Són - 01.01.2007, Side 82

Són - 01.01.2007, Side 82
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR82 erindi er mjúkleg og fáguð. Sólin skín varfærnislega af umhyggju fyrir náttúru Þingvalla og við sjáum þegar geislar hennar titra hægt um hamra og gjár. Heiður himinninn er ástríkur á sama hátt og breiðir út faðm sinn. Fjöllin handan Þingvallavatns sveipast móðu rétt eins og þunnri skikkju. Í öðru erindi eru þrár fólksins persónugerðar þar sem þær mæna til Þingvalla. Þetta er tákn um sameiginlegan hug fólksins til Þing- valla, staðarins þar sem hugsjónir gátu orðið að veruleika og þar sem Íslendingar urðu að þjóð. Aðdáun og ást fólksins felst í þessum orðum. Ótti og von lýðsins eru nátengd Þingvöllum og glóa þar á steinunum. Myndmálið dregur fram nálægðina og gerir sambandið lifandi. Jakob líkir síðan Þingvöllum við ólgandi sjó, en þangað streymdi fólk á Alþing frá öllum landsins hornum. Fólkið er þannig sjórinn og ólgan stafar af því að fólk hefur mismunandi skoðanir og tilfinningar. Sumt fólkið er óttaslegið, annað fullt vonar. Ólgan táknar einnig kraftinn sem í Þingvöllum bjó. Kraftur Þingvalla og straumur fólksins sameinast í ólgusjónum. Í sonnettu Jakobs renna þjóðin, landið og sagan saman í eitt eins og hjá Jónasi Hallgrímssyni í kvæðinu „Ísland“. Þriðja erindi hefst á minningu um sögulega atburði, en hún geymist þar sem helgidómurinn stóð. Miklar andstæður bera uppi myndina: grimmd og göfgi, þrek og sár. Mikið hefur gengið á. Tíminn og dauðinn hafa jafnað út sigra og ósigra; stoltum höfðingja og raunamæddum tötraþræl hefur tíminn hlaðið „í sama köstinn“. Í síðasta erindi birtist ljóðmælandi sjálfur er hann segir: „Nú heyri’ eg minnar þjóðar þúsund ár / sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu.“ Þessar ljóðlínur urðu fleygar. Saga þjóðarinnar og Þingvalla í þúsund ár, sem fjallað var um í fyrstu þremur erindunum, er dregin saman í lokalínum kvæðisins og henni líkt við náttúrufyrirbæri sem varir skamma stund. Myndmálið verður mjög áhrifaríkt með þessum miklu andstæðum í tíma og rúmi. Lítil náttúrumynd, þytur í laufi, kallar fram þúsund ára sögu þjóðarinnar, „minning um grimmd og göfg, þrek og sár“ og í þeim þyt heyrir hann líka óm þeirra atburða sem hent höfðu íslensku þjóðina á Alþingi í þúsund ár. Sonnettan er ort að enskum hætti, en þó er rímskipan allt öðruvísi en vanalegt er: aBaB/aBaB/aBaB/aB. Hefðbundið enskt form er abab/cdcd/efef/gg eins og áður var tilgreint. Sonnetta Jakobs er að því leyti sérstök að karlrím og kvenrím skiptast á frá upphafi til enda og rímið er það sama út í gegn: aB. Í bók sinni, Das Sonett, heldur Walter Mönch því fram að uppsetningin á „Þingvöllum“ sé það eina
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.