Són - 01.01.2007, Page 39
HALLGRÍMUR PÉTURSSON SKÁLD ALÞÝÐUNNAR 39
Í syrpu Gísla Konráðssonar í Gesti Vestfirðingi segir frá því að
Brynjólfur biskup hafi vísiterað í Kálfatjarnarsókn og hafi leyft mönn-
um að róa en sleppt fræðalestri enda hafði þá verið mikið fiskileysi.
Hafi biskup síðan blessað fiskhjalla manna og kot eitt sem nefnt var
Víti í daglegu tali en þar bjó karl einn gamall. Lagði biskup út af því
er Kristur mettaði fimm þúsund manns. Hallgrímur, sem þá mun hafa
verið búðsetumaður þar í grennd, orti af því tilefni kviðling þennan.
Biskupinn blessar hjalla,
bilar þá aldrei upp frá því.
Krosshús og kirkjur allar
og karlinn, sem býr Víti í;
fiskiföng formenn sækja,
fræðasöng þurfa ei rækja,
ágirnd röng reiknast ei til klækja.18
Vera má þó að Hallgrímur hafi verið orðinn prestur á Hvalsnesi er
hann kvað vísu þessa ef rétt er athugasemd Finns biskups við ævisögu
Vigfúsar bróður síns þar sem hann segir: „Víst er það, að ei gazt mag.
Brynjólfi alltíð að kveðskap síra Hallgríms. Því sagði hann strax sem
hann heyrði þessa vísu: „Biskupinn blessar hjalla“, og menn voru að
geta til, hvör author hennar mundi vera: „Það er auðþekkt. Það er eitt
spottið úr honum síra Hallgrími.““19
Svo kom að Hallgrímur fékk uppreisn og vígði hinn forni velgerð-
armaður hans, Brynjólfur biskup Sveinsson, hann prest til Hvalsnes-
þinga árið 1643.
Á Hvalsnesi sýnist Hallgrímur hafa átt heldur óhæga vist þar sem
stórbokkunum í nágrenninu mun hafa þótt sér óvirðing ger með því
að fá yfir sig prest svo lágan mann sem verið hafði með þeim í litlum
metum. Ekki hefur heldur bætt úr skák að hann orti um höfðingjana
svo undan sveið en fátt virðist hann hafa þolað verr en stórbokkaskap
og fordild enda sjálfur „upp á slétta bændavísu“. Vísa Hallgríms um
Arngrím lærða á Alþingi hefur verið kveðin á þessum árum en frá
henni og tildrögum hennar segir Jón úr Grunnavík svo:
Menn segja einnig, að hann [þ.e. Arngrímur] hafi verið þótta-
legur í fasi og framgaungu, og státað sig nokkuð. Því bar svo
18 Gestur Vestfirðingur (1855:66).
19 Vigfús Jónsson (1947:26).