Són - 01.01.2007, Síða 83

Són - 01.01.2007, Síða 83
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 83 sem sýnir að kvæðið sé hugsað sem sonnetta og það sé sjaldgæft afbrigði, reyndar kallar hann það „seltene Entartung“, en þýska orðið Entartung þýðir úrkynjun.25 Ég er þessum ummælum Mönch algerlega ósammála. Kvæði Jakobs er augljóslega sonnetta og þar að auki mjög fögur og vönduð. Þrátt fyrir að rímið sé óvenjulegt miðað við sonnettuhefðina þá samræmast efnisumfjöllun og yfirbragð kvæðisins kröfum sonnettuformsins um röklega uppbyggingu og fágun. Bygging „Þingvalla“ er nákvæmlega eins og bygging sonnettu á að vera. Samkvæmt enskri hefð hefur hún þrjú fjögurra línu erindi og því getur efnisumfjöllunin verið ítarlegri en annars ef ítalska formið væri notað. Í „Þingvöllum“ er framvindan mjög skýr. Í upphafi er efnið reifað: staðurinn kynntur og upphaf sögunnar. Ljóðmælandi ber saman Þingvelli nú og fyrir þúsund árum og sér fyrir sér þegar menn gengu þar fyrst um. Þannig tengir hann nútíðina við fyrstu aldir byggðar í landinu. Gerð er grein fyrir þýðingu Þingvalla í öðru erindi, og minningunni um land, þjóð og sögu er lýst myndrænt. Spenna er byggð upp þegar allt rennur saman í einn ólgusjó sem táknar örlög fólksins og kraft Þingvalla. Í þriðja erindi er efnið útfært frekar, spennan hefur enn magnast og minningin um sögulega atburði stendur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum ljóðmælanda. Þingvellir eru minnisvarði atburða sem voru bæði „grimmir“ og „göfugir“. Kvæðið nær síðan hámarki sínu þegar ljóðmælandi heyrir hina merkilegu sögu Þingvalla og örlög fólksins í þúsund ár „sem þyt í laufi’ á sumarkvöldi hljóðu“. Þar sem aðeins eru notaðar tvær rímgerðir verður kvæðið ennþá sterkari heild en ella. Það verða engin efnisleg skil milli erinda og kvæðið rennur ljúflega áfram. Rímgerðin hefur líka áhrif á hljóminn. Með því að endurtaka sama rímið svona oft verða áhrifin sefjandi. Myndirnar, sem Jakob dregur upp, ásamt stuðlunum og ríminu, gera tóninn í kvæðinu þýðan og jafnframt alvarlegan. Þegar stuðlasetningin í „Þingvöllum“ er skoðuð nánar kemur í ljós að hún hæfir efni kvæðis- ins mjög vel. Jakob vandar jafnan stuðlasetningu í kvæðum sínum og eru „Þingvellir“ gott dæmi um listræna hæfileika hans. Stuðlarnir eru hefðbundnir, tvær línur stuðla saman hverju sinni og hafa þeir áhrif á yfirbragð kvæðisins. Fyrsta erindi stuðlar svo: hægt – hamra – handan; faðm – fagurblár – fyrst. Þessi stuðluðu orð leggja áherslu á náttúru- fegurðina og kyrrðina. Einnig er áhersla á orðið ,fyrst‘ því það 25 Mönch (1955:194).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.