Són - 01.01.2007, Side 109

Són - 01.01.2007, Side 109
PABLO NERUDA – MAÐUR OG HAF 109 úr þeirri lægð sem aldalöng áþján hafði reyrt hana í, gera hana mátt- ugri á allan máta. Sú áþján laut fyrst að yfirdrottnun Spánverja, en síðan að heimsvaldastefnu og ásælni Bandríkjamanna á 20. öld. Og það dylst engum að hann ætlar skáldskapnum ærið hlutverk í því stríði. „Poetry is rebellion,“ segir í samnefndri grein eftir Neruda í bókinni Passions and impressions: „Skáldinu er ekki misboðið þótt um það sé sagt að það grafi undan valdhöfum. Lífið er mikilvægara en öll þjóðfélagskerfi og það eru til nýjar reglugerðir fyrir sálina.“16 Og í annarri grein í sömu bók, „Answering a query“, segir hann að þótt ljóst sé að óvinir skáldskaparins leitist ætíð við að kæfa hann virðist hann hafa eilíft líf; að skáldin séu góðir ráðgjafar og vei þeim sem ekki hlusti á orð þeirra. Milli skáldskaparins og þjáninga manna séu dulin tengsl og það verði að hlusta á skáldin. Það sé lexía sem mann- kynssagan sýni. Volodia Teitelboim hefur eftir honum eftirfarandi: „Ég trúi á raunsæi og óraunsæi og bæði þessi lögmál eru undirstaða listrænnar sköpunar. Hver sá sem bælir niður raunsæið skilur lífið eftir og verður vafrandi vofa, og listamaðurinn sem afneitar draumum og leyndardómi mun falla marflatur á miðri götu.“17 En kjarninn í skáld- skaparfræðum Pablos Neruda birtist sennilega strax í tímariti hans Caballo verde de la poesía á Spáni er hann hélt því á lofti sem hann kallaði „poesía impura“ eða hina „óhreinu ljóðlist“ og er einfaldlega á þá leið að allt í lífi mannsins geti verið efniviður skáldskapar.18 Um leið verður skáldskapur hans opnari og ljósari og hann gerist skáld mannsins og jarðarinnar. V Náttúran, eða náttúruöflin, er aldrei langt undan í ljóðagerð Neruda; stundum ríkir þar einskær náttúruofsi. Sama hvert þema ljóðanna er: ástin, einsemdin, pólitíkin, eða ljóðin um hversdagslegri fyrirbæri mannlífsins, svo sem matjurtir og jarðargróða; myndmálið vísar ætíð þangað. Í ljóðagerð Neruda er jafnan einhver frumkraftur. Á sama hátt og Neruda rakti spor sögunnar aftur fyrir komu Spánverja sem umturnuðu álfu hans, þannig getum við nú, lesendur hans, á tímum ört vaxandi náttúrueyðingar, rakið sporin aftur í ljóðagerð hans til að finna þar fyrir náttúruna sem sterkt og lifandi afl. Í síðustu ljóðum 16 Neruda, Pablo (1984:349). 17 Teitelboim, Volodia (1991:459). 18 Neruda, Pablo (1984:128–129).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.