Són - 01.01.2007, Page 104

Són - 01.01.2007, Page 104
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR104 II Í Santiago lifir Neruda bóhemlífi, en hann verður um síðir þreyttur á umhverfi sínu og óráðinn og vill komast burt. Í júlí 1927 stígur hann um borð í skipið Baden í Buenos Aires og siglir burt frá Suður- Ameríku með endanlegan ákvörðunarstað í austurlensku stórborg- inni Rangún í Burma þar sem hann varð konsúll fyrir land sitt. Þar dvaldist hann fyrst um sinn, en var síðar færður til Jövu og Ceylon. Þarna hefst tímabil einsemdar sem á naumast sinn líka í bókmennt- um. Honum ógnar óreiðan sem mætir honum í risaborgum aust- ursins með hræðilegri eymd sinni og átakanlegum skorti á efnislegum nauðsynjum í þessu breska nýlenduveldi, allir þeir „ ... sem deyja dag hvern úr kóleru eða bólusótt, úr hitasótt eða hungri, vonlausar til- raunir til skipulagningar vegna hins gífurlega fólksfjölda og fátæktar, allt þetta setti mark mikillar grimmdar á lífið.“7 Neruda kærir sig ekki um að umgangast nýlenduherrana bresku sem einangra sig frá íbúum landsins; hann neitar að taka þátt í innantómu lífi þeirra og forrétt- indum. En hann skilur ekki heldur trúarbrögðin né þá dulhyggju sem setur mark sitt á tilveru íbúanna og er andsnúinn henni.8 Frá blekkingarfullri stjörnuspeki frá dapurlegum siðvenjum sem hverfast í hið óendanlega og ætíð eru til taks hef ég varðveitt eina hvöt: einmanalega kennd. Hann skilur engan og eyðir tíma sínum að mestu einn eða í skyndi- kynni með konum. Neruda sagði síðar að samskipti sín við konur hefðu átt sinn þátt í að bjarga lífi hans á þessum tíma. Þar hittir hann líka og kvænist fyrstu eiginkonu sinn, Maríu Antonietu Agenaar Vogelzanz, sem var af hollenskum ættum. Neruda var alla tíð kvenna- maður, var þrígiftur og átti margar ástkonur. Það má hiklaust orða það svo að hann hafi elskað konur, en hafi leitað stöðugt að sinni löngu látnu, eiginlegu móður í öllum sínum konum, eftir því sem ævisöguritari hans, Volodia Teitelboim, heldur fram. 7 Neruda, Pablo (1974:120). 8 Berglind Gunnarsdóttir (1983:55). Úr ljóðinu „Kennd“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.