Són - 01.01.2007, Síða 18

Són - 01.01.2007, Síða 18
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON18 síðar, raunar mjög frábrugðnar. Kenningin styðst ekki við nein dæmi um það sem er til umfjöllunar, enda enginn slíkur texti til, og því hæpið að taka hana mjög alvarlega. Minkova48 víkur einnig að því að hér skorti eitthvað til að styðjast við. Hún segir að það sé lágmarkskrafa að fá að sjá dæmi um þær breytingar sem kenningin gerir ráð fyrir að hafi orðið á ljóðagerðinni. Sé það rétt að í forngermönskum kveðskap hafi verið gerð krafa um að stuðla aðeins saman sams konar sérhljóða, hvernig á þá að skýra þann mikla fjölda af braglínum sem stuðlaðar eru með mismunandi sérhljóðum í þeim kveðskap sem við höfum sýnilegan. Sameiginlegur þáttur sérhljóða, [+sérhljóðakenndur]. Jiriczek og Kauffmann Í títtnefndum ritdómi um bók Axels Kocks, eftir að hafa dæmt kenn- ingar Kocks og Rapps ónothæfar, setti Jiriczek49 fram sína eigin hugmynd um hvað það væri sem skipaði sérhljóðunum öllum í sama jafngildisflokk. Þessi kenning hefur verið kölluð „klangfrändskaps- teorien.“50 Samkvæmt henni er það þáttur sem er sameiginlegur öll- um sérhljóðum, [+sérhljóðakenndur] ([+vocalic]), sem gerir það að verkum að þeir geta stuðlað hver við annan þvert gegn því sem sam- hljóðarnir gera. Þessi kenning fékk aldrei miklar undirtektir. Einn af stuðningsmönnum hennar var þó Friedrich Kauffmann.51 Í bókinni Deutsche Metrik víkur hann að kenningu Rapps um að sérhljóða- stuðlunin eigi rót sína í raddglufulokuninni og sé því í raun hliðstæð því þegar stuðlað er með samhljóðum. Hann bendir á að aldrei hafi verið sannað að spiritus lenis hafi verið til (eins og margir aðrir hafa haldið fram) enda sé hljómun eða hljómmagn (klangfülle) sérhljóð- anna út af fyrir sig nægileg skýring á því hvers vegna þeir stuðluðu saman.52 Margir hafa orðið til að gagnrýna kenningu Jiriczeks. Roman Jakobson53 bendir á að hvergi í germanskri stuðlun hafi fundist dæmi um það að einn aðgreinandi þáttur í einu af þeim fónemum sem byggja upp stuðlunina hafi fengið það hlutverk að greina á milli jafn- 48 Minkova (2003:140). 49 Jiriczek (1896). 50 Sjá t.d. Holmérus (1936:14). 51 Kauffmann (1897). 52 Kauffmann (1897:12–13). 53 Jakobson (1963:88).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.