Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 47
Starfið er margt
í yngri flokkum er mikilvægt fyrir ein-
staklingana og liðið en þó er það ekki
það mikilvægasta að mínu mati. Það sem
er mikilvægast er að leikmenn fái sem
bestu mögulegu þjálfunina og kennslu í
gegnum þetta ferli sem þeir fara í gegn-
um í yngri flokka starfinu. Ef það tekst
vel þá koma sigrar og titlar sjáflkrafa en
hugarfar sigurvegarans þarf að vera til
staðar svo það gangi. Það má því kenna
fólki leikinn sjálfan og einnig kenna
fólki að hugsa eins og sigurvegarar. Ef
það tekst þá er ekki hægt að biðja um
meira.
flokk sem síðan myndar liðið árið 2014.
Annað hvort þarf þjálfarinn að meta
hvort eigi að lækka eða hækka kröfurnar.
Allt fer það eftir getu einstaklinganna og
liðsins hverju sinni. Þetta setur pressu á
þjálfara því þjálfarar eiga að kenna og
vera leiðbeinendur. Þjálfarinn ber ábyrgð
á því að liðið og leikmennirnir séu að
bæta sig. Ef þjálfarinn setur miklar kröf-
ur á að leikmenn æfi 100% og geri allt
eins vel og þeir geta og það tekst, þá er
ákveðnum sigri náð. Sigrar í leikjum og
jafnvel mótum verða þá eftirfari þess.
Heildarmyndin mikilvæg
Að mínu mati skal því varast að horfa
einungis á unna leiki á móti töpuðum
leikjum sem ,,mælistiku“ á árangur í
yngri flokkum. Horfa skal á heildar-
myndina því yngri flokka starf á að snú-
ast fyrst og fremst um það að leikmenn
fari í gegnum ákveðna leið sem miðast
við að leikmenn læri þá þætti leiksins
sem þeir eiga að læra hverju sinni. Einn-
ig á yngriflokka starf að snúast um það
að kenna leikmönnum að vera sigurveg-
ari og kenna þeim hvað það snýst í raun
um að vera sigurvegari. Yngriflokka
starf snýst einnig um að stóru leyti um
það að kenna iðkendum að vera heilbrigð
líkamlega, styrkja félagsleg tengsl þeirra,
gera þeim kleift að eignast vini og hafa
gaman. Því lengra sem leikmaðurinn fer
í þessu ferli því meira lærir hann. Eitt af
markmiðum yngriflokka starfs er líka að
að skila sem flestum leikmönnum upp í
meistaraflokk félagsins og að sem fæstir
hætti að stunda íþróttir. Það gengur mis-
vel eftir árgöngum eins og gefur að
skilja.
Það að vinna mót og sigra marga leiki
Valsstelpurnar í 3.
flokki fagna sigri á
Rey Cup sumarið
2013.
Verið velkomin í glæsilega
Valsbúð okkar að Hlíðarenda
Í búðinni fæst allur nauðsynlegur varningur til íþróttaiðkunar, Vals
búningar og gallar frá Hummel ásamt ýmsum öðrum varningi eins
og derhúfum, treflum, Valsbrúsum o.fl. Hægt að merkja treyjurnar á
staðnum. Í Valsbúðinni geta iðkendur, foreldrar og félagsmenn
græjað sig upp í rauða litnum, rækilega merktir félaginu okkar!
Búðin er opin milli kl. 16 og 18
á virkum dögum auk þess sem hún
er opin á leikdögum.
Nánari upplýsingar á valur.is