Són - 01.01.2007, Síða 69
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 69
Eftir þetta snýr Jakob ekki baki við ljóðlistinni. Hann yrkir mikið á
háskólaárum sínum og þroskast snemma sem ljóðskáld. Ásgeir Hjart-
arson segir æskuljóð Jakobs vera ólistrænni og lausari í reipum en hin
síðari kvæði hans, þótt þau hafi flest sömu einkennin, og að í þeim
gæti furðu lítilla áhrifa frá eldri skáldum þjóðarinnar. Hann lætur þessi
orð falla um skáldið:
Smári er sérstætt skáld og frumlegt frá upphafi vega, djúp
náttúrukennd, trúarleg alvara, hreinskilni og sannleiksþrá hafa
jafnan sett mark sitt á kveðskap hans.7
Sonnettan
Ekki þarf hér að fara mörgum orðum um form sonnettunnar og sögu
hennar frá upphafi. Hún var alþekkt á Íslandi þegar Jakob Smári
sneri sér að henni.
Ítalska sonnettan, sem stundum er kennd við skáldið Petrarca,
með tvískiptingunni 8–6 línur (erindaskipaninni 4-4-3-3 línur) varð til
á 13. öld, oftast með ABBA ABBA CDE CDE (ellefu atkvæði með
forlið í hverri línu og kvenrími). Þetta stranga form sonnettunnar
þróaðist síðan talsvert á þeim öldum sem í hönd fóru og tók sú þróun
nokkurt mið að hefðum þess lands sem hún barst til. Rímskipanin
varð til dæmis frjálsari og uppsetningin.
Á 16. öld þróaðist í Englandi sonnettuform sem venjulega er kallað
ensk sonnetta eða sonnetta Shakespeares þótt hann væri ekki höf-
undur formsins en hins vegar óumdeildur meistari. Enska sonnettan
er eins og hin ítalska fjórtán línur, en erindaskipanin önnur, 4-4-4-2
línur. Rímröðin var einnig önnur, abab cdcd efef gg, og langoftast
karlrím sem átti betur við enska tungu. Í báðum þessum sonnettu-
formum, hinni ítölsku og ensku, ráða tvíliðir ríkjum og forliður er í
hverri hendingu. Þróunin næstu aldirnar varð sú að mjög losnaði um
þessi föstu tök.
Áreiðanlegar er réttara að kalla sonnettuna fremur byggingarform
en bragarhátt. Hallvard Lie hefur lýst byggingu ítölsku sonnettunnar
svo:8
Efni raðað upp – gagnrýnin greining – Rökleg samantekt – niður-
staða.
7 Ásgeir Hjartarson (1949:250).
8 Lie (1976:655).