Són - 01.01.2007, Síða 87

Són - 01.01.2007, Síða 87
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 87 Ég feiminn áfram yfir hestinn laut, rétt eins og máske hjálpin fælist þar. En ekkert dugði — hana kveðja eg hlaut; við hjartans spurning — ekki nokkurt svar. Ég aldrei hef í aðra eins komizt þraut, þótt allar reikni eg hryggbrotsferðirnar. Rímform: abab/abab/abab/ab Jakob Smári orti ekki mörg gamankvæði, en eitt þeirra, „Skilnaður“, birtist í Kaldavermslum. Það er ástarkvæði þar sem ljóðmælandinn er hryggbrotinn, en allur tónninn í kvæðinu er gamansamur. Í fyrsta erindi stendur konan, sem hann er ástfanginn af, við garðinn. Hann megnar ekki að horfa á hana heldur horfir hryggur út á hafið og „háfleyg sorg“ þýtur um huga hans og hjartað er „vætt“ af „ástar- kvíða“ þegar að því kemur að játa henni hug sinn. Braghvíld kemur í fyrstu línu til að leggja áherslu á orðin „Hryggur horfði eg braut“. Það þarf ekki að lesa lengra til að uppgötva efni kvæðisins. Þetta er orðaleikur, lesið er „hryggur . . . braut“ og ,hryggbrot‘ kemur upp í huga lesandans. Í öðru erindi lýsir hann því hvernig orðin bregðast honum. Heilinn hleypur allur í graut og ekkert skáldlegt orð kemur af vörum hans sem hæfir „augnabliksins hátign“. Kannski er þetta eina tækifærið sem hann fær. Hann lýtur feiminn yfir hestinn og von- ast til að finna réttu orðin. Þorir enn ekki að líta á hana. En honum kemur ekkert til hugar. Verður að skilja við hana án þess að fá nokkurt svar við spurningu hjarta síns. Kjarni sonnettunnar kemur fram í skemmtilegum lokalínum: „Ég aldrei hef í aðra eins komizt þraut, / þótt allar reikni eg hryggbrotsferðirnar.“ Þessi hryggbrotsferð hlýtur að vera annars eðlis en allar hinar sem hann hefur reynt; hér er það ekki konan sem hafnar honum heldur hann sem klúðrar rétta augnablikinu. Kvæðið hefur tvö svið. Ljóðmælandi, sem nú er orðinn gamall er að hugsa til baka og hlær með sjálfum sér yfir því hve ástin var hástemmd þegar hann var unglingur. Kímin lýsing felst í orð- unum „háfleyg sorg“. Sorg hans ekki djúp og full af harmi heldur háfleyg geðshræringar-ást unglingsins. Þessi sonnetta hefur sömu rímskipan og „Þingvellir“ nema hér er aðeins karlrím: abab/abab/abab/ab. Hún hefur röklega framvindu þar sem við sjáum fyrst mynd af ljóðmælanda og konunni sem hann er ástfanginn af. Vandamál hans er kynnt strax í fyrsta erindi; hann þarf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.