Són - 01.01.2007, Qupperneq 37

Són - 01.01.2007, Qupperneq 37
HALLGRÍMUR PÉTURSSON SKÁLD ALÞÝÐUNNAR 37 Hvernig sem þessu hefur verið háttað þá virðist Hallgrímur hafa farið utan fljótlega eftir dauða Guðbrands og enn eru upplýsingar um hann heldur þokukenndar og á reiki. Hann er sagður hafa lent hjá járnsmið eða kolamanni (kolakaupmanni) í Glückstadt í Þýskalandi en virðist síðan fljótlega hafa lent til Kaupmannahafnar í járnsmíðanám. Segir þjóðsagan að meistarinn hafi eitt sinn leikið sveininn illa sem ekki var fátítt í þeirri stétt. Var Hallgrímur nýgenginn út úr smiðjunni og for- mælti meistara sínum á íslensku er magister Brynjólf Sveinsson bar þar að og heyrði á sitt móðurmál af vörum sveinsins og þótti orðin „að sönnu ófögur, en þó orðatiltækið ekki ómjúklegt eður óliðlegt“, segir Vigfús Jónsson í Ævisögu Hallgríms.12 Tóku þeir Hallgrímur og Brynjólfur síðan tal saman og hvatti Brynjólfur Hallgrím til að hætta járnsmíðanámi sínu og komst hann svo fyrir fulltingi Brynjólfs í Skóla vorrar frúar í Kaupmannahöfn. Agi í skólanum var strangur „og nákvæmar reglur um alla hegðun“, til dæmis var það sérstaklega tekið fram að skólasveinum væri bannað að snýta sér í húfur sínar eða önnur klæði.13 Hallgrími sóttist námið skjótt og var farinn að sjá fyrir endann á því er hann árið 1636 var settur til að hressa upp á kristindóm Íslend- inga þeirra sem keyptir höfðu verið lausir úr Barbaríinu eftir Tyrkja- rán. Ein af þeim var Guðríður Símonardóttir úr Vestmannaeyjum, sextán árum eldri en Hallgrímur. Hún hefur trúlega verið mikil glæsi- kona enda metin til 50 kýrverða (200 ríkisdala) er hún var keypt. Ástir tókust þegar með þeim Hallgrími og báru bráðan ávöxt og tók vist Hallgríms í skólanum þá skjótan endi. Fóru þau Guðríður þá heim til Íslands og settust að á Suðurnesjum þar sem Guðríður ól barnið í Ytri-Njarðvík, tæpu ári eftir að hún kom til Danmerkur úr Barbaríinu. Svo heppilega vildi til að Eyjólfur, maður Guðríðar í Vest- mannaeyjum, var drukknaður þegar þau komu til Íslands og reikn- aðist brot þeirra vegna þess einungis frillulífisbrot og gátu þau því gengið í hjónaband að fengnu leyfi og sektargreiðslu. Ekki er mikið vitað um Hallgrím og Guðríði á næstu árum en þau virðast hafa búið á Suðurnesjum við hina mestu fátækt og verið að nokkru upp á aðra komin eins og fram kemur í vísu er sagt er að Hallgrímur hafi kveðið eitt sinn er hann var á ferð í Hraunum suður í vondu veðri og var synjað gistingar: 12 Vigfús Jónsson (1947:8). 13 Sjá Magnús Jónsson (1947:35–36).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Són

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.