Són - 01.01.2007, Page 125

Són - 01.01.2007, Page 125
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 125 þetta atriði hjá Guillaume Apollinaire sem vitað er að Halldór las ungur.22 Kóralforspil hafsins er bókmenntasaga. Örn leitast þar meðal annars við að staðsetja Halldór Kiljan Laxness, Stein Steinar og atómskáldin innan íslenskrar og evrópskrar ljóðlistarsögu. En sá galli er á sögu hans að hann byggir um of á formúlukenndum skilgreiningum á stefnum eða skólum í ljóðlist. Hann býr sér til jöfnurnar express- jónismi = A, súrrealismi = B og gengur út frá því að hvar sem A og B koma fyrir megi snúa jöfnunum við: A = expressjónismi, B = súr- realismi. Af þessu leiðir andsögulegar ályktanir, til dæmis um Eliot og Laxness. IV Skilgreining felur í sér útilokun, því þrengri sem hún er því fleira útilokar hún. Og skilgreining Arnar á módernisma, sem ég hef lýst hér að framan, er svo þröng að samkvæmt henni mundu mörg af höfuðskáldum aldarinnar falla fyrir ofurborð, skáld eins og Yeats og Auden, Rilke og Brecht, svo einungis örfá augljós dæmi séu nefnd, og á Íslandi til að mynda Sigfús Daðason eins og fram kemur í Kóral- forspilinu.23 Hún er mun þrengri en sú sem býr að baki hugtakinu modernism á ensku, og mundi grisja verulega þann hóp enskumælandi skálda sem hingað til hafa verið kölluð modern. Reyndar hef ég spurt Örn að því hversu mörg skáld sem ort hafa á enska tungu myndu smjúga í gegnum nálarauga hans, en lítil svör fengið. Ég geri grein fyrir því í „Þankabrotum“ mínum að ég sneiði hjá heitinu módern- ismi meðal annars vegna þrengjandi skilgreininga sem hlaðist hafa ut- an á það. Þess í stað tala ég um nútímaljóð eins og venja er á frönsku (poésie moderne) og þýsku (moderne Lyrik). Svipuð málvenja tíðkast í ensku, þar var aðalheitið löngum modern poetry og er það reyndar enn, þó seinna væri einnig farið að tala um modernist og modernistic poetry um afmarkaðan hluta nútímaljóða. En þó ég kjósi sjálfur fremur heitið nútímaljóð dettur mér ekki í hug að nú muni allir fylgja í fótspor mín 22 Um Apollinaire segir Halldór (1978:99): „… um árabil ofarlega á skáldaskrá nú- tímafrakka hjá undirrituðum“. Ekki er vitað með vissu hvenær Halldór kynntist fyrst ljóðum Apollinaires en það hefur í seinasta lagi verið sumarið 1925. Þá sendi Nonni (Jón Sveinsson) honum nýlegan skáldskap á frönsku, m.a. eftir Apollinaire. Halldór Guðmundsson (2004:178). 23 „Ég finn […] sáralítið hjá Sigfúsi Daðasyni“. Örn Ólafsson (1992:122).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.