Són - 01.01.2007, Page 103

Són - 01.01.2007, Page 103
PABLO NERUDA – MAÐUR OG HAF 103 Arákaníu. Það rigndi mánuðum saman, árum saman. Regnið féll í þráðum eins og langar glernálar sem brotnuðu á þökum húsanna eða féllu sem gagnsæjar bylgjur á gluggana og hvert hús var skip sem komst með herkjum til hafnar utan af vetrar- hafinu.3 Náttúran umhverfis Temuco heillaði Neruda strax í bernsku. Í skáldskap hans verður náttúran leiðarstef alla tíð; hún býr yfir og undir í myndmáli hans og líkingum. Undir eldfjöllunum, við ísbreiðurnar, milli vatnanna stóru er chíleski skógurinn, ilmandi, þögull og ógreiðfær. Fæturnir sökkva í dyngjur af dauðum laufum, það brakar í stökkri grein, risavaxin beykitré teygja upp hrokknar krónur, frumskógarfugl flýgur hjá, blakar vængjum og nemur staðar við skuggsælar greinar. Síðan hljómar söngur hans eins og óbó úr felustaðnum. Villtur ilmur lárviðarins smýgur um vit mín allt til sálarinnar ... Þetta er lóðréttur heimur: fuglaþjóð, laufafjöld.4 Sextán ára gamall fer Neruda til Santiago til náms og velur að leggja stund á frönsku sem gaf honum tækifæri til að kynnast stór- skáldum Frakka á 19. öld. Á þessum árum koma út fyrstu ljóðabækur hans: Crepusculario (Í ljósaskiptunum) árið 1923 og Veinte poemas de amor y una canción desesperada (Tuttugu ljóð um ást og einn örvæntingar- söngur)5 árið 1924. Hin síðarnefnda vakti töluverða athygli þegar hún kom út, rómantísk og melankólsk, en einnig erótísk. Í bókinni birtist ástin í orðfæri náttúrulegra fyrirbæra, oft dulúðug, stundum hamslaus, eins og í „Örvæntingarsöng“. Og þar stígur fram á leiksviði náttúruaflanna hafið með öldubrotum sínum, ógn og fegurð í ofsa sínum og mýkt, sem ávallt heillaði skáldið.6 Allt vildir í þig gleypa einsog endalaus fjarskinn. Einsog sjór, einsog tími. Í þér beið skipbrot allt! 3 Berglind Gunnarsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir (1974). Þýðing: Ingibjörg Haralds- dóttir. 4 Berglind Gunnarsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir (1974). Þýðing: Ingibjörg Haralds- dóttir. 5 Neruda, Pablo (1996). 6 Neruda, Pablo (1996:83).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.