Són - 01.01.2007, Page 22
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON22
Í kenningu a) er byggt á því að raddglufulokun sem átti (á) sér stað í
upphafi hvers sérhljóðs í framstöðu (eða rétt á undan því) geri það að
verkum að sérhljóðarnir hafi allir sams konar upphaf, verði að
nokkurs konar samhljóðum, og því geti þeir tilheyrt sama jafngildis-
flokki. Þessi kenning lítur ekki illa út við fyrstu sýn en þegar betur er
að gáð koma í ljós ýmiss konar mótrök sem erfitt er að ganga fram
hjá. Er ekki dálítið tortryggilegt, eins og Kock68 ræðir um, að hugsa
til þess að fornmenn hafi getað heyrt raddglufulokunina svo greini-
lega að þeir hafi látið hana greina á milli jafngildisflokka? Fátítt er í
dag að fólk greini þessa lokun í talmáli og þeir sem ekki eru innvígðir
í samfélag málfræðinga og bragkunnáttumanna vita yfirleitt ekki að
hún er til. Er ekki, eins og Kristján Árnason69 bendir á, undarlegt að
hvorki Ólafur Þórðarson hvítaskáld né sá glöggi maður sem skrifaði
Fyrstu málfræðiritgerðina skuli minnast einu orði á þetta hljóð sem
skipti svo miklu máli í þeirri stuðlun sem „ ... saman heldur norræn-
um skáldskap svá sem naglar halda skipi saman, er smiðr gerir ok ferr
sundurlaust ella borð frá borði ...“ svo vitnað sé í Málskrúðsfræði
Ólafs Þórðarsonar.70 Og síðast en ekki síst skal vikið að því sem haft
var eftir Kristjáni Árnasyni fyrr í greininni um að sérhljóðastuðlun
var notuð í finnskum og írskum ljóðum á sama máta og gert var (og
er gert enn) í germönskum kveðskap? Þetta þýðir í raun að hver sú
skýring sem sett er fram á sérhljóðastuðluninni verður að gera grein
fyrir þeirri samsvörun. Vitað er að umrædd raddbandalokun fyrir-
finnst ekki í finnsku71 svo það er að minnsta kosti ljóst að stuðlun
með mismunandi sérhljóðum í finnskum kveðskap verður að skýra
með einhverju öðru.
Kenningin um raddglufulokun dugir því einfaldlega ekki sem
fullnaðarskýring á því hvers vegna leyft var að stuðla með ólíkum
sérhljóðum. Raddglufulokunin gæti hugsanlega hafa stutt við sér-
hljóðastuðlun þannig að hún yrði áheyrilegri en hægt er að fullyrða
að lokunin hafi ekki verið nauðsynleg forsenda stuðlunar, þannig að
stuðlavensl komist ekki á nema lokhljóðið birtist. Lokunin er val-
frjáls í nútímamáli og ef hún væri nauðsynleg forsenda stuðlavensla
myndi braglína eins og „Yfir kaldan eyðisand“ stuðla stundum og
stundum ekki eftir flutningi. Líklegt er að ef raddglufulokun hefur
68 Kock (1889–94).
69 Kristján Árnason (2000).
70 Björn M. Ólsen (1884).
71 Aðalsteinn Davíðsson (2007) og Kiparsky (1968:139).