Són - 01.01.2007, Side 21

Són - 01.01.2007, Side 21
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 21 l-ið ekki á milli jafngildisflokka.65 Næsta spurning er hins vegar hvers vegna klasinn sk geti þá ekki alveg eins stuðlað á móti /k/ ef það er k- ið sem afmarkar jafngildisflokkinn. Því svarar Kristján á þann hátt að út frá bragfræðilegu (metrical) sjónarhorni séð er það alltaf fyrsti þátt- ur klasans sem miðað er við, þ.e. upphaf klasanna sem stuðla saman verður að vera eins. Þess vegna getur sk ekki stuðlað við k heldur aðeins við sk þó svo að í rauninni greini k-ið á milli jafngildisflokk- anna.66 Lág hljómun einkennist af því að viðkomandi þáttur er lítt eða ekki atkvæðisbær miðað við nærliggjandi þætti sem hafa til að bera meiri hljómun og eru atkvæðisbærir í meira mæli. Út frá þessu er hægt að líta svo á að tómi stuðullinn sem fer fyrir framstöðusérhljóðanum sé hljómunarlágmark. Stuðlunin byggist á lágmarks hljómun í upp- hafi orða og ef þessi framstöðusæti eru tóm, eins og gerist þegar orð hefjast á sérhljóða, eru þar heldur ekki þættir sem skipa þeim í mis- munandi jafngildisflokka (they are trivially non-distinct), sbr. það sem rætt var hér að ofan. Þetta nægir til þess að sérhljóðarnir geta myndað einn jafngildisflokk þó að þeir séu í sjálfu sér ólíkir.67 Lokaorð Hér að framan hafa verið raktar helstu kenningar um það hvers vegna leyft er að stuðla með mismunandi sérhljóðum, um leið og samhljóðarnir lúta reglum sem ganga í þveröfuga átt. Þessum kenn- ingum má gróft tekið skipta í fjóra flokka og setja þá fram á eftirfar- andi hátt: a) raddglufulokun á undan sérhljóðinu b) sögulegur uppruni sérhljóðanna c) sameiginlegur þáttur [+sérhljóðakenndur] d) tómur stuðull 65 Þetta er fyrir tíma sníkjuhljóðsins [t] sem seinna tróð sér inn á milli s og l með þeim afleiðingum að jafngildisflokkar stokkuðust upp. Sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson (2004:54 o.áfr.). 66 Kristján Árnason (2007:92). 67 Kristján Árnason (2007:92). Paul Kiparsky (1978) setti fram kenningu um sér- hljóðastuðlun og framstöðuklasana sk, sp og st. Kenning hans er á sömu nótum og það sem kemur fram hjá Kristjáni og Roman Jakobson, þ.e. að það sem stuðlar er ekki sérhljóðinn sjálfur heldur skýrir hann fyrirbærið m.a. út frá mismunandi styrkleika í atkvæðum (Words alliterate if their initial „W“ is the same, sjá um það t.d. Minkovu (2003:141 og 211)). Kiparsky (1978:43–45).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.