Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 52
52 Valsblaðið 2013
íslensk lið höfðu spilað á. Það var mjög
auðvelt að afla sér upplýsinga um allt
sem máli skipti og lítil óvissa fyrir okkur
að fara í fyrstu handboltaferðina þangað.
Partille Cup er mjög stórt mót og hundr-
uð liða taka þátt í því. Þátttakendur koma
víða að. Þar eru lið frá Norðurlöndunum
áberandi en einnig eru lið frá mörgum
Afríkulöndum, Asíu og Bandaríkjunum.
Öll dagskráin var algjörlega niðurnegld
áður en við lögðum af stað. Það er frem-
ur einfalt að komast á Partille. Flogið er
beint til Gautaborgar og síðan tekur við
40 mínútna rútuferð að skólanum þar
sem við höldum til á meðan mótið stend-
ur. Það er alltaf sami skólinn sem er und-
irlagður af íslensku liðunum en einnig
voru íslensk lið í annarri byggingu sem
var deilt með liðum frá öðrum löndum.
Hvert lið er með sína stofu en frammi á
göngum eru sameiginlegir sófar og tölv-
ur. Skammt frá er mötuneytið sem þjónar
öllum mótsgestum. Þar var mjög mikið
af hollum og góðum mat í boði. Greini-
lega hugsað sem nauðsynleg næring fyrir
íþróttafólk. Allir leikirnir fara fram á
þremur stórum svæðum en á milli þeirra
er skammur spölur. Öll skipulagning og
allt utanumhald er til fyrirmyndar á Par-
tille Cup. Þegar ekki var verið að keppa
var mögulegt að skreppa í tívolí, þrisvar
voru haldin böll auk þess sem opnun-
arhátíðin og kveðjuhófið voru tilkomu-
mikil. Einn af kostunum við að fara á
Partille er samveran með öðrum hand-
boltakrökkum frá Íslandi. Auðvitað
kannast maður við marga handbolta-
krakka í öðrum liðum eftir að hafa spilað
gegn þeim af og til í mörg ár, en maður
kynnist þeim miklu betur þegar við erum
Nokkur hluti stelpnanna í
þriðja flokki Vals í handbolta
býr yfir ótrúlega mikilli
reynslu af alþjóðlegum
handboltamótum. En það eru
Partille Cup í Gautaborg í
Svíþjóð, Interamnia World
Cup á Teramo (skammt frá
Róm en Adríahafsmegin)
á Ítalíu og Granollers Cup
sem fer fram skammt utan
við Barcelona á Spáni
Blaðamaður Valsblaðsins mælti sér mót
við fjórar þessara stelpna í þeim tilgangi
að festa á blað upplýsingar um hand-
boltamótin sem þær hafa keppt á. Til-
gangurinn er sá að koma á framfæri við
þá sem ráðgera keppnisferð á handbolta-
mót í útlöndum nokkrum fróðleik ef það
mætti verða til þess að létta þeim undir-
búninginn. Þær Guðrún Lilja Gunnars-
dóttir, Hulda Steinunn Þorsteinsdóttir,
Sólveig Lóa Höskuldsdóttir og Vigdís
Birna Þorsteinsdóttir gáfu sér tíma frá
æfingum og námi til að fræða okkur um
þau þrjú handboltamót sem þær hafa sótt.
Stelpurnar segja að öll mótin séu á
svipuðum tíma um mánaðamótin júní-
júlí. Interamniamótið stóð í 7 eða 8 daga.
Granollers Cup er álíka langt. Í öllum til-
fellum þarf að taka með svefnpoka og
vindsæng. En inni í pakkanum á öllum
mótum eru 2–3 máltíðir á dag. Hand-
boltaleikirnir eru frá því um kl. 8 eða 9 á
morgnana og til 9 á kvöldin. Á Ítalíu og
Spáni er tekið langt hádegishlé, sem
heimamenn kalla „siesta“. Síðan er það
tilviljun á hvaða tíma er leikið en þeir
eru oftast 1 eða 2 á hverjum degi. Móta-
fyrirkomulagið er svipað á öllum mótun-
um. Fyrst er keppt í riðlum þar sem geta
verið allt að 6 lið í riðli. En tvö lið kom-
ast upp úr hverjum riðli og keppa með
útsláttarfyrirkomulagi þar til eftir standa
tvö lið sem fara í úrslitaleik mótsins í
sínum flokki. Dregið er um röðun í riðla
en reynt að koma í veg fyrir að mörg lið
frá sama landi lendi í sama riðli. Stelp-
urnar voru sammála um að Partille Cup
væri sterkasta mótið þar sem öflug lið frá
Norðurlöndunum væru fyrirferðarmikil
en á Interamnia og Granollers væri mun
meiri blöndun á sterkum og lakari liðum.
Partille Cup í Svíþjóð
Fyrsta mótið sem stelpurnar fóru á var
Partille Cup. En hvers vegna var ákveðið
að fara á Partille? Einfaldlega vegna þess
að það var svo vel þekkt mót sem mörg
eftir Sigurð Ásbjörnsson
Víðförlu handbolta
stelpurnar í 3. flokki
Gistiaðstaðan hjá Vals-
stelpunum á Spáni.
Glæsileg opnunarhátíð á
Granollersmótinu á Spáni.