Són - 01.01.2007, Síða 13

Són - 01.01.2007, Síða 13
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 13 Kenningin endurvakin En kenningin um raddglufulokunina var síður en svo úr sögunni þó að hart væri að henni sótt í kringum aldamótin 1900. Árið 1948 sendi Louis L. Hammerich17 frá sér bók sem hann nefndi Laryngeal before sonant. Þar ræðir hann18 um hina margnefndu bragfræðilegu þver- stæðu að til forna hafi samhljóðarnir aðeins stuðlað innbyrðis en sérhljóðar hafi stuðlað hver á móti öðrum. Sérhljóðastuðlunina skýrir hann með því að þegar þessi kveðskapur varð til hafi allir sérhljóðar hafist á sams konar hljóði (raddglufulokun) þannig að stuðlunin hafi í öllum tilvikum verið byggð á sams konar samhljóðum (b stuðlaði aðeins við b, f aðeins við f, – raddglufulokun aðeins við radd- glufulokun). Hammerich telur að raddglufulokunin tengist barka- hljóði (laryngeal phoneme) sem var til í indo-evrópsku og bendir á að slíkt barkahljóð sé að finna í grísku.19 Svipað sjónarmið kemur fram í grein eftir Helmuth Scharfe árið 1972.20 Hann víkur að því, sem fram kom hjá Classen og áður hefur verið nefnt, að raddbandaönghljóðið átti sér ekkert tákn í stafrófinu. Eins og fyrr kom fram taldi Classen þetta benda ótvírætt gegn því að raddglufulokunin hefði getað átt þátt í stuðluninni en Scharfe gerir lítið úr þeim rökum og segir þetta ekki gefa neina endanlega vís- bendingu um það.21 Scharfe er eindregið á þeirri skoðun að hin upphaflega kenning Rapps og fleiri sé rétt. Niðurstaða hans er þessi: „Það er því í rauninni þessi raddglufulokun sem á sinn hátt ber uppi sérhljóðastuðlunina, rétt eins og hver annar samhljóði, en ekki sér- hljóðinn sjálfur.“22 Í bókinni Alliteration and sound change in Early English tekur höf- undurinn, Donka Minkova, eindregna afstöðu með þeim sem aðhyll- ast kenninguna um raddglufulokun til að skýra sérhljóðastuðlun- 17 Hammerich (1948). 18 Hammerich (1948:32–33). 19 Þ.e. spiritus lenis sem Rapp nefndi upphaflega í bók sinni sem vitnað var til hér að framan. Nú nýlega hefur Lass (1995:143 o.áfr.) tekið undir skoðun Hammerichs. 20 Scharfe (1972). 21 Scharfe (1972:158). 22 Danach ist es eigentlich dieser Stimmeeinsatz, der in derselben Weise wie die anderen Konsonanten den Stabreim trägt, und nicht etwa der Vokal. Scharfe (1972:157).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.