Són - 01.01.2007, Side 77

Són - 01.01.2007, Side 77
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 77 en þó að allt sé straumur, hrannir hvikar, á heimsins sæ til fulls ei glatast neitt og lífsins vínglóð dylst í dauðans bikar. Lífið er skammvinnt og því fær enginn breytt en þó að „allt sé straum- ur“ og háð takmörkum tímans, mun ekkert að eilífu glatast. Þó að dauðinn komi fram leynist í bikar hans „lífsins vínglóð“; hann gefur fyrirheit um líf. Ljóðmælandi finnur í djúpi hjarta síns að allt er af einum stofni. Nú krýpur hann fyrir heitri sólinni og kyssir mold ætt- jarðarinnar af lotningu: „Ég kyssi mjúkt þá moldu, sem mig ól“. Sjötta sonnetta hefst á sömu orðum, og ljóðmælandi fer að tala um örlög sín sem Ísland skapaði honum. Hann biður þess að nú varpi „Íslands sumarsól / þeim síðsta geisla á lífs míns bláa haf“. Þegar hann deyr vill hann fá hinstu kveðju frá sólinni. Síðan vill hann liggja í hléi við græn- an hól, með hrískjarr og blóm yfir sér. Alltaf skal hvelfast yfir gröf hans „hið bláa himinfang og síung sól“. Sjöunda sonnetta hefst á sömu hendingu, þegar ljóðmælandi er að virða fyrir sér náttúruna. Rjúpan er komin í sumarkjól og heiðin kveður við af ástarsöngvum. Vorsins mál ómar, um ást og gleði, daginn og augnablikið. Liðnar þrautir eru að baki og ljóðmælandi lætur alla vorsins hljóma „í sælum draumi drekka sína sál“. Í áttundu sonnettu drekka sál hans „in dökku fjallavötn á lygnum kvöldum“ og jörð og himinn eru „sveipuð svör- tum tjöldum“. Hann sér gegnum tímans tál og finnst hann einnig hafa reynt það á sama stað fyrir ótal öldum. Það eru „innstu völd“ lífsins sem leiðbeina honum. Hann skynjar tímaleysi, því tíminn er eilífur: Í sælli leiðslu vil ég vaka og dreyma, að fortíð, nútíð, framtíð – allt er hjóm, því tíðin sjálf er eilíft augnablik. Hann leggur sig síðan niður í „lyngklætt hamravik“ og finnst hann ávallt hafa átt heima í hlýjum faðmi náttúrunnar. Níunda sonnetta hefst eins: „Mér finnst ég ávallt hafa átt þar heima“. Honum hefur alltaf liðið vel í náttúrunni þar sem „vorið kyssir móa og grundir“ og þar vill hann „dulinn dvelja allar stundir, / er dagsins hinztu bros um tinda sveima“. Hljóð rökkurkvöldin heilla.22 Þar er huggun að finna: 22 Dæmi um það eru í sonnettu II: „Mig kalla ljósrauð kvöld, mitt land, til þín“, III: „en ég vil aftur sitja um sumarnótt, / í rökkurkyrrð við fossins hvíta fall“, VIII: „Í sælum draumi drekka mína sál, / in dökku fjallavötn á lygnum kvöldum“, IX: „í hug og taugum lægði brim og storma / við regnþung ský er rökkva tók í hlíð“ og XIV: „ég aleinn sitja vil í hárri hlíð / um hljóðar nætur, undir stjarna sveimi“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.