Són - 01.01.2007, Side 104
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR104
II
Í Santiago lifir Neruda bóhemlífi, en hann verður um síðir þreyttur á
umhverfi sínu og óráðinn og vill komast burt. Í júlí 1927 stígur hann
um borð í skipið Baden í Buenos Aires og siglir burt frá Suður-
Ameríku með endanlegan ákvörðunarstað í austurlensku stórborg-
inni Rangún í Burma þar sem hann varð konsúll fyrir land sitt. Þar
dvaldist hann fyrst um sinn, en var síðar færður til Jövu og Ceylon.
Þarna hefst tímabil einsemdar sem á naumast sinn líka í bókmennt-
um. Honum ógnar óreiðan sem mætir honum í risaborgum aust-
ursins með hræðilegri eymd sinni og átakanlegum skorti á efnislegum
nauðsynjum í þessu breska nýlenduveldi, allir þeir „ ... sem deyja dag
hvern úr kóleru eða bólusótt, úr hitasótt eða hungri, vonlausar til-
raunir til skipulagningar vegna hins gífurlega fólksfjölda og fátæktar,
allt þetta setti mark mikillar grimmdar á lífið.“7 Neruda kærir sig ekki
um að umgangast nýlenduherrana bresku sem einangra sig frá íbúum
landsins; hann neitar að taka þátt í innantómu lífi þeirra og forrétt-
indum. En hann skilur ekki heldur trúarbrögðin né þá dulhyggju sem
setur mark sitt á tilveru íbúanna og er andsnúinn henni.8
Frá blekkingarfullri stjörnuspeki
frá dapurlegum siðvenjum
sem hverfast í hið óendanlega
og ætíð eru til taks
hef ég varðveitt eina hvöt:
einmanalega kennd.
Hann skilur engan og eyðir tíma sínum að mestu einn eða í skyndi-
kynni með konum. Neruda sagði síðar að samskipti sín við konur
hefðu átt sinn þátt í að bjarga lífi hans á þessum tíma. Þar hittir hann
líka og kvænist fyrstu eiginkonu sinn, Maríu Antonietu Agenaar
Vogelzanz, sem var af hollenskum ættum. Neruda var alla tíð kvenna-
maður, var þrígiftur og átti margar ástkonur. Það má hiklaust orða
það svo að hann hafi elskað konur, en hafi leitað stöðugt að sinni
löngu látnu, eiginlegu móður í öllum sínum konum, eftir því sem
ævisöguritari hans, Volodia Teitelboim, heldur fram.
7 Neruda, Pablo (1974:120).
8 Berglind Gunnarsdóttir (1983:55). Úr ljóðinu „Kennd“.