Són - 01.01.2007, Page 11

Són - 01.01.2007, Page 11
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 11 verkum að hans mati að sérhljóðar taka á sig mynd samhljóða þegar þeir eru í framstöðu og lokunin er eins hjá þeim öllum. „Þegar ég segi e, er ég að bera fram tvö hljóð,“7 sagði Rapp. Þar á hann annars vegar við sérhljóðann sjálfan og hins vegar eins konar samhljóð sem tal- færin verða að mynda til að sérhljóðið geti orðið til. Þetta hljóð, sem myndast við raddglufulokunina, kallar Rapp „Mitlaut“ (Mitlaut þýðir í rauninni samhljóð) og segir að það sé óhjákvæmileg byrjun hvers sérhljóðs. Vegna þessa raddglufulokhljóðs skynjuðu skáldin fram- stöðusérhljóðana sem nokkurs konar samhljóða og settu þá alla í sama jafngildisflokkinn. Fræðimenn voru, eins og fyrr segir, lengst af sáttir við þessa skýringu og henni var ekki mótmælt fyrr en undir lok 19. aldar að Axel Kock8 setti fram aðra skýringu á sérhljóðastuðlun- inni (sjá síðar) og gagnrýndi jafnframt kenningu Rapps. Kenningin um raddglufulokun gagnrýnd Gagnrýni Kocks á raddglufulokunarkenninguna var af tvennum toga. Annars vegar taldi hann alls ekki sannað að þessi raddglufu- lokun hefði yfirleitt verið til í tungumálinu á þeim tíma sem hér er rætt um og hins vegar taldi hann afar ólíklegt, þó svo að þessi radd- glufulokun hefði fundist í tungunni, að hún hefði getað haft afgerandi áhrif á jafngildisflokka í stuðluðum kveðskap.9 Kock benti á að hljóð- ið sem um ræðir er svo veigalítið í venjulegu tali að til að heyra það þarf þjálfað eyra. Hann segir: „Við verðum þá að gera ráð fyrir að for- feður okkar hafi verið svo færir í notkun – ekki málhljóða – heldur málhljóðsafbrigða, að þeir að því leyti hafi staðið langt framar nú- tímafólki“.10 Í framhaldinu setti Kock svo fram sína eigin skýringu á sérhljóðastuðluninni eins og síðar verður vikið að. Otto Jiriczek11 ritaði gagnrýni um bók Kocks og var honum sam- mála um að kenning Rapps um raddglufulokunina stæðist alls ekki og væri gagnslaus til skýringar á sérhljóðastuðluninni. Jiriczek gat hins vegar ekki heldur fellt sig við skýringu Kocks á sérhljóðastuðlun og 07 Wenn ich e sage, so hab’ ich schon zwei Buchstaben ausgesprochen, … (Rapp 1936:53). 08 Kock (1889–1894). 09 Suzuki (1996:309–310) komst að sömu niðurstöðu. 10 Skulle man då kunna misstänka, att våra förfäder varit så fina iakttagare – icke av språk-ljud utan – av språljuds-modificationer, att de vida övergått våra dagars pub- lik? Kock (1889–94:113). 11 Jiriczek (1896:547–548).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.