Són - 01.01.2007, Side 125
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 125
þetta atriði hjá Guillaume Apollinaire sem vitað er að Halldór las
ungur.22
Kóralforspil hafsins er bókmenntasaga. Örn leitast þar meðal annars
við að staðsetja Halldór Kiljan Laxness, Stein Steinar og atómskáldin
innan íslenskrar og evrópskrar ljóðlistarsögu. En sá galli er á sögu
hans að hann byggir um of á formúlukenndum skilgreiningum á
stefnum eða skólum í ljóðlist. Hann býr sér til jöfnurnar express-
jónismi = A, súrrealismi = B og gengur út frá því að hvar sem A og
B koma fyrir megi snúa jöfnunum við: A = expressjónismi, B = súr-
realismi. Af þessu leiðir andsögulegar ályktanir, til dæmis um Eliot og
Laxness.
IV
Skilgreining felur í sér útilokun, því þrengri sem hún er því fleira
útilokar hún. Og skilgreining Arnar á módernisma, sem ég hef lýst
hér að framan, er svo þröng að samkvæmt henni mundu mörg af
höfuðskáldum aldarinnar falla fyrir ofurborð, skáld eins og Yeats og
Auden, Rilke og Brecht, svo einungis örfá augljós dæmi séu nefnd, og
á Íslandi til að mynda Sigfús Daðason eins og fram kemur í Kóral-
forspilinu.23 Hún er mun þrengri en sú sem býr að baki hugtakinu
modernism á ensku, og mundi grisja verulega þann hóp enskumælandi
skálda sem hingað til hafa verið kölluð modern. Reyndar hef ég spurt
Örn að því hversu mörg skáld sem ort hafa á enska tungu myndu
smjúga í gegnum nálarauga hans, en lítil svör fengið. Ég geri grein
fyrir því í „Þankabrotum“ mínum að ég sneiði hjá heitinu módern-
ismi meðal annars vegna þrengjandi skilgreininga sem hlaðist hafa ut-
an á það. Þess í stað tala ég um nútímaljóð eins og venja er á frönsku
(poésie moderne) og þýsku (moderne Lyrik). Svipuð málvenja tíðkast í
ensku, þar var aðalheitið löngum modern poetry og er það reyndar enn,
þó seinna væri einnig farið að tala um modernist og modernistic poetry um
afmarkaðan hluta nútímaljóða. En þó ég kjósi sjálfur fremur heitið
nútímaljóð dettur mér ekki í hug að nú muni allir fylgja í fótspor mín
22 Um Apollinaire segir Halldór (1978:99): „… um árabil ofarlega á skáldaskrá nú-
tímafrakka hjá undirrituðum“. Ekki er vitað með vissu hvenær Halldór kynntist
fyrst ljóðum Apollinaires en það hefur í seinasta lagi verið sumarið 1925. Þá sendi
Nonni (Jón Sveinsson) honum nýlegan skáldskap á frönsku, m.a. eftir Apollinaire.
Halldór Guðmundsson (2004:178).
23 „Ég finn […] sáralítið hjá Sigfúsi Daðasyni“. Örn Ólafsson (1992:122).