Són - 01.01.2007, Síða 70

Són - 01.01.2007, Síða 70
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR70 Þannig minnir formið óneitanlega á vísindalega rannsókn einhvers efnis, ritgerð sem leiðir til niðurstöðu. Bygging ensku sonnettunnar leggur mikinn þunga á tvíhenduna í lokin, sem stundum er mjög kraftmikil og oft hnyttin, nokkurs konar punktur yfir i-ið, jafnvel svo að hún verður að fleygum orðum. Sonnetturaðir, margar sonnettur saman um tiltekið efni, (e. sonnet sequence) fóru að tíðkast á 16. öld. Sú gerð þeirra, sem frægust hefur orðið, er sonnettusveigurinn sem gerður verður að umræðuefni síðar í þessari grein. Íslensk sonnettusmíð hófst árið 1844 er Jónas Hallgrímsson orti „Ég bið að heilsa“. Þá hafði formið þróast um margar aldir og orðið til ótal afbrigði. Ítalska sonnettan bast okkur fyrst með Steingrími Thorsteinssyni en náði lengi vel ekki sömu vinsældum og hin ítalska. Sonnettusmiðurinn Jakob Smári Eftir Jakob Smára liggja fjölmargar sonnettur og mun óhætt að segja að hann hafi verið afkastamesta sonnettuskáld þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann birti 124 frumortar sonnettur í bókum sínum og nokkrar þýddar. Því er löngu tímabært að rannsaka sonnettur Jakobs og meta framlag hans til íslenskra bókmennta með tilliti til þróunar sonnettu- skáldskapar á Íslandi. Ásgeir Hjartarson mælir orð að sönnu er hann segir: Smári hreifst snemma af ómþunga og tignarlegri ró sonnettunn- ar, og hann hefur gert hinn fræga hátt að sínum framar öðrum íslenzkum skáldum, og náð yfir honum miklu valdi. Hann brýt- ur oftlega lögmál hinnar ítölsku kliðhendu, breytir hættinum á ýmsa vegu og skapar svo margt nýrra og fagurra tilbrigða að vera mætti bragfræðingum rannsóknarefni.9 Hér verða kannaðar þær sonnettur Jakobs sem fylgja erindaskiptingu bæði ítalska og enska sonnettuformsins en auk þeirra hefur Jakob að minnsta kosti ort eitt sonnettuafbrigði. Það er skylt sonnettunni að formi og rímskipan en aðeins 13 línur. Þetta er kvæðið Helgi Harð- beinsson í Kaldavermslum og rímar það: ABBA CDDC EFGGE. 9 Ásgir Hjartarson (1949:249).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.