Són - 01.01.2007, Side 88

Són - 01.01.2007, Side 88
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR88 að tjá ást sína en kvíðir því. Í næstu tveimur erindum reynir hann að finna úrlausn á vandanum en hann er of feiminn og getur ekki orðað tilfinningar sínar. Niðurstaðan kemur í síðustu tveimur línum þriðja erindis; hann verður að skilja við hana. Síðan er allt efni sonnett- unnar tekið saman í lokalínunum sem sýna afstöðu ljóðmælandans til sögunnar sem hann sagði af sjálfum sér. Formtilraunir Jakob er fyrsta íslenska skáldið sem gerði tilraunir með lengingu og styttingu braglína í sonnettunni.29 Hann hefur ort í það minnsta sex sonnettur þar sem bragliðir eru annaðhvort fjórir í hverri línu eða á skiptast fjórir og þrír í línu.30 Dæmi um það síðarnefnda er kvæðið „Spurning“ þar sem eru fjórir og þrír bragliðir á víxl og „Þrjár sonn- ettur III“ þar sem síðustu tvö erindin hafa þrjá bragliði í stað fimm. Einnig varð Jakob fyrstur til þess að brjóta upp venjubundna hrynj- andi sonnettunnar með þríliðum31 og dæmi um það eru kvæðin „Skin eftir skúr“, „Sonnetta (Þreyttan af dagsins gný ...)“ og „Eftir Njálsbrennu“ úr Kaldavermslum og kvæðið „Líf“ úr Undir sól að sjá. Vissulega hafði borið á því allt frá upphafi sonnettuskáldskapar á Íslandi að í stað forliðar og tvíliðar í kjölfarið færi þríliður, enda oft óhjákvæmilegt í samræmi við þá reglu í íslensku máli að fyrsta at- kvæði orðs bera aðaláherslu. Jakob gengur í þessu máli lengra. Jakob gerði margar tilraunir með rímið sem fyrr segir og er ekki unnt að gera því nákvæm skil hér á þessum blöðum en gaman er að líta á notkun hans á rímhljómum, sem voru venjulega fimm í hinni hefðbundnu ítölsku sonnettu en sjö í þeirri ensku. Á eftirfarandi töflu sést fjöldi rímhljóma sem Jakob notaði í sonnettum sínum. Ekki er gerður greinarmunur á karl- og kvenrími í töflunni. tölurnar tákna fjölda sonnetta: Rímhljómar Ítalskar Enskar Samtals ABCDEFG 5 7 12 ABCDEF 6 4 10 29 Hjörtur Marteinsson (1996:40). 30 Auk þeirra eru kvæðin: „Gríma“, „Trúboðið“ og „Manvísur V“ (Kaldavermsl) og „Mín ástmey ljúf“ (Undir sól að sjá). 31 Hjörtur Marteinsson (1996:40).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.