Nonna (Jón Halldórsson) og heraganum sem var í hávegum hafður. Fyndnasta atvik: Það var frekar fyndið þegar Valdimar Grímur tók aukakast, á móti Stjörnunni í fyrra, þegar leiktíminn var búinn. Þá gerði hann sér lítið fyrir og smurði boltanum í skeytin og inn. Hann ætlaði ekki einu sinni að trúa því sjálfur og svipurinn sem kom á manninn var eiginlega ótrúlegri en markið. Hann vissi ekki hvert hann ætlaði og stóð furðu- lostinn þangað til við tókum hann niður og hrúguðum okkur ofan á hann. Þegar hann stóð svo upp aftur var ennþá sami svipur á honum. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Val: Jenný er frábær markmaður sem hefur verið að standa sig vel undanfarið. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Frændurnir frá Ak- ureyri hafa verið að vekja athygli á sér undanfarið. Hvernig líst þér á yngri flokkana í handbolta hjá Val: Mjög vel, það er fullt af efnilegum leikmönnum og svo er gaman að sjá hvað eru margir að æfa. Hvaða áhrif hefur koma Ólafs Stef- ánssonar á handboltann hjá Val: Hann hefur svaka áhrif og er að virkja starfið og vekja það aðeins til lífsins aftur, fá aftur það sem Valur var. Það sést líka bara hvað áhuginn á handboltanum jókst með komu hans aftur í Val. Fleygustu orð: Penninn er máttugri en sverðið. Mottó: Eigi fellur tré við fyrsta högg. Við hvaða aðstæður líður þér best: Tíminn sem líður frá því að maður vakn- ar á morgnana og þangað til maður fer á fætur er alveg magnaður. Maður er ekki Framtíðarfólk Heimkoma Óla Stefáns hefur svaka góð áhrif Bjartur Guðmundsson er tvítugur og leikur handbolta með meistaraflokki Ólafur Stefánsson að fara yfir kosti Bjarts á leikmannakynningu í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.