Són - 01.01.2007, Blaðsíða 87
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 87
Ég feiminn áfram yfir hestinn laut,
rétt eins og máske hjálpin fælist þar.
En ekkert dugði — hana kveðja eg hlaut;
við hjartans spurning — ekki nokkurt svar.
Ég aldrei hef í aðra eins komizt þraut,
þótt allar reikni eg hryggbrotsferðirnar.
Rímform: abab/abab/abab/ab
Jakob Smári orti ekki mörg gamankvæði, en eitt þeirra, „Skilnaður“,
birtist í Kaldavermslum. Það er ástarkvæði þar sem ljóðmælandinn er
hryggbrotinn, en allur tónninn í kvæðinu er gamansamur. Í fyrsta
erindi stendur konan, sem hann er ástfanginn af, við garðinn. Hann
megnar ekki að horfa á hana heldur horfir hryggur út á hafið og
„háfleyg sorg“ þýtur um huga hans og hjartað er „vætt“ af „ástar-
kvíða“ þegar að því kemur að játa henni hug sinn. Braghvíld kemur
í fyrstu línu til að leggja áherslu á orðin „Hryggur horfði eg braut“.
Það þarf ekki að lesa lengra til að uppgötva efni kvæðisins. Þetta er
orðaleikur, lesið er „hryggur . . . braut“ og ,hryggbrot‘ kemur upp í
huga lesandans. Í öðru erindi lýsir hann því hvernig orðin bregðast
honum. Heilinn hleypur allur í graut og ekkert skáldlegt orð kemur
af vörum hans sem hæfir „augnabliksins hátign“. Kannski er þetta
eina tækifærið sem hann fær. Hann lýtur feiminn yfir hestinn og von-
ast til að finna réttu orðin. Þorir enn ekki að líta á hana. En honum
kemur ekkert til hugar. Verður að skilja við hana án þess að fá
nokkurt svar við spurningu hjarta síns. Kjarni sonnettunnar kemur
fram í skemmtilegum lokalínum: „Ég aldrei hef í aðra eins komizt
þraut, / þótt allar reikni eg hryggbrotsferðirnar.“ Þessi hryggbrotsferð
hlýtur að vera annars eðlis en allar hinar sem hann hefur reynt; hér
er það ekki konan sem hafnar honum heldur hann sem klúðrar rétta
augnablikinu. Kvæðið hefur tvö svið. Ljóðmælandi, sem nú er orðinn
gamall er að hugsa til baka og hlær með sjálfum sér yfir því hve ástin
var hástemmd þegar hann var unglingur. Kímin lýsing felst í orð-
unum „háfleyg sorg“. Sorg hans ekki djúp og full af harmi heldur
háfleyg geðshræringar-ást unglingsins.
Þessi sonnetta hefur sömu rímskipan og „Þingvellir“ nema hér er
aðeins karlrím: abab/abab/abab/ab. Hún hefur röklega framvindu þar
sem við sjáum fyrst mynd af ljóðmælanda og konunni sem hann er
ástfanginn af. Vandamál hans er kynnt strax í fyrsta erindi; hann þarf