Són - 01.01.2007, Qupperneq 10

Són - 01.01.2007, Qupperneq 10
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON10 una á fyrirbærinu og ef til vill þá lífseigustu, þrátt fyrir að hún hafi verið gagnrýnd ótæpilega og það með nokkuð sannfærandi rökum. Þá verður sagt frá kenningu um sameiginlegan uppruna sérhljóðanna sem sumir hafa talið geta skýrt sérhljóðastuðlunina. Þriðja kenningin byggist á því að sameiginlegur þáttur í öllum sérhljóðum [+sérhljóða- kenndur] ([+vocalic]) geri það að verkum að þeir geti staðið hver fyrir annan í stuðlun. Að lokum verður rætt um kenningar sem gera ráð fyrir að það séu eftir allt saman alls ekki sérhljóðarnir sem stuðla saman heldur tóm sem myndast í framstöðu orða þegar enginn sam- hljóðakenndur þáttur er lengur til staðar. Í lokin verða þessar kenn- ingar svo bornar saman og reynt að ráða í trúverðugleika þeirra, hverrar um sig. Markmið greinarinnar, fyrir utan að rekja forvitnilega sögu kenninganna, er að reyna að komast að niðurstöðu um það hver sé hin raunverulega skýring á gátunni um sérhljóðastuðlunina. Raddglufulokun Lengi hefur því verið haldið fram að sérhljóðarnir geti stuðlað hver við annan vegna þess að þeir hefjist á raddglufulokun sem sé eins hjá þeim öllum og því hafi skáld og aðrir ljóðaunnendur skipað þeim í sama jafngildisflokkinn. Þessi kenning var almennt viðurkennd af fræðimönnum. Eduard Sievers segir um þetta: „Allir sérhljóðar stuðla saman vegna þess að þeir hafa sameiginlegt upphafshljóð.“4 Raddglufulokun er algeng í íslensku þó að málnotendur veiti henni oft alls enga athygli. Mjög oft verður hún við upphaf áhersluatkvæða sem byrja á sérhljóði. Þegar sagt er: „Viltu OPNA dyrnar?“ er lögð sérstök áhersla á sagnorðið og það slitið frá því sem á undan fer og mikill þungi lagður á fyrsta atkvæðið; [echpna]. Því hefur verið haldið fram að raddglufulokhljóðið sé eins konar hlutlaust hljóð, þ.e. lok- hljóð án myndunarstaðar.5 Sá sem fyrstur setti fram kenninguna um þetta sameiginlega upp- hafshljóð allra sérhljóða var Karl Moritz Rapp.6 Rapp heldur því fram að allir sérhljóðar í framstöðu hefjist á raddglufulokun. Þessi lokun, sem hann kallar „spiritus lenis“ (þetta heiti skýrir hann þannig að umrætt hljóð sé til í grísku og beri þar þetta nafn), gerir það að 4 Alle silbische vocale alliterieren unter einander vermöge ihres gleichen stimmein- satzes. Sievers (1893:36). Sievers skipti þó síðar um skoðun á þessu, sjá 1901:§ 386. (Sjá auk þess t.d. Heusler 1925:95 og Pipping 1903:1 o.áfr.) 5 Kristján Árnason (2005:157). 6 Rapp (1836).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Són

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.