Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 109

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 109
Valsblaðið 2013 109 og upphaflega var ætlunin, en reglur KSÍ heimila leikmönnum aðeins að spila með tveimur félögum í sama móti. Það hefði ekki síður gert varamönnum A-liðs Vals gott, sem fengu sumir stuttan leiktíma í sumar, því þeir voru ekki löglegir í B- liðs leikina, öfugt við varamenn A-liðs Víkinga. Þegar upp var staðið reyndist ólíkt heilladrýgra að þeim þriðjungi leikmanna sem ekki náði inn í A-liðs kjarnahópinn, gafst tækifæri á að þroskast og taka fram- förum á öðrum vígstöðvum í stað þess að horfa á félaga sína leika heilt sumar. Greinarhöfundur átti nokkurn þátt í undir- búningi þessa verkefnis og er afar stoltur yfir aðkomu sinni að því. Víkingum er þakkað ánægjulegt, íþróttamannslegt sam- starf sem vissulega reyndi nokkuð á radd- böndin, en það er tilhlökkunarefni að hrópa á ný: „Áfram Valur!“ Eftir Jón Gunnar Bergs Þegar leið á sl. vetur varð ljóst að 3. flokkur karla í knattspyrnu stóð frammi fyrir gamalkunnu vandamáli. Flokkurinn var skipaður ríflega 20 iðkendum, alltof mörgum fyrir eitt 11 manna knattspyrnu- lið, en alltof fáum til að hægt væri að tefla fram tveimur liðum. Yrði aðeins eitt lið skráð til keppni í Íslandsmóti var ljóst að um þriðjungur iðkenda fengi lítil sem engin tækifæri til þátttöku í alvöru kapp- leikjum um sumarið. Með tvö lið skráð til leiks yrðu sífelld vandræði að manna seinna liðið og á brattann að sækja, líkt og raunin varð fyrir tveimur árum hjá þessum árgöngum í fjórða flokki. Með þau meginmarkmið að leiðarljósi að skapa iðkendum verkefni við hæfi, þroska þá knattspyrnulega og lágmarka brottfall leituðu aðstandendur flokksins lausna ásamt þjálfaranum Jóhanni Hreið- arssyni og starfsmönnum KSÍ. Eftir nokkra yfirlegu varð niðurstaðan sú að besta lausnin væri að skrá til keppni sameiginlegt B-lið með öðru félagi. Reglur KSÍ heimila hins vegar ekki tveimur félögum að skrá sameiginlegt B- lið eingöngu og því var ekki um annað að ræða, ef þessi lausn átti að verða að veruleika, en að iðkendur frá tveimur fé- lögum kepptu undir nafni annars félags- ins. Hófst nú leit að öðru félagi með þriðja flokk í svipaðri stöðu og við Valsmenn, þ.e. ríflegan fjölda iðkenda en þó án þess að ná að manna B-lið. Hugmyndin var viðruð við nokkur félög og hjá Víkingum fundum við Valsmenn strax þann íþrótta- anda sem leitað var eftir. Ákveðið var að leggja félagaríg strax til hliðar og snemma árs 2013 var gerður ítarlegur samningur um samstarf milli þriðja flokks félaganna á komandi sumri. Aðal- atriði samningsins fólst í því að Valur skuldbatt sig til að senda inn félagaskipti 4–6 leikmanna í Víking fyrir fyrsta leik í Íslandsmóti, en þar var m.a. einnig kveð- ið á um búningamál, leiktíma leikmanna, greiðslu æfingagjalda til Vals, æfingar Valsmanna hjá Val, sameiginlegar æfing- ar félaganna, sameiginlega stjórnun þjálfara í leikjum o.fl. Samningurinn tók aðeins til leikmanna á yngra ári í Val og ríkti mikil samstaða um hann meðal leikmanna, forráða- manna þeirra og forystu Vals sem studdi samstarfsverkefnið af einhug. Á vormán- uðum valdi Jóhann þjálfari A-liðs hóp flokksins fyrir sumarið og þegar upp var staðið léku sjö leikmenn Í Víkingspeys- unni yfir Valspeysunni sl. sumar. Strák- arnir fengu átta erfiða leiki, m.a. á Voda- fonevellinum (Valspeysur eingöngu), á aðalvelli Þórs á Akureyri, á Ísafirði og í Þorlákshöfn. Eftir síðasta leik var gengið frá félagaskiptum þeirra allra aftur í Val og er ekki nokkur vafi á að strákanir mæta betur undirbúnir en ella til leiks í þriðja flokki nk. sumar. Ekki veitir af, því eftir glæsilegan sigur A-liðs Vals í C-deild sl. sumar leikur flokkurinn í B-deild nk. sumar, m.a. gegn Víkingum. Heilt yfir var samstarfið við Víking farsælt og til eftirbreytni í viðlíka að- stæðum. Reynslan af sam- starfinu undirstrikaði líka mikilvægi félagsskaparins í hópíþróttum. Því miður komust sameiginlegar æf- ingar félaganna aldrei á koppinn eins og til stóð og bar liðið merki þess að samhæfingu vantaði, þótt sú staðreynd að strákarnir fóru þessa vegferð sjö saman gerði hana auðveld- ari á allan hátt. Einnig hefði sennilega verið æski- legt að breyta hópnum lít- illega um mitt sumar eins ÁFRAM VÍKinGUR! Helgi Þorsteinsson (t.v.), Arnar Geir Geirsson (annar frá hægri) og Víkingurinn Torfi Jökull Hauksson (lengst til hægri) þjarma að Þórsaranum Gylfa Kristjánssyni. Í baksýn glittir í Róbert Snæ Ólafsson. Árni Davíð Bergs markvörður Víkings (Vals) einbeittur á svip í leik á aðalvelli Þórs í sumar, en Þórsarinn Óðinn Freyr Heiðmarsson er ekki kátur. Á upp skeru­ hátið knattspyrnudeildar Vals sl. haust fékk Árni Davíð viðurkenningu flokkins fyrir mestar framfarir á árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.