Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 87

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 87
Valsblaðið 2013 87 Fl PAN280+347_IS.eps Painter70+Ff_P280_A4_IS.eps Vigdís leikur nú sitt fjórða tímabil með Val en hún skipti úr Fram vegna þess að hún lék einnig fótbolta með Val og fannst óþarflega flókið að vera í tveimur félögum. Frábær aðstaða og mjög góðir þjálfarar auðvelduðu líka þessa ákvörðun að skipta um félag. Hvers vegna handbolti, hefur þú æft aðrar greinar? „Hafði æft líka fótbolta þangað til í sumar, en valdi handboltann vegna þess að ég hef meiri vilja og áhuga til að ná langt þar og finnst hann líka skemmtilegri.“ Hvernig gekk ykkur á þessu ári? „Okkur gekk ekki alveg nógu vel á síð- asta tímabili, komumst ekki upp úr 2. deild og náðum heldur ekki langt í bik- arnum. Flokkurinn fór á mót á Spáni í sumar, Granollers Cup, en ég fór ekki með. Mér finnst hópurinn vera mjög góður. Erum með mikla breidd og náum vel saman utan vallar líka.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Þjálfar- arnir mínir eru frábærir, gæti ekki fengið betri þjálfara þótt víða væri leitað. Góður þjálfari finnst mér vera sá sem gerir leik- mann að betri leikmanni, gerir kröfur til þeirra og lætur þá fara út fyrir þæginda- ramman til að ná framförum.“ Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. „Utanlandsferðirnar eru alltaf efst í huga en síðan er það líka þegar þegar við vorum á Ítalíu og Lea gamli markmaðurinn okkar og Kalli Erlings voru fengin til að dæma í fegurðarsam- keppni í mótinu og Lea var kynnt sem besta handboltakona Íslands, en þá héldu þau að hún væri fararstjórinn okkar, Hrabba.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í hand- boltanum? „Þær eru nokkrar, en þær sem standa upp úr eru Hrafnhildur Skúla og Anna Úrsúla.“ Hvað þarf til að ná langt í handbolta eða íþróttum almennt? „Þarft í fyrsta lagi að hafa viljann til að ná langt, líka mikið keppnisskap og síðan skapar æf- ingin auðvitað meistarann. Helsta sem ég þarf að bæta núna er t.d. skot og styrkur. En auðvitað er alltaf hægt að bæta allt.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í handbolta og lífinu almennt? „Draum- urinn er að vera fastamaður í A-landslið- inu og komast út í atvinnumennskuna, t.d. í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð, og að lokum bara lifa góðu og hamingju- sömu lífi. Eftir 10 ár verð ég byrjunar- liðsmanneskja í A-landsliðinu og búin að fara út að spila, hvort sem ég væri þar ennþá eða ekki.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú Mikilvægt að fara út fyrir þægindarammann til að ná framförum Vigdís Birna Þorsteinsdóttir er 17 ára og leikur handbolta með 3. flokki fengið frá foreldrum þínum? „Hef fengið mikinn stuðning frá foreldrum mínum í sambandi við handboltann eða íþróttir yfir höfuð. Mér finnst stuðningur foreldra mjög mikilvægur, þau eiga klár- lega hluta í árangrinum.“ Hvernig er aðstaðan á Hlíðarenda til að æfa handbolta? „Valur er með eina af bestu aðstöðunum á landinu til að æfa handbolta svo ég get ekki verið annað en sátt. Það eina sem Hlíðarenda vantar er gervigrashöll að mínu mati.“ Hver eru þín einkunnarorð (mottó)? „Þú uppskerð eins og þú sáir.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik, 11. maí 1911.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.