Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 106

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 106
106 Valsblaðið 2013 eftir Guðna Olgeirsson framhjá þeim tíma sem Elísabet Gunn- arsdóttir þjálfaði bæði yngri flokka og meistaraflokk kvenna hjá félaginu, en Elísabet þjálfaði hana í nokkur ár á Hlíð- arenda áður en hún fór til Svíþjóðar. „Elísabet lagði að mínu mati grunninn að því mikla og góða kvennastarfi sem hef- ur verið unnið á undanförum árum. Ég er einnig alveg viss um að fyrir yngri leik- menn félagsins hefur það verið ómetan- legt að alast upp með frábærar fyrir- myndir í meistaraflokki kvenna sem hafa gjarnan gefið mikið af sér til yngri flokka. Ákveðinn stöðugleiki hefur verið í þjálfaramálum kvennamegin og þar hafa stelpur á síðustu árum farið upp í meistaraflokk án þess að hafa haft marga þjálfara í gegnum yngri flokka starfið.“ Hvers vegna ákvaðst þú að rannsaka íslenskar knattspyrnukonur í lokaritgerð þinnni í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík? „Ég æfði fótbolta frá 6 ára aldri og hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttinni. Eft- ir að hafa æft með Fylki þangað til í 3. flokki skipti ég yfir í Val. Ég var hluti af Valsliðinu árin 2006–2009 sem vann nánast allt sem hægt var að vinna á þeim tíma. Á þeim tíma æfði ég með bestu knattspyrnukonum landsins sem voru svo uppistaðan í kvennalandsliðinu sem hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Þessi ár voru að sjálfsögðu mjög lærdómsrík þar sem hugsunarháttur allra þeirra sem komu að hópnum var til fyrir- myndar. Þarna gat ég fylgst með því hvernig framúrskarandi þjálfarar og leik- menn æfðu. Seinna meir var ég svo hluti af liðum sem voru ekki jafn sigursæl, ég var á þeim tíma vör við mikinn mun á hugsunarhætti leikmanna. Eftir að ég hætti sjálf að æfa fótbolta árið 2010 velti ég því mikið fyrir mér af hverju mér fannst þessi munur svona mikill og hver er í rauninni ástæðan fyrir því að sumir leikmenn ná meiri árangri en aðrir. Það var aðallega vegna þeirra reynslu sem mig langaði að tengja lokaverkefni mitt við íslenskar knattspyrnukonur og hugar- far.“ Margrét Magnúsdóttir byrjaði að æfa knattspyrnu 6 ára, gekk til liðs við Val í 3. flokki og var hluti af sigurælu kvennaliði félagins tímabilin 2006– 2009. Hún hefur einnig mikla reynslu af þjálfun yngri flokka hjá Val og hefur þar náð frábærum árangri. Hún er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lokaritgerðin hennar er samanburðarrannsókn á íslenskum knattspyrnukonum sem léku í efstu deild kvenna á árunum 2007–2012. Blaðamaður Valsblaðsins lagði nokkrar spurningar fyrir Margréti um eigin þjálf- araferil, sigurhefðina í kvennaknatt- spyrnu hjá Val og hvað einkenni góðan þjálfara. Einnig var Margrét beðin að greina frá helstu niðurstöðum í rannsókn sinni á íslenskum knattspyrnukonum sem tengdist lokaverkefni hennar í íþrótta- fræðum við HR. Góður þjálfari verður að ná til iðkenda sinna Margrét hefur þjálfað hjá Val í mörg ár og hefur þjálfað mjög marga af yngri iðkendum Vals með góðum árangri. Síð- astliðið sumar náði hún frábærum ár- angri ásamt Birki Erni með 4. flokk kvenna sem varð í lok sumars Íslands- meistari A liða eftir harða baráttu. Að- spurð um hvað einkenni góðan þjálfara þá hefur hún um það afar mótaðar hug- myndir „Ég myndi segja að einkenni góðs þjálfara í yngri flokkum væri eigin- leiki hans að ná til iðkenda sinna, búa yfir ákveðnum sannfæringarkrafti sem hvetur iðkendur áfram, kveikir áhuga og veitir leiðsögn bæði í þeirri íþróttagrein sem viðkomandi þjálfar jafnt sem í lífinu sjálfu. Ég tel einnig mikilvægt að þjálfari haldi ákveðnum aga á hópnum sem hann vinnur. Mér finnst líka mikilvægt að þjálfari sýni starfi sínu áhuga og sé tilbú- inn að leggja á sig meiri vinnu en krafist er af honum miðað við hefbundinn æf- ingatíma. Ég held að það sé ekki hægt að horfa framhjá því að gott skipulag skiptir miklu máli í starfi þjálfarans. Mér finnst einkennandi fyrir góðan yngri flokka þjálfara að hann er meðvitaður um stöðu hópsins sem unnið er með sem og stöðu einstaklinga innan hópsins.“ Hvernig vilt þú skýra út velgengni yngri flokka Vals í kvennaknattspyrnu á undanförnum árum? Margrét segir að mjög erfitt sé að horfa Leiðin að sigrinum Mikilvægara fyrir þjálfarar að kenna iðkendum leiðina að sigrinum í stað þess að einblína á það eitt að sigra Stelpurnar í meistaraflokki fagna einu af fjölmörgu mörkum sumarins 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.