Són - 01.01.2007, Side 126
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON126
og hætta að tala um módernismann í íslenskri ljóðagerð, enda er ég
ekki að segja öðrum fyrir verkum.
Þegar ég hinsvegar tala um nútímaljóð – og hið sama gildir um
samsvarandi heiti á öðrum málum – þá er það ekki bara í hinni
almennu merkingu ‚ljóð sem ort eru í samtímanum‘ eins og ætla mætti
af orðum Arnar.24 Heitið hefur alltaf merkt ‚nútímaleg ljóð‘, það er að
segja ljóð sem brjóta á ýmsan hátt í bága við eldri hefðir og fara nýjar
áður ókunnar leiðir.25 Það sem einkenndi nútímaljóð var einmitt
leitin að nýjum skáldskaparaðferðum og viðfangsefnum. Ekkert var
gefið, ekkert var ódýrt. Ég tel hinsvegar óráðlegt að reyna að afmarka
nákvæmlega hvað kalla megi nútímaljóð. Það hefur gjarna í för með
sér hlutavillu – hluti er gerður að heild – og kallar á hliðgæslu við
Módernismann ehf. svo óverðugur skáldskapur sleppi þar ekki inn.
Orðið módernismi er vitaskuld ‚málsmíð‘ (e. linguistic construct ), eins og
poststrúktúralistar komast oft að orði, verður til í tungumálinu og
hreiðrar þar um sig. Það er táknmynd sem á sér ekkert óyggjandi tákn-
mið. Ljóð er hinsvegar tiltekinn veruleiki sem haggast ekki þó það sé
– eða sé ekki – kallað ‚módernt‘. Ef halda á ismanum hreinum fer
óþarfa orka í að glíma við gervivandamál á borð við það hvort tiltek-
ið verk sé módernt eða ekki. Er Þorpið módernt? Eða kvæðið „Í vor“ í
Rauður loginn brann? Ef ekki, eru þessi verk þá hefðbundinn skáldskap-
ur? Er Finnegans Wake módernt verk eða postmódernt? Fullkomin
gervivandamál. Merkimiðarnir duga skammt.
Því bókmenntasagan getur aldrei orðið eins og Fuglabókin sem
greinir skýrt á milli duggandar og stokkandar. Skilgreiningar, flokk-
anir skáldverka og stefna í bókmenntasögunni eru gerðar eftirá til
hægðarauka, ekki mót sem hvert nýfætt ljóð passar sjálfkrafa inn í, þó
að einstök ljóðform sem slípast hafa í aldanna rás – eins og fer-
skeytla eða sestina – nálgist að vera það. Þessi tvö form eru líka dæmi
um að form lifir sjálfstæðu lífi og það er skáldsins að fylla upp í
formið. Fráleitt er hinsvegar að nútímaljóð í heild eða einstakar
stefnur innan þeirra sé hægt að greina einungis eftir formlegum eig-
indum, og deilur um flokkanir skáldverka eru tíðum deilur um keisar-
ans skegg.
Þessum skoðunum mínum til stuðnings vil ég leiða fram höfund
eins virtasta rits í bókmenntaskýringu og bókmenntasögu sem ritað
24 „skáld [sem] yrkja á íslensku á sama tímabili“. Örn Ólafsson (2006a:136).
25 Það tel ég einnig vera skilning Eysteins Þorvaldssonar þegar hann talar um
módernisma.