Són - 01.01.2007, Page 121

Són - 01.01.2007, Page 121
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 121 Arnar, heldur hvort hann var dómbær á hvorttveggja. Með öðrum orðum: var krufning hans og útlistun á nútímaljóðum frjó, eins og Örn telur vera? Eða er ófrjórri umfjöllun vandfundin? Ég dreg þá skoðun Arnar í efa að einu megi gilda um fræðimenn um bók- menntasögu hverskonar skáldverk þeir kunni að meta eða séu í raun hrifnir af. Ég tel að maður sem hefur alist upp í sátt við nútímaljóðlist og hrifist af þeim margvíslegu möguleikum sem hún hefur að bjóða, sé að öðru jöfnu betur fallinn til að lýsa henni heldur en sá sem sér hana fyrst og fremst sem frávik frá eldri ljóðhefðum. Hjá Hugo Friedrich vekja þegar efasemdir hin mjög svo hæpnu og ógeðugu heiti sem hann notar til lýsingar á nútímaljóðum. Eða finnast mönn- um hugtök eins og ‚Enthumanisierung‘, ‚Entpersönlichung‘, ‚Ent- realisierung‘, ‚Abnormität‘, ‚alogische Dichtung‘ – ómannlegur, óper- sónulegur, veruleikafirrtur, afbrigðilegur, órökrænn skáldskapur – finnast mönnum þau björguleg sem almenn lýsing á ljóðheimum nútímaskálda? Allt neikvæður, og alhæfingar um það sem Friedrich kallar moderne Lyrik. Mér sýnist hugmyndaheimur Friedrichs bera sterkan svip af skoðunum Ortega y Gasset hins spænska í bókinni Afmönnun listarinnar,12 en of langt mál yrði að reyna að rekja þær sifj- ar hér. Að síðustu þetta um Hugo Friedrich: Aðferðafræði hans er ótæk. Hann tekur fram að hann sé ekki að skrifa bókmenntasögu, einungis að lýsa því sem hann kallar strúktúr eða innviði nútímaljóða. Og í því skyni að sýna þá innviði tínir hann til glefsur úr ljóðum skálda eða ummælum þeirra, glefsur sem passa inn í skema sem hann hefur ákvarðað fyrirfram. Hann býr sér til heildarmynd um ljóðheim og heimsmynd nútímaskálda þar sem sleppt er öllu sem mælt gæti gegn myndinni, sem fyrir bragðið verður óhjákvæmilega skökk. Og finni hann ekkert hjá tilteknu skáldi sem passar í myndina þá býr hann það til, eins og í dæmi Brechts.13 Með slíka aðferðafræði að vopni getur hver sem er sýnt fram á einsleitni hvers sem er, jafnvel elds og vatns. 12 La deshumanización del arte (1925). Reyndar vitnar Friedrich víða í þá bók, t.d. á bls. 168–69. 13 Friedrich útlistar kenningu Brechts um framandgervingu á þá leið að hún sé fólg- in í því að fjarlægja allt orsakasamhengi verknaðar (sjá nmgr. 10), að hún geri með öðrum orðum heiminn óskiljanlegan. En allir sem til þekkja vita að kenningin var einmitt þekkingarfræðilegs eðlis, markmiðið var að sýna daglega hluti í framandi ljósi í því skyni að þeir yrðu skiljanlegri, að hvatirnar að baki verkum manna yrðu ljósari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.