Són - 01.01.2007, Side 17

Són - 01.01.2007, Side 17
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 17 Gagnrýni á Kock-Classen-kenninguna Kennings Kocks og síðar Classens hefur verið gagnrýnd ótæpilega af fræðimönnum. Ragnar Holmérus41 telur helsta veikleika hennar liggja í því að ef gengið er út frá því að stuðlunarhefðin sé germönsk að uppruna en ekki fengin frá öðrum (t.d. Rómverjum eða Keltum á tíma þegar stuðlun með sérhljóðum var að breytast í það horf sem nú er), hljóta þær breytingar sem um ræðir að hafa gengið fyrir sig á germönsku málsvæði. Sé svo hlýtur sú spurning að vakna hvernig það mátti gerast að fólk, sem var vant því að heyra a aðeins stuðla við a og e aðeins við e og hefur litið á þá reglu sem ófrávíkjanlega, lagar sig að því að heyra a stuðla við e og i við o án þess að það trufli brageyrað.42 Þessi skoðun hafði áður komið fram hjá Jiriczek43 í gagnrýni sem hann ritaði um bók Kocks og fyrr hefur verið nefnd. Helstu rök Jiriczeks voru þau, eins og Holmérusar seinna, að afar ólíklegt sé að brageyra ljóðaunnenda hafi breyst á svo afgerandi hátt sem Kock vill vera láta.44 Gegn þessu skrifaði Classen45 og benti á að sú gagnrýni sem Jiriczek hélt þarna fram hefði átt rétt á sér ef um hefði verið að ræða breytingu sem tæki stuttan tíma. Hann telur hins vegar að þessi breyting hafi átt sér langan aðdraganda og ljóðaunn- endum því gefist nægur tími til að aðlaga brageyra sitt að hinum nýju jafngildisflokkum. Johannes Hoops46 bendir á annað sem hann telur vega sem nokkur rök gegn Kock-Classen-kenningunni. Hann vísar í orð Snorra Sturlusonar, sem staðhæfir að það sé fegurra að saman stuðli ólíkir sérhljóðar (sbr. tilvísun í Snorra-Eddu í upphafi greinarinnar). Þetta dálæti forngermanskra ljóðaunnenda á því að hafa mismunandi sér- hljóða saman í stuðlun telur Hoops benda gegn því að upphaflega hafi verið skylt að nota sama sérhljóðann í öllum sætunum. Suzuki47 bendir á að kenning þeirra Kocks og Classens vísar til tíma sem við höfum enga þekkingu á en samt gera þeir ráð fyrir að þar og þá hafi verið í gildi allt aðrar reglur um stuðlun en tíðkuðust 41 Holmérus (1936). 42 Holmérus (1936:11) 43 Jiriczek (1896:547–548). 44 Jiriczek dró síðar þessa staðhæfingu sína til baka (sjá Classen 1913:20). 45 Classen (1913:20) 46 Hoops (1918–19:237). 47 Suzuki (1996:310).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.