Són - 01.01.2007, Page 13
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 13
Kenningin endurvakin
En kenningin um raddglufulokunina var síður en svo úr sögunni þó
að hart væri að henni sótt í kringum aldamótin 1900. Árið 1948 sendi
Louis L. Hammerich17 frá sér bók sem hann nefndi Laryngeal before
sonant. Þar ræðir hann18 um hina margnefndu bragfræðilegu þver-
stæðu að til forna hafi samhljóðarnir aðeins stuðlað innbyrðis en
sérhljóðar hafi stuðlað hver á móti öðrum. Sérhljóðastuðlunina skýrir
hann með því að þegar þessi kveðskapur varð til hafi allir sérhljóðar
hafist á sams konar hljóði (raddglufulokun) þannig að stuðlunin hafi
í öllum tilvikum verið byggð á sams konar samhljóðum (b stuðlaði
aðeins við b, f aðeins við f, – raddglufulokun aðeins við radd-
glufulokun). Hammerich telur að raddglufulokunin tengist barka-
hljóði (laryngeal phoneme) sem var til í indo-evrópsku og bendir á að
slíkt barkahljóð sé að finna í grísku.19
Svipað sjónarmið kemur fram í grein eftir Helmuth Scharfe árið
1972.20 Hann víkur að því, sem fram kom hjá Classen og áður hefur
verið nefnt, að raddbandaönghljóðið átti sér ekkert tákn í stafrófinu.
Eins og fyrr kom fram taldi Classen þetta benda ótvírætt gegn því að
raddglufulokunin hefði getað átt þátt í stuðluninni en Scharfe gerir
lítið úr þeim rökum og segir þetta ekki gefa neina endanlega vís-
bendingu um það.21 Scharfe er eindregið á þeirri skoðun að hin
upphaflega kenning Rapps og fleiri sé rétt. Niðurstaða hans er þessi:
„Það er því í rauninni þessi raddglufulokun sem á sinn hátt ber uppi
sérhljóðastuðlunina, rétt eins og hver annar samhljóði, en ekki sér-
hljóðinn sjálfur.“22
Í bókinni Alliteration and sound change in Early English tekur höf-
undurinn, Donka Minkova, eindregna afstöðu með þeim sem aðhyll-
ast kenninguna um raddglufulokun til að skýra sérhljóðastuðlun-
17 Hammerich (1948).
18 Hammerich (1948:32–33).
19 Þ.e. spiritus lenis sem Rapp nefndi upphaflega í bók sinni sem vitnað var til hér að
framan. Nú nýlega hefur Lass (1995:143 o.áfr.) tekið undir skoðun Hammerichs.
20 Scharfe (1972).
21 Scharfe (1972:158).
22 Danach ist es eigentlich dieser Stimmeeinsatz, der in derselben Weise wie die
anderen Konsonanten den Stabreim trägt, und nicht etwa der Vokal. Scharfe
(1972:157).