Són - 01.01.2007, Page 62
JÓN B. GUÐLAUGSSON62
svo nauðug þú ferð nú að flýja
hið frostkalda norðurheimskaut.
Með vorinu sunnan þú svífur
og söng þínum fagna eg þá
ef ekki í hretunum hörðu
ég hníg eins og fjólan í dá.
Að lyktum skal birtur kveðskapur frá hendi Karls Jónassonar er
hnykkir enn á því sæmdarheiti sem hann átti skilið, „bæjarskáld.” Til-
efnið var vígsla fyrstu íslensku riðstraumsvirkjunar Íslendinga í
Fjarðará í Seyðisfirði haustið 1913. Börnum 21. aldarinnar, sem fædd
eru og uppalin í skini rafljósa og annarra þæginda sem rafmagn færir
mönnum upp í hendurnar, er það ef til vill torskilið að þessi áfangi
skyldi verða slíkt fagnaðarefni sem lesa má út úr kvæðum Karls. En
börn 19. og 20. aldarinnar lifðu það sem sannkallað ævintýr þegar
skin rafljósanna flóði um bæinn 13. október 1913. Haldnar voru veg-
legar veislur þar sem forvígismönnum rafveitunnar var sungið lof og
prís. Hugmyndin hafði komið fram í ársbyrjun 1908 en framkvæmdir
hófust ekki fyrr en vorið 1913. Var rafvirkjunum Indriða Helgasyni
og Christian Nielsen falið að annast lagnir í hús bæjarbúa, auk upp-
setningar 30 götuljósa, en Guðmundur Hlíðdal raffræðingur, síðar
póst- og símamálastjóri, var umsjónarmaður verksins. Verkstjóri við
gerð stíflu og stöðvarhúss var Jónas Þorsteinsson.
Í frétt Morgunblaðsins 2. nóvember 1913 kemur fram að í vígslu-
veislu virkjunarinnar hafi verið sungin „ekki minna en 7 kvæði …
þrjú eftir Sigurð Arngrímsson og fjögur eftir Karl Jónasson.“ Fara tvö
þessara kvæða Karls hér á eftir:
Raflýsingin
á Seyðisfirði 18. október 1913
Á kvöldin þegar húma fer í heimi
svo handa sinna enginn greinir skil
og himinljósin Guðs í víðum geimi
oss gefið fá ei lengur birtu og yl,
vér þolum ekki þá í myrkri að híma
en þráum ljóssins geislaskinið bjart,
og nægir ekki lengur lítil skíma:
Oss löngu síðan birtuþráin snart.