Són - 01.01.2007, Síða 105

Són - 01.01.2007, Síða 105
PABLO NERUDA – MAÐUR OG HAF 105 Það er ljóst að Neruda lendir í mikilli sálarkreppu þar eystra og lifir að auki á hungurmörkum því smávægileg laun konsúlsins bárust seint eða ekki. En þrátt fyrir allt finnur hann með sér hvöt til að endurskapa þennan óskiljanlega og súrrealíska veruleika sem hann lifir og hrærist í á jaðri mannlegs samfélags og beitir skáldskapnum í allri sinni dýpt til að fanga upplausn og mannlega þjáningu. Í mann- mergð og hitasvækju Austurlanda freistar hann þess að berast af með hjálp skáldskaparins og vinnur um leið bókmenntalegt afrek. Afurð þess birtist í bókum hans Residencia en la tierra 1–2 (Bústaður á jörð), en með þeim tekur hann krappa beygju frá fyrri verkum sínum. III Áður en Neruda fer til Spánar, þar sem skáldskapur hans tekur nýjum stakkaskiptum, starfar hann smátíma í Buenos Aires í Argentínu. Þar hittir hann Federico García Lorca þegar sá síðarnefndi var á löngu ferðalagi um báðar álfur Ameríku og kom til Buenos Aires til að vera viðstaddur frumsýningu á leikriti sínu, Blóðbrúðkaupi. Það takast strax mikil og góð kynni með þeim og Neruda fellur inn í hópinn sem er í kringum Lorca og taldi meðal annarra Noruh Lange og Jorge Luis Borges. Á þessum fundum sló Lorca honum við, samkvæmt Volodia Teitelboim, í gleðilátum, söng og dansi. Neruda hélt upp á afmæli sitt með Spánverjunum Lorca, Ramón Gomez de la Serna og Arturo Capdevilla, og þeir rúntuðu mikinn túr um borgina, en tómur leigubíll fylgdi á eftir þeim – það var hugmynd Lorca. Þegar þeir spurðu hvað það ætti að þýða, svaraði hann: „Það er í virðingar- skyni.“ Þeir enduðu svo gleðina á veitingahúsi í La Boca hverfi.9 Neruda fer sem konsúll til Spánar árið 1934, fyrst til Barcelona, en síðan til Madrid. Auk kynna við Lorca hafði hann komist í samband við skáldið Rafael Alberti á meðan hann dvaldi í Austurlöndum, en honum sendi Neruda handrit sitt að bókinni Residencia en la tierra og bað hann um að hjálpa sér að finna útgefanda á Spáni. Það tókst ekki, en Alberti gekk með handritið á sér, sýndi mönnum ljóðin og las þau upp á „tertulias“, bókmenntafundum skálda á kaffihúsum. Á Spáni er Neruda afar vel tekið af skáldum sem töldust til hinnar frægu 27 kynslóðar. Hann var alla tíð síðan þakklátur fyrir það örlæti og vin- áttu sem hann mætti af hendi spænskra kollega sinna. Hann einhendir sér í skáldalífið og stofnar tímaritið Caballo verde de la poesía. 9 Teitelboim, Volodia (1991:161).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.