Són - 01.01.2007, Page 10
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON10
una á fyrirbærinu og ef til vill þá lífseigustu, þrátt fyrir að hún hafi
verið gagnrýnd ótæpilega og það með nokkuð sannfærandi rökum.
Þá verður sagt frá kenningu um sameiginlegan uppruna sérhljóðanna
sem sumir hafa talið geta skýrt sérhljóðastuðlunina. Þriðja kenningin
byggist á því að sameiginlegur þáttur í öllum sérhljóðum [+sérhljóða-
kenndur] ([+vocalic]) geri það að verkum að þeir geti staðið hver
fyrir annan í stuðlun. Að lokum verður rætt um kenningar sem gera
ráð fyrir að það séu eftir allt saman alls ekki sérhljóðarnir sem stuðla
saman heldur tóm sem myndast í framstöðu orða þegar enginn sam-
hljóðakenndur þáttur er lengur til staðar. Í lokin verða þessar kenn-
ingar svo bornar saman og reynt að ráða í trúverðugleika þeirra,
hverrar um sig. Markmið greinarinnar, fyrir utan að rekja forvitnilega
sögu kenninganna, er að reyna að komast að niðurstöðu um það hver
sé hin raunverulega skýring á gátunni um sérhljóðastuðlunina.
Raddglufulokun
Lengi hefur því verið haldið fram að sérhljóðarnir geti stuðlað hver
við annan vegna þess að þeir hefjist á raddglufulokun sem sé eins hjá
þeim öllum og því hafi skáld og aðrir ljóðaunnendur skipað þeim í
sama jafngildisflokkinn. Þessi kenning var almennt viðurkennd af
fræðimönnum. Eduard Sievers segir um þetta: „Allir sérhljóðar stuðla
saman vegna þess að þeir hafa sameiginlegt upphafshljóð.“4
Raddglufulokun er algeng í íslensku þó að málnotendur veiti henni
oft alls enga athygli. Mjög oft verður hún við upphaf áhersluatkvæða
sem byrja á sérhljóði. Þegar sagt er: „Viltu OPNA dyrnar?“ er lögð
sérstök áhersla á sagnorðið og það slitið frá því sem á undan fer og
mikill þungi lagður á fyrsta atkvæðið; [echpna]. Því hefur verið haldið
fram að raddglufulokhljóðið sé eins konar hlutlaust hljóð, þ.e. lok-
hljóð án myndunarstaðar.5
Sá sem fyrstur setti fram kenninguna um þetta sameiginlega upp-
hafshljóð allra sérhljóða var Karl Moritz Rapp.6 Rapp heldur því
fram að allir sérhljóðar í framstöðu hefjist á raddglufulokun. Þessi
lokun, sem hann kallar „spiritus lenis“ (þetta heiti skýrir hann þannig
að umrætt hljóð sé til í grísku og beri þar þetta nafn), gerir það að
4 Alle silbische vocale alliterieren unter einander vermöge ihres gleichen stimmein-
satzes. Sievers (1893:36). Sievers skipti þó síðar um skoðun á þessu, sjá 1901:§ 386.
(Sjá auk þess t.d. Heusler 1925:95 og Pipping 1903:1 o.áfr.)
5 Kristján Árnason (2005:157).
6 Rapp (1836).