Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 53

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 53
Valsblaðið 2013 53 saman nánast allan daginn í nokkra daga. Margir af þessum krökkum verða góðir vinir upp frá þessari samveru. Interaminia Worldcup mótið á Ítalíu Þegar við fórum til Ítalíu á Interamnia þá vissum við ekkert hvert við værum að fara eða á hverju við ættum von. En við vorum einstaklega heppnar með verð í þá ferð og það réð mestu um staðinn sem við völdum. Flugið tók rúma fjóra tíma og síðan tók við fjögurra tíma rútuferð. Við gistum í munaðarleysingjaheimili sem starfaði ekki yfir sumartímann. Þar gistum við í kojum og hvert herbergi hafði aðgang að eigin snyrtingu. Það var mjög notalegt þar sem við höfðum húsið fyrir okkur. Við vorum með langflottustu aðstöðuna af öllum liðunum og héldum til í litlum bæ skammt frá Teramo þar sem mótið var. Foreldrarnir voru á hóteli og þar gisti einnig sænskt lið. En flest liðin gistu í skóla. Liðin komu víða að og það var töluvert af liðum frá Norðurlönd- unum að spila. Sigurvegarinn í okkar flokki var danskt lið sem við kepptum gegn, en við töpuðum með einu gegn þeim. Norðurlöndin áttu sigurliðin í öll- um flokkum á mótinu. Við kepptum t.d. bara við lið frá Norðurlöndunum. Fyrir leiki kom rúta og fór með okkur á torg sem var í tveggja mínútna göngufjarlægð frá leikstað. En það var frekar langt á milli keppnisvalla. Iðulega um 20 mín- útna gangur og við vorum iðulega á nýj- um og nýjum velli. Útivellirnir voru af ýmsum toga. Stundum malbik, stundum hellulagðir, jafnvel steyptir og dúklagðir en einu sinni spiluðum við inni. Við lent- um í þvi að spila einn leik í 45°C hita. Fyrstu 5 mínúturnar hlupum við fram og til baka, en síðan spiluðum við bara göngubolta þar sem hluti liðsins var í vörn og hluti í sókn. Félagslegu atburð- irnir af hálfu mótshaldara voru opnun- arhátíðin, fegurðarsamkeppni og ball sem var haldið utandyra á fótboltavelli. Við fengum afhentan bikar í mótslok og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því fyrir hvað við fengum hann, en við þóttum prúðasta liðið sem var samt dálít- ið undarlegt því við fengum mjög margar brottvísanir. Við vorum svo heppnar að það var stuttur göngutúr fyrir okkur nið- ur á strönd og þangað fórum við oft þeg- ar ekki voru leikir. Dagskráin var mjög opin fyrir utan leikina og umhverfið mjög fallegt og skemmtilegt. Við fórum tvisvar í búðir, í vatnsrennibrautargarð. Við vorum mjög hrifnar af þessu móti. Þessi frábæra aðstaða þjappaði okkur mjög vel saman. Við vorum algjörlega út af fyrir okkur og eiginlega búnar að ákveða að fara aftur á staðinn. Granollers Cup mótið á Spáni Granollers varð fyrir valinu vegna þess að við vorum svo ánægðar með það að ævintýramennskan hafði leitt okkur til Ít- alíu. Við vorum þess því vissar að okkur biði sams konar ævintýri á Spáni. Gra- nollers mótið er mun stærra en Inter- amnia. Það voru á milli 200 og 250 lið sem spiluðu um leið og við. Við áttum þess kost að borga 30 þúsund krónum meira fyrir að gista á hóteli en við af- þökkuðum það. Það voru mikil mistök. Við gistum einar í einhverju herbergi í íþróttahúsinu. Þar iðaði allt í maurum. Þess utan var loftræstingin að gera okkur lífið leitt. Ef hún var ekki í gangi þá var ólíft fyrir hita en þegar hún var í gangi þá skulfum við úr kulda. Fyrir gluggun- um voru rimlar að utanverðu en einhverj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.